Hópmálsókn gegn ríkinu!

Þar sem að ljóst má telja að ekkert verði gert til að aðstoða skuldara þessa lands, að stærstum hluta ungt barnafólk, þá er nauðsynlegt að grípa til örþrifaráða. Ríkisstjórnin hin fyrri ábyrgðist án heimildar Alþingis allar innistæður á Íslandi í bankahruninu. Til þess notaði hún almannafé án heimildar til þess að tryggja innistæður umfram ca. 3 miljónir. Kostnaðurinn vegna þessa er óljós en talað er um 5-600 miljarða sem er að stærstum hluta Icesave parturinn sem fylgdi með í kaupunum. Í kjölfar hrunsins dældi ríkisstjórnin síðan 200 miljörðum inn í peningamarkaðssjóðina að því er virtist með leynd og aftur án heimildar Alþingis. Það er því búið að dæla í fjármagnseigendur um 800 miljörðum en á meðan er ekkert gert fyrir skuldarana. Ef við einföldum dæmið og segjum að helmingur þjóðarinnar séu fjármagnseigendur og helmingur skuldarar þá er búið að gefa 58000 fjölskyldum 13,8 miljónir króna af peningum úr ríkissjóði. Hvers eigum við hin 58.000 heimilin að gjalda sem að höfum tekið á okkur 6,9 miljónir í skuld aukalega í gegnum ríkissjóð en ekkert fengið í staðinn. Um leið og lögin um hópmálssókn eru farin í gegn þá verða skuldarar þessa lands að skoða það alvarlega að sækja ríkið til saka fyrir óráðsíuna sem viðgengist hefur. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Ragnar !

Oftsinnis; höfum við verið, á öndverðum meiði, um viðfangsefni ýmis, en þarna tek ég; heilshugar undir með þér.

Beztu þakkir; fyrir sköruglega grein, Guðmundur minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Theo

Flott nálgun

Theo, 25.3.2009 kl. 12:47

3 identicon

Ákvörðun um lágmarksábyrgð á innstæðutryggingum erlendra sparifjáreigenda í íslenskum bönkum var ákveðin fyrir mörgum árum með breytingu á lögum um Tryggingasjóð fjárfesta og innstæðueigenda. Icesave ábyrgðir eru skv. lágmarki skilgreindu í þeim lögum og tilskipun ESB svo engin ákvörðun síðustu ríkisstjórn jók þann kostnað né minnkaði.

Þar sem öll innlend innlán voru færð í nýju bankana reyndi aldrei á yfirlýsinguna um ótakmarkaða ábyrgð svo þar fór ekki króna.

Kíktu annars á þetta:

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=12480

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=12441

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=12478

Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:24

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Takk fyrir góðar kveðjur Óskar.

 Arnar: Hvernig voru nýju bankarnir fjármagnaðir, var það ekki með ríkisfé? Þar sem að bankarnir gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar þá hlýtur það á endanum að vera ríkið sem að tryggir innistæðurnae með framlagi sínu. Þess utan þá eigum við eftir að sjá það koma á daginn hvort að stjórninni var stætt á að veita innistæðueigendum búsettum á Íslandi betri kjör en þeim sem búsettir voru í Bretlandi í viðskiptum við sama banka.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 25.3.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Virt lögmannastofa hefur haft samband til að óska eftir að komast í samband
við lántakanda til að fara í prófmál gegn lánastofnun. Um gjafsókn yrði að
ræða en viðkomandi þarf að uppfylla skilyrði af þeim sökum (t.d. að vera
tekjulár, öryrki eða atvinnulaus). Atriði í lánasamning, aðdraganda
lánveitingar og aðgerðum lánastofnana geta verið vafasöm og væntanlega yrði
málsóknin byggð á slíku.

Vinsamlega sendið póst á heimilin@heimilin.is ef áhugi er fyrir aðild að
slíkri málsókn.

Þórður Björn Sigurðsson, 25.3.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband