Stærsta vandamál samtímans og framtíðarinnar

Mikið hefur verið rætt um hlýnun jarðar og þeirri hætt sem af henni stafar. Í þeirri umræðu hefur algerlega skort á umræðu um orsakir aukins kolefnaútblásturs. Á 100 árum hefur jarðarbúum fjölgað úr 1,5 miljörðum í 6,7 miljarða. Framhjá því verður ekki litið að gífurleg fólksfjölgun hefur sín áhrif á umhverfi okkar. Við þurfum 4x meira hreint drykkjarvatn. Við þurfum 4x meira eldsneyti til að elda mat og hita hýbýli. 

Við höfum á undanförnum áratugum gripið sífellt meira inn í gang náttúrunnar með þróunarhjálp og matarsendingum á hungursvæði. Með því höfum við raskað jafnvæginu í náttúrunni án þess að grípa til aðgerða á móti til að stemma stigu við fólksfjölgun með kynfræðslu og getnaðarvörnum. Kaþólska kirkjan er ein að stærstu hindrununum í Afríku til að mynda og á Indlandi eru það aldagamlar hefðir sem tóku mið af miklum ungbarnadauða og stuttum lífaldri. Kínverjar hafa þó amk. gripið til aðgerða eins og frægt er orðið.

Ef að þessi þáttur verður ekki hluti af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn geta menn allt eins sleppt því að halda ráðstefnuna. Ef að ekki verður gripið til aðgerða í þessum málum mun engu skipta að hverju verður stefnt í útblæstri. Fleira fólk þýðir meiri útblástur. 


mbl.is Attenborough vill draga úr fólksfjölgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það er allt eins hægt að kenna hnattrænni hlýnum um kreppuna en þá getum við ekki kennt Davíð um. Nema við kennum Davíð um hnattrænu hlýnunina.

Offari, 13.4.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: Loftslag.is

Þetta er mjög kjánaleg framsetning hjá þér Gummi minn. þá er ég að tala um:

Við höfum á undanförnum áratugum gripið sífellt meira inn í gang náttúrunnar með þróunarhjálp og matarsendingum á hungursvæði. Með því höfum við raskað jafnvæginu í náttúrunni án þess að grípa til aðgerða á móti til að stemma stigu við fólksfjölgun með kynfræðslu og getnaðarvörnum.

Það getur vel verið að góð hugsun liggi að baki þessu hjá þér, en mér er um og ó að sjá svona hugsunargang.

Loftslag.is, 15.4.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband