Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.4.2007 | 16:33
Bréf Þjórsárbænda til einskis???
Er ekki öllum ljóst að það að draga virkjun Þjórsár inní íbúakosningar í Hafnarfirði var tóm vitleysa. Hafnfirðingar voru aldrei að kjósa um verndun neðri hluta Þjórsár því þessir virkjunarkostir munu verða nýttir fyrr eða síðar. Að vísu kom síðar í ljós að bréfið var einungis undirritað af tveimur aðilum sem eiga land að Þjórsá og að flestir ábúenda yrðu virkjunum fegnir þvi það myndi þýða betri landnýtingu.
Svona er lýðskrumið á Íslandi í dag.
![]() |
Fornleifarannsóknir vegna nýrra virkjana í Þjórsá hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2007 | 07:52
Stalínísk kosningatrix?
Það ætti nú að vera tiltölulega auðvelt að ganga úr skugga um þetta. Flutningar til og frá sveitarfélaginu eru skráðir og ef óeðlileg aldurssamsetning og fjöldi kemur fram í skoðun á því er auðvitað eitthvað gruggugt á seyði. Ef t.d. 350 manns á aldrinum 18-45 ára fluttu úr 101 Reykjavík til Hafnarfjarðar án þess að því fylgdu börn eða fjölskyldur segir það sig sjálft að ekki er allt með felldu. Það er ljótt ef satt er að vinstri menn séu að nota gömul kommabrögð til að ná fram vilja sínum. En við spyrjum að leikslokum. Saklausir uns sekt er sönnuð. Svona eins og í Baugsmálinu.
![]() |
Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2007 | 17:58
Óskammfeilnari en Aetíus
![]() |
Mikilvægur áfangi í náttúruverndarbaráttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2007 | 15:58
VG málsvarar verkalýðsins eða menntaelítunnar?
Það hefur verið undarlegt að hlusta á málflutning VG síðustu vikur. Þegar talið snýst um stóriðju og aðra atvinnumöguleika þá er einkaframtakinu hampað og á að skapa öll þau störf sem þörf er á með sprotafyrirtækjum (annað af tveim tískuorðunum hitt er stóriðjustopp). Þegar talið snýst hinsvegar að mennta og velferðamálum súpa VG menn hveljur þegar minnst er á einkavæðingu. Það var áhugavert þegar Margrét Pála kom í dag í Silfur Egils og hélt því fram að staða kvenna og launakjör myndu einungis batna ef hægt væri að frelsa þær úr viðjum ríkisbáknsins. Einkavæðing í mennta og heilbrigðiskerfinu myndi auka frelsi stjórnendanna til að stýra stofnunum sínum og starfsfólki á sem hagkvæmastan hátt. Guðfríði Lilju og lagsbróður hennar Ögmundi kerfiskarli Jónassyni hrýs hugur við slíkum framkvæmdum og fór Guðfríður einmitt undan í flæmingi því ekki gat hún hafnað hugmyndum Margrétar Pálu en þó ekki fallist á þær.
Það eru því farnar að koma sprungur í fylkingar VG manna. þar virðast menn skiptast í tvær eða jafnvel þrjár fylkingar með gömlu verkalýðssinnana í einu horni og róttæku umhverfissinnana úr menntaelítunni sem býr í 101. Það var áhugavert að sjá Pétur Tyrfingsson kvarta yfir því að flokksfélagar hans væru að svíkja verkalýðinn í álverskosningunum og með því væri annar armurinn að berja á hinum. Þarna virðast VG vera að gefa höggstað á sér sem spurning er hvort að andstæðingarnir nýta sér það til að deila og drottna.
1.4.2007 | 09:47
Hafnfirðingar sáu í gegnum "blöff" Alcan
...en var Alcan kanski ekki að blöffa???
Hafnfirðingar höfnuðu deiliskipulaginu sem gerði ráð fyrir stækkun Alcan í gærkvöldi með 88 atkvæðum. Nú er spurningin hvort að 50,06% Hafnfirðinga sem mættu á kjörstað hafi verið klókir pókerspilarar og lesið sín spil rétt eða hvort að þeir hafi spilað rassinn úr buxunum. Spá Seðlabanka Íslands sem mikið var talað um í vikunni gerði ráð fyrir talsverðu atvinnuleysi á næstu árum eða allt að 5000 manns. Spurningin er hversu auðvelt verður fyrir starfsmenn Alcan að fá nýja vinnu þegar að því kemur að loka fyrirtækinu eins og nú virðist blasa við. Ég er hræddur um að Hafnarfjörður verði klofinn lengi ekki síst ef til þess kemur að yfir 200 Hafnfirðingar verði atvinnulausir vegna atkvæða nágranna sinna. Slíkt ástand í bænum yrði skelfilegt. Nú reynir á hvort að starfsmenn Hagfræðistofnunar hafi eitthvað fyrir sér í því að störf skapist fyrir þetta fólk svo ekki þurfi til þessa að koma.
31.3.2007 | 19:24
Veltur á hnífsegg
![]() |
Fylkingar nánast jafnar samkvæmt fyrstu tölum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2007 | 13:31
Spenntur fyrir niðurstöðunni
![]() |
Kosið um framtíð álversins í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2007 | 21:48
MR sigrar í gríðarspennandi keppni
MR-ingar nýttu sér vel sínar sterku hliðar sem eru hraðaspurningarnar. Hinsvegar var eins og það vantaði "killer instinctið" þegar í bjölluna og vísbendingaspurningarnar kom og MK-ingar uxu að sjálfstrausti með hverju réttu svari. Það var því mikið átak sem þurfti til að rífa sig upp og ná að koma til baka en það kom síðan ekki á óvart þegar MR vann bráðabanann því liðið sem var yfir er venjulega enn að svekkja sig á að hafa ekki unnið og er því oft ekki með nægilega einbeitingu til að klára dæmið á meðan þeir sem jöfnuðu eru miklu stuði.
Annars var þetta glæsilegt hjá drengjunum og ég óska þeim hjartanlega til hamingju með sigurinn. Einnig vil ég óska MK-ingum til hamingju með góða keppni því þeir komu mér sannarlega á óvart.
Einu sinni MR-ingur ávalt MR-ingur
![]() |
MR-ingar höfðu betur í Gettu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2007 | 21:29
Ágætu Hafnfirðingar
Á morgun gangið þið að kjörborðinu til að greiða atkvæði um deiliskipulagstillögu sem varðar stækkun Álversins í Straumsvík. Fyrir 46 árum síðan opnuðu erlendir aðilar augun fyrir því að á Íslandi væri hægt að fá raforku til að nota til að rafgreina ál úr súráli. Fjölmargir aðilar komu að máli við íslensk stjórnvöld um að fá að byggja hér álver en margir hverjir voru þeir gerðir afturreka því að þeir voru ekki tilbúnir að greiða nægilega hátt orkuverð til þess að hægt væri að byggja og reka Búrfellsvirkjun með hagnaði. Að lokum fór þó svo að Alusuisse byggði hér álver í Straumsvík við Hafnarfjörð en Hafnarfjörður var síður en svo eini staðurinn sem var inni í myndinni. Geldinganes og Gáseyrar við Eyjafjörð voru staðsetningar sem komu fullt eins vel til greina á sínum tíma.
Hafnfirðingar urðu þeirra gæfu aðnjótandi að álverið var byggt í Straumsvík á tímapunkti þegar atvinnulíf á Íslandi var í lamasessi eftir síldarbrestinn og mikil atvinna skapaðist bæði við byggingu og seinna við rekstur álversins. Ég þekki persónulega allnokkra starfsmenn sem bæði unnu við bygginguna og hófu síðan störf við álverið og að þeirra sögn var tilkoma þess alger bylting í atvinnumálum í Hafnarfirði.
Síðan þá eru liðin mörg ár en alltaf hefur Ísal verið einn af hornsteinum atvinnulífsins í Hafnarfirði og fyrir utan þau störf sem voru innan fyrirtækisins sótti Ísal, og gerir enn ,mikla þjónustu til fyrirtækja í Hafnarfirði. Flestir starfsmenn sem hefja störf í Straumsvík ílengjast þar og þó að flestir þeirra sem hafa verið með frá byrjun séu komnir á eftirlaun finnast þeir enn þeir menn sem hafa unnið í Straumsvík í 36 ár. Þessi hái starfsaldur og lág starfsmannavelta hljóta að teljast meðmæli með vinnustaðnum enda eru störfin í Straumsvík vinsæl og eru til dæmis sumarstörfin sérstaklega umsetin af ungum námsmönnum sem margir koma ár eftir ár. Sjálfur komst ég í kynni við álverið á þennan hátt sem sumarstarfsmaður.
Álverið stendur í dag á tímamótum. Grunnframleiðslueiningar álversins, rafgreiningarkerin, eru að verða um 40 ára gömul og við þekkjum þetta öll sem eigum gamlan bíl að með aldrinum eykst viðhald, vélin missir afl og orkunýtingin versnar. Þrátt fyrir góðan rekstur á undanförnum árum þar sem hið frábæra starfsfólk á stærstann þátt í velgengninni er þegar farið að sjá fyrir endan á veru álversins í Straumsvík. Það sem ræður lífi og dauða hvers álvers er framleiðslukostnaður á hvert tonn af áli. Eins og staðan er í dag þá er þetta ekki vandamál því heimsmarkaðsverð á áli er hátt og jafnvel óhagkvæmar verksmiðjur geta treint lífið áfram í slíkum markaðsaðstæðum. Ef spár sérfræðinga ganga hinsvegar eftir mun álverð lækka á ný og ná etv. niður í 1500 dollara á tonn sem myndi þýða að tekjur álversins umfram útgjöld yrðu litlar á meðan önnur álver með nýlegri búnað gætu enn skilað nokkrum hagnaði. Það er þessi aðstaða sem stækkunin á að ráða bót á. Fyrir utan sjálfa stærðarhagkvæmnina er verið að tala um kertækni frá 21 öldinni sem gerir það að verkum að hægt er að framleiða hvert tonn á mun ódýrari hátt. Þetta er það sem álverið þarf til að tryggja áframhaldandi starfsemi og án stækkunar er klárt að álverið verður ekki rekið til frambúðar.
Engin framkvæmd er án fórna og svo er því farið með stækkun álversins eins og aðrar. Stækkunin krefst landrýmis, rafmagns og raflína auk bygginga. Allt hefur þetta sín umhverfisáhrif en hafa ber í huga að varðandi virkjanirnar er það klárt að þessar þrjár virkjanir sem fyrirhugað er að byggja verða byggðar hvernig sem fer í þessum kosningum. Þær eru hreinlega of hagkvæmar til að sleppa því og það hefur jafnvel Steingrímur J viðurkennt. Raflínur verða lagðar samsíða eldri línum og eldri línum jafnvel skipt út í þeirra stað. Aðkoman að álverinu verður niðurgrafin og raflínurnar því ekki sjónmengun á því svæði. Byggingasvæðið er við hlið núverandi kerskála og eykur einungis takmarkað á sjónmengun af álverinu auk þess sem að Reykjanesbrautin flyst lengra frá álverinu.
Mengun frá álverinu eykst við stækkun þess eins og búast mátti við. Hinsvegar er vert að benda á að mengun á framleitt tonn minnkar verulega með bættri tækni og að mengunin verður helmingi minni hvað varðar flúor en hún var árið 1990 en þá framleiddi álverið 100.000 tonn af áli.
Nokkuð hefur verið rætt um hnattræn áhrif vegna stækkunarinnar og þá sérstaklega gróðurhúsalofttegundir. Sumir hafa haldið því fram að verið sé að flytja súrál langar leiðir frá löndum sem hafi næga orku til að framleiða ál úr því sjálf og með því stuðla að frekari hnattrænni mengun. Staðreyndin er sú að súrálið sem í dag kemur til Straumsvíkur er að mestu leyti frá Írlandi og afgangurinn kemur frá Bandaríkjunum. Hvorugt þessara landa hefur endurnýjanlega orku aflögu til að annast fullvinnsluna og því er flutningur súrálsins nauðsyn. Einnig má benda á það að helsta svæðið fyrir uppbyggingu álframleiðslu er í dag við Persaflóann þar sem jarðgas er notað sem orkugjafi með tilheyrandi koltvísýringsmengun.
Framkvæmdin er hinsvegar ekki án kosta heldur. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar af álverinu eftir stækkun eru 800 miljónir króna á ári. Þar eru ekki teknar með útsvarstekjur starfsmanna og ekki heldur tekjur birgja álversins í Hafnarfirði. 350 ný störf munu skapast í álverinu fyrir bæði tæknimenntað fólk og verkafólk auk annara afleiddra starfa.
Valið er ykkar Hafnfirðingar. Á annan bóginn framsækinn Hafnarfjörður með öflugt atvinnulíf og á hinn bóginn Hafnarfjörður með óvissa framtíð. Að lokum vil ég óska ykkur og öðrum góðrar helgi.
30.3.2007 | 11:43
Real Madrid Hvað!!!
![]() |
Manchester United er verðmætasta knattspyrnufélag heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |