3 miljónir á mánuði = eðlileg laun

Hinar fáránlega háu verktakagreiðslur til skilanefndarmanna eru til skammar. Sjálftaka og ekkert annað. Flestir forstjórar væru fullsæmdir af svona launakjörum sem eru meira að segja hærri heldur en Gylfarnir Magnússon og Arnbjörnsson verða að gera sér að góðu. Gylfa Viðskiptaráherra finnst þetta samt sem áður alveg eðlileg laun þrátt fyrir að skilanefndirnar séu ekki búnar að komast að því hverjar skuldirnar eru eða gera nokkurn skapaðann hlut að því er virðist. Hætt við því að þegar tímakaupið er 15 þúsundkall að maður lesi aðeins hægar í gegnum búnkann og taki sér góðann umhugsunartíma áður en að rölt er fram að kaffikönnu og nælt sér í bolla.

Árangurstengdar greiðslur eru bráðnauðsynlegar í þessu tilfelli. Ekki aur til nefndanna fyrr en skuldastaðan liggur fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband