Hvora leiðina vilt þú?


Stærsta vandamál samtímans og framtíðarinnar

Mikið hefur verið rætt um hlýnun jarðar og þeirri hætt sem af henni stafar. Í þeirri umræðu hefur algerlega skort á umræðu um orsakir aukins kolefnaútblásturs. Á 100 árum hefur jarðarbúum fjölgað úr 1,5 miljörðum í 6,7 miljarða. Framhjá því verður ekki litið að gífurleg fólksfjölgun hefur sín áhrif á umhverfi okkar. Við þurfum 4x meira hreint drykkjarvatn. Við þurfum 4x meira eldsneyti til að elda mat og hita hýbýli. 

Við höfum á undanförnum áratugum gripið sífellt meira inn í gang náttúrunnar með þróunarhjálp og matarsendingum á hungursvæði. Með því höfum við raskað jafnvæginu í náttúrunni án þess að grípa til aðgerða á móti til að stemma stigu við fólksfjölgun með kynfræðslu og getnaðarvörnum. Kaþólska kirkjan er ein að stærstu hindrununum í Afríku til að mynda og á Indlandi eru það aldagamlar hefðir sem tóku mið af miklum ungbarnadauða og stuttum lífaldri. Kínverjar hafa þó amk. gripið til aðgerða eins og frægt er orðið.

Ef að þessi þáttur verður ekki hluti af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn geta menn allt eins sleppt því að halda ráðstefnuna. Ef að ekki verður gripið til aðgerða í þessum málum mun engu skipta að hverju verður stefnt í útblæstri. Fleira fólk þýðir meiri útblástur. 


mbl.is Attenborough vill draga úr fólksfjölgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grjótkast úr glerhúsi

Verð þér að góðu Þorgerður. Síðustu 18 ár hefur sjálfstæðisflokknum tekist að koma öllu því sem miður hefur farið í stjórnun landsins yfir á fyrst Alþýðuflokkinn og síðar Framsóknarflokkinn. Nú er farið í fýlu yfir því að Samfylkingin sleppi vel og baunað á Framsókn fyrir það sama. Ég veit ekki betur en að Framsóknarflokkurinn hafi farið til kosninganna 2007 sem eini ríkisstjórnarflokkurinn og út á við var það haft þannig að Framsóknarflokkurinn hefði byggt Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál upp á eigin spýtur og nánast út á eigin reikning. 

Þorgerður má því eiga sínar kúkableyjur sjálf. Miðað við síðustu fréttir verður hún upptekin við bleyjuskipti enda búið að gera ærlega upp á bak á þeim bænum.


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó fyrr hefði verið

Íbúar Árneshrepps hafa lengi mátt vera án þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta verið frjálsir ferða sinna að vetrarlagi. Þeir eru upp á náð og miskunn veðurguðanna og vegagerðarinnar komnir og hvorugt hefur verið þeim í hag að undanförnu. Í aðdraganda kosninga hafa frambjóðendur reynt hvað eftir annað að komast norður en án árangurs en nú í kvöld var áætlaður fundur með frambjóðendum Framsóknar og er vonandi að hann hafi farið fram eins og áætlað var. Nú er síðan óskandi að vegagerðin standi sig í að halda veginum opnum héðan af.
mbl.is Vegurinn opnaður norður í Árneshrepp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blitzkrieg gegn kreppu

Leifturstríðið gegn kreppunni er hafið og hafa Framsóknarmenn tekið þar forystu. Stefnuskráin er komin á borðið og að mínu mati hittir hún beint í mark. Málefnin eru á sínum stað en það eina sem vantar uppá er að vinna traust þjóðarinnar á ný sem glataðist að hluta í hinu harða faðmlagi frjálshyggjunnar. En nú er komið nýtt fólk með nýjar og ferskar hugmyndir. Fái það tækifærið mun það sýna að það er traustsins vert og mun stýra þjóðarskútunni út úr brimskaflinum.
mbl.is Vaxtalækkun og niðurfærsla skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Haukastelpur

Þetta var mikill spennuleikur og réðust úrslitin ekki fyrr en 17 sekúndur voru eftir og Slavica setti bæði vítin niður og munurinn 4 stig. Slavica átti stórleik þrátt fyrir að geta ekki um frjálst höfuð strokið, hundelt af Guðrúnu Gróu allan leikinn. Haukastelpur eru vel að þessu komnar og Hafnfirðingar geta verið stoltir af stelpunum.
mbl.is Haukar Íslandsmeistarar eftir sigur á KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20% niðurfelling á mannamáli

 

Hér er hægt að sjá hvernig 20% leiðin virkar í hnotskurn. Fleiri og fleiri eru að átta sig á að þetta er leiðin og meira að segja Samfylkingarfólk er farið að tjá sig á jákvæðan hátt. Sigrún Elsa var reyndar frekar óákveðin og virtist ekki átta sig á um hvað hún var að tala í sjónvarpinu í kvöld en það er gott að einhverjir eru að ranka við sér og fylkja sér á bak við þessa hugmynd.


3 miljónir á mánuði = eðlileg laun

Hinar fáránlega háu verktakagreiðslur til skilanefndarmanna eru til skammar. Sjálftaka og ekkert annað. Flestir forstjórar væru fullsæmdir af svona launakjörum sem eru meira að segja hærri heldur en Gylfarnir Magnússon og Arnbjörnsson verða að gera sér að góðu. Gylfa Viðskiptaráherra finnst þetta samt sem áður alveg eðlileg laun þrátt fyrir að skilanefndirnar séu ekki búnar að komast að því hverjar skuldirnar eru eða gera nokkurn skapaðann hlut að því er virðist. Hætt við því að þegar tímakaupið er 15 þúsundkall að maður lesi aðeins hægar í gegnum búnkann og taki sér góðann umhugsunartíma áður en að rölt er fram að kaffikönnu og nælt sér í bolla.

Árangurstengdar greiðslur eru bráðnauðsynlegar í þessu tilfelli. Ekki aur til nefndanna fyrr en skuldastaðan liggur fyrir.


Hópmálsókn gegn ríkinu!

Þar sem að ljóst má telja að ekkert verði gert til að aðstoða skuldara þessa lands, að stærstum hluta ungt barnafólk, þá er nauðsynlegt að grípa til örþrifaráða. Ríkisstjórnin hin fyrri ábyrgðist án heimildar Alþingis allar innistæður á Íslandi í bankahruninu. Til þess notaði hún almannafé án heimildar til þess að tryggja innistæður umfram ca. 3 miljónir. Kostnaðurinn vegna þessa er óljós en talað er um 5-600 miljarða sem er að stærstum hluta Icesave parturinn sem fylgdi með í kaupunum. Í kjölfar hrunsins dældi ríkisstjórnin síðan 200 miljörðum inn í peningamarkaðssjóðina að því er virtist með leynd og aftur án heimildar Alþingis. Það er því búið að dæla í fjármagnseigendur um 800 miljörðum en á meðan er ekkert gert fyrir skuldarana. Ef við einföldum dæmið og segjum að helmingur þjóðarinnar séu fjármagnseigendur og helmingur skuldarar þá er búið að gefa 58000 fjölskyldum 13,8 miljónir króna af peningum úr ríkissjóði. Hvers eigum við hin 58.000 heimilin að gjalda sem að höfum tekið á okkur 6,9 miljónir í skuld aukalega í gegnum ríkissjóð en ekkert fengið í staðinn. Um leið og lögin um hópmálssókn eru farin í gegn þá verða skuldarar þessa lands að skoða það alvarlega að sækja ríkið til saka fyrir óráðsíuna sem viðgengist hefur. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hélt að viðskiptaráðherra væri hafinn yfir útúrsnúninga

Pistill Gylfa er eins og grein gömlu skólabræðra minna þeirra Jóns og Gauta útúrsnúningur og einföldun. Það er ekki eins og Gylfi hafi komið með einhverja betri tillögu aðra en að lengja í hengingarólinni og binda fólk í vistarbandi við húseignina.

Tökum aðra dæmisögu:

Í botnlangagötunni Gylfaflöt eru 5 hús. 1 fjölskyldan skuldar 5 miljónir næsta 10 þriðja 15 og svo koll af kolli. Fjölskyldurnar sem skulda 5 og 10 miljónir geta greitt af sínum skuldum þrátt fyrir að heimilisfaðirinn sem skuldar 5 miljónir sé atvinnulaus. Fjölskyldurnar sem skulda 15, 20 og 25 miljónir eru í greiðsluerfiðleikum. Við enda götunnar er síðan kjörbúð Simma þar sem að eru 2 starfsmenn og allar fjölskyldurnar versla. 

Simmi er kominn í vandræði þar sem að verslunin hefur dregist saman og hann verður hugsanlega að reka einn starfsmann. 

Íbúðalán allra 3 fjölskyldnanna (10, 15 og 25 miljóna skuldir) eru flutt úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju með 50% afslætti.  Nýi bankinn fékk því kröfur upp á 50 miljónir á 25 miljónir. Þessi lán eru síðan flutt yfir í íbúðalánasjóð sem greiðir fyrir 25 miljónir. 

Dæmið myndi ganga svona fyrir sig. Allir fá afskrifað 20% af höfuðstól.

 

Höfuðstóll510152025
20%48121620
Innheimt af íbúðalánasjóð  60
Upphafleg lán og verðmæti yfirtekinna lána 50
Afgangur    10

 

Hugsanlega er þetta ekki nægilegt fyrir einhverja af þessum fjölskyldum sem þyrftu þá á sértækum aðgerðum að halda. Þetta gerir líka þeim fjölskyldum sem gátu borgað hvort eð var kleift að versla meira í Simmabúð sem getur þá sleppt því að segja upp starfsmanni.

Frumskilyrðið er að gera fólki kleift að borga. Hvað gerist ef að fjölskyldurnar sem að skulda 15, 20 og 25 miljónir gefast upp? Húsin fara á uppboð, fasteignaverð hrynur og Simmabúð fer á hausinn. Fjölskyldurnar sem geta enn borgað horfa upp á hrynjandi fasteignaverð. Hver græðir á því?

      
      
      
    
   
      

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband