Samspillingin með allt niðrum sig

Hvað fæst eiginlega fyrir 4 miljónir? Nýtt viðhorf gagnvart útrásarfyrirtækjum? Fyrirgreiðsla í lóðabraski? Það er alveg klárt að sumir hafa verið að sukka með sjálfstæðismönnum. Mín skoðun er sú að þeir stjórnmálamenn sem að hafa þegið styrki af þessari stærðargráðu, segjum umfram 300 þúsund, eigi að víkja af framboðslistum fyrir þessar kosningar. Annað er móðgun við þjóðina.
mbl.is Styrkirnir vegna tveggja prófkjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmund sem forsætisráðherra

Svei mér þá ég held að eina vitið sé að gera Sigmund að forsætisráðherra. Við erum ekki í þeirri stöðu að við getum leyft okkur að setja góðhjartaða eldri konu í forsæti heldur þurfum við kraftmikið ungt fólk til að drífa hlutina áfram. Það fólk þarf auðvitað að vera þess umkomið að geta leitað ráða hjá gömlum refum en gömlu refirnir eiga að halda sig til hlés og leyfa yngri kynslóðum að taka við og taka af skarið. 
mbl.is Mikilvægustu kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta miðar hægt og örugglega áfram á meðan Samfylking dinglar snörunni.

Fylgið þokast upp á við og Borgarahreyfingin er hástökkvari könnunarinnar enda ekki skrýtið því að með því að vinna á í síðustu könnunum þá er fólk farið að trúa á að 5% múrinn verði rofinn. Það skilar fylgi trúlega frá VG. Það er ekki ólíklegt að VG byrji sína klassísku niðursveiflu á síðustu metrunum eins og oft áður.

Sá þennan yndislega kosningaborða frá Samfylkingunni inni á Eyjunni. Þar voru Guðbjartur Hannesson og Helgi Hjörvar (verðmiði 2 miljónir). Þar á eftir stöfluðust kosningaloforðin um lánalengingar, lánafrystingar, lægri greiðslubyrði og ég veit ekki hvað. Það sem er verið að dangla fyrir framan kjósendur er ný nælonsnara með helmingi lengri kaðli en sú gamla sem þeir eru að hengjast í í dag. Það eina sem gera á fyrir fólkið er að hækka vaxta og barnabætur sem er auðvitað gott og blessað. Ekkert er talað um að höggva að rótum vandans heldur felst lausnin í að láta börnin klára að borga af skuldafangelsi foreldranna. Ég vil hvetja alla til að kíkja á þessa umfjöllun sem skýrir vel hvernig leið Samfylkingarinnar og VG fer með heimilin.


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fá menn þetta til að koma heim og saman???

Björgvin og Árni segja að ESB verði fyrsta mál og forgangsmál og ófrávíkjanlegt mál í stjórnarmyndun eftir kosningar. Á sama tíma segir Atli Gíslason að ESB sé ekki á dagskrá og Katrín Jakobs segir að ekki sé hægt að setja skilyrði við stjórnarmyndunarviðræður.

Þetta segir okkur tvennt:

Samfylkingin ætlar að reyna að halda fylginu með því að keyra á ESB sem er eina málið sem að þau hafa skoðun á þrátt fyrir að hafa engin samningsmarkmið eða stefnu um annað en að sækja um. Þetta gæti bjargað þeim þar eð mesti glansinn er að fara af Jóhönnu og ESB gulrótin er heillandi fyrir þjóð sem að lifað hefur með sveiflukenndri krónu.

Hitt er að VG mun ekki hvika í andstöðu sinni við ESB en mun hinsvegar ekki standa föst á neinum baráttumálum í stjórnarmyndunarviðræðum.

Það er því  ljóst að VG skilur eftir bakdyr að ESB með því að segja að allt sé til sölu í stjórnarmyndun þeas að það sé ekkert sem að ekki er hægt að semja um.

Kjósendur eru engu nær.

 


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður dauðans

Hvur fjandinn er í gangi. Missti af leiknum og svo sér maður bara þessar fréttir. Menn hefðu betur æft vítaspyrnurnar.
mbl.is Everton lagði Man.Utd í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um heimilin


Sumir telja sig eiga meira í náttúruauðlindunum en aðrir!!!


Málþóf sjálfstæðisflokksins mun kosta 200 miljónir.

Það verður nánast öurugglega kosið aftur innan 2 ára.

Hefði ekki þeim peningum verið betur varið í stjórnlagaþing?


mbl.is Kosningar kosta 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaða úr kosningakompás mbl.is

Flokkur Samsvörun
Framsóknarflokkur (B) 85%
Samfylkingin (S) 85%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 81%
Borgarahreyfingin (O) 77%
Lýðræðishreyfingin (P) 73%
Sjálfstæðisflokkur (D) 70%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) 70%

Tími til kominn að vakna upp af draumnum/martröðinni

Álfheiður Ingadóttir er ekki af baki dottin fremur en fyrri daginn alltaf þarf að hnýta í álfyrirtækin. Hún og vinstri grænir auk ákveðins hluta Samfylkingarinnar hafa lifað í draumaheimi um að peningar og störf verði til úr engu. Ekki ólíkt frjálshyggjumönnunum sem héldu að þeir gætu ekki tapað á hlutabréfamarkaðnum. Leiðari DV lýsir firringunni sem sést best í framsetningu myndarinnar Draumalandið.  

Andri Snær Magnason rithöfundur dregur upp hjákátlega mynd af hjákátlegu landsbyggðarfólki í heimildarmynd sinni Draumalandinu sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. Andri birtir myndskeið af fögnuði Húsvíkinga og Reyðfirðinga yfir álversframkvæmdum, sem virðist fádæma heimskulegur í ljósi drungalegs boðskapar myndarinnar.

Sú skoðun að Íslendingar ættu að beita sér gegn verksmiðjum og „bara gera eitthvað annað“ skaut rótum í þjóðarsálinni á þeim tíma sem uppgangur í þjóðfélaginu var drifinn áfram af stórfelldum lántökum. Þjóðfélagið virtist vera ósigrandi. Allt gekk upp, þótt lítið væri reynt. Þegar allt kemur til alls var það sá hæfileiki Íslendinga að taka lán, taka áhættu, stunda spillingu og veðsetja verðmætin sem olli góðærinu síðustu ár. Út frá þessari forsendu, að allt kæmi af sjálfu sér, spratt hugmyndin um að Íslendingar gætu auðveldlega sleppt því að framleiða verðmæti, án sérstakra afleiðinga. Öfgar afturhaldssinna spretta úr hinu firrta samfélagi, rétt eins og frjálshyggjustefna Sjálfstæðisflokksins á sama tíma.

Margt fólk úti á landi dreymir um að starfa við eitthvað annað en sjávarútveg eða sauðfjárrækt, en verður að horfa upp á drauma sína dofna út eða flytja burt. Ólíkt því sem margir náttúruverndarsinnar halda fram gat fólk á Reyðarfirði ekki ákveðið að vinna bara við eitthvað. Í frjálsu hagkerfi verður einhver að vilja borga fyrir vinnuna. Blind trú á því að álver leysi allt er skaðleg, en trúin á að sprotar spretti sjálfkrafa um víðan völl óháð markaðslögmálum er engu betri.

Útsýnið frá Austurvelli er mjög takmarkað. Það sýnir ekki fábreytileikann í atvinnumálum margs landsbyggðarfólks. Andri Snær hæðist að fögnuði fólksins, sem sá drauma sína rætast um að brjótast út úr einhæfni fiskvinnslu. Skilaboð hans til landsbyggðarfólksins eru í grófum dráttum: Þið getið bara gert eitthvað annað. Líkt og fólkið hafi ekki reynt það sem minnsti grundvöllur var fyrir. Viðhorfið gagnvart fólkinu minnir um margt á meint viðbrögð Frakkadrottningarinnar Marie Antoinette við bón múgsins um brauð: „Geta þau ekki bara borðað kökur?“

Öfgafullir náttúruverndarsinnar og frjálshyggjumenn byggja kröfur sínar á þetta-reddast-hagfræði. Nýtt Ísland verður að hreinsa sig af kæruleysinu og firringunni, hvort sem hún stafar af draumórum frjálshyggjumanna um lánadrifna velgengni eða draumórum um sjálfkrafa velferð án auðlindanýtingar. Sjálfshjálp lánlausrar þjóðar felst í ábyrgri verðmætasköpun. Þetta reddast ekki bara.

Vinstri Grænir og Andri Snær þurfa að endurskoða sín viðhorf í atvinnumálum. Þau eru nefnilega svo fjandi mikið 2007.


mbl.is Varar við fjárhagsstöðu Century
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband