Stalínísk kosningatrix?

Það ætti nú að vera tiltölulega auðvelt að ganga úr skugga um þetta. Flutningar til og frá sveitarfélaginu eru skráðir og ef óeðlileg aldurssamsetning og fjöldi kemur fram í skoðun á því er auðvitað eitthvað gruggugt á seyði. Ef t.d. 350 manns á aldrinum 18-45 ára fluttu úr 101 Reykjavík til Hafnarfjarðar án þess að því fylgdu börn eða fjölskyldur segir það sig sjálft að ekki er allt með felldu. Það er ljótt ef satt er að vinstri menn séu að nota gömul kommabrögð til að ná fram vilja sínum. En við spyrjum að leikslokum. Saklausir uns sekt er sönnuð. Svona eins og í Baugsmálinu.Wink


mbl.is Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú full langt gengið að ásaka menn um þetta án þess að færa fyrir því rök.  En segðu mér Gummi, hversvegna nefnir þú þarna vinstrimenn?  Ég hef ekki séð þetta áður stillt þannig upp að þetta séu vinstri/hægri fylkingar.  Og í hvað ertu að vísa þegar þú segir "gömlu kommabrögðin"?

Mér sýnist þessir sem kalla sig Hagur Hafnarfjarðar vera brunnmígar af verstu gerð, og þú tekur undir þetta...usss. 

Hafþór Örn (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 09:31

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Hafþór

Var að sjá færslu hjá Jóhönnu Dalkvist þar sem hún segir að þau hafi fengið upplýsingar um þetta á laugardaginn og ætlað að skoða málið í ró og næði en einhver hafi lekið þessu í fjölmiðlana sem komu þá og spurðu Hag Hafnarfjarðar út í málið. 

Auðvitað eru margir flokkar klofnir nema einn að því er virðist. VG hafa lagst á bak við andstæðingana og það eru þeir sem ég er að vísa í en ekki Samfylkingin. Gömlu kommabrögðin er einfaldlega vísun í hvernig Stalín stundaði sína kosningabaráttu. Einu sinni vann hann með 113% greiddra atkvæða.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.4.2007 kl. 10:31

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Svo er líka alltaf gaman að samsæriskenningum í garð þeirra sem telja sig hafa einkarétt á að saka aðra um spillingu. Það kryddar tilveruna aðeins. Annars tek ég þessu með fyrirvara þangað til eitthvað haldbært kemur í ljós. Það er vonandi að Hafnarfjörður verði ekki Flórída Íslands.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.4.2007 kl. 11:03

4 identicon

113% hljómar nú ekki svo illa hehe.  Mér sýnist nú samkvæmt bænum sjálfum að íbúum hafi fjölgað um 426 frá 1. des 2006 til 29. mars 2007.  Sýnist þetta vera í fullu samræmi við þróun síðust ára. Sjá hér.

Samsæriskenningar þurfa að innihalda smá hálfsannleika svo það sé gaman að þeim. Þeir sem kalla sig Hagur Hafnarfjarðar ættu að snúa sér að öðru en að ásaka Hafnfirðinga um svindl, annars breytist þetta í hálfgerðann Hafnarfjararbrandara.

Það er hellingur af sóknarfærum í Hafnarfirði, og það er ekki útséð með að álverið eigi eftir að stækka.  Það gerir það bara ekki á þessu kjörtímabili.  Ef forsendurnar breytast (atvinnuleysi, kreppa eða álíka) þá er ekkert því til fyrirstöðu að athuga með stækkun aftur.

Hafþór Örn (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 11:26

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sól í Straumi hefur klifað á því að þau séu þverpólitísk samtök. En auðvitað kemur yfirgnævandi meirihluti andstæðinga stækkunarinnar frá vinstriflokkunum tveimur. En það koma líka einhverjir frá stjórnarflokkunum þannig að ekki er beinlínis hægt að segja að samtökin fari með ósannindi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 11:51

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Var ekki Sól í Straumi með samvinnu gegn stækunninni? ekki er óeðlilegt að mönnum dettur VG í hug varðandi þetta mál þar sem VG var eini stjórmálaflokkurinn sem beitti sér í málinu, en það sel ég hinsvegar ekki dýrara en ég keypti það.

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 13:04

7 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Hafþór

Að vísu stendur þarna að reiknað sé með 5-700 manna aukningu á ári og jafnvel eitthvað meira. Á síðustu fjórum mánuðum hefur því komið nærri 71% af heildarársfjölguninni í stað 33%. Á þessu sama tímabili er fjöldi þinglýstra kaupsamninga í Hafnarfirði lægri en á sama tímabili í fyrra en þó hærri en árið þar áður. Að vísu er fjölgunin í Hafnarfirði á síðasta ári rúmlega  1200 manns þannig að ofangreind breyting þarf ekki að vera óeðlileg. Það er annars mjög lítið mál fyrir Hagstofuna að kíkja á þetta og sjá hvort eitthvað er tölfræðilega óeðlilegt við þetta. Held að það væri betra fyrir alla því þegar er svona lítill munur þá eru menn tilbúnir að trúa öllum fjandanum.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.4.2007 kl. 13:16

8 identicon

Þetta er beinlínis hlægilegt af þér að halda að þetta sé svona einfalt...Segjum að þetta sé rétt að svona margir hafi flutt í Fjörðinn bara til að kjósa....Hvað veist þú þá um hvort þeir gerðu það til að kjósa með eða á móti...þetta eru nú einu sinni leynilegar kosningar...annars er það nú víst komið upp úr krafsinu að fólksfjölgun var alveg eðlileg í Hafnarfirði fram að kosningunum svo þetta fellur um sjálft sig...

Menn verða nú að kunna að tapa með smá reisn...að væna andstæðingana um svindl...ekki hægt að leggjast mikið lægra!

Gs (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 13:21

9 identicon

Gummi, það sem ég var að benda á er að þetta sem HH (Hagur Hafnarfjarðar) sagði með að 700 manns hafi flutt lögheimili sitt til Hafnarfjarðar, eingöngu til að kjósa gegn stækkun (heimild), er mjög hæpin.  Sérstaklega í ljósi þess að síðustu 4 mánuði hafa "bara" flutt 426 manns til bæjarins.  Þetta samsæri hefði því þurft að byrja fyrir að minnsta kosti einu ári ef það hefði átt að lukkast.

Ég held að HH sé þarna vísvitandi að fara með lygar til að koma höggi á þá sem þeir börðust við.  Mér finnst þetta afar óheiðarlegt.  Ég tek undir með Gs og segi að menn verða að kunna að tapa með smá reisn.

En þetta með vinstri, hægri og þessa kosningu þá finnst mér ekki rétt að skipta þessu svona upp.  Ég er td. vinstrimaður (VG) og er með stækkun, foreldrar mínir eru frekar hægri en vinstri en voru á móti stækkun.

Þú nefndir í upphafsinnlegginu að þetta væru "gömul kommabrögð" að svindla í kosningunum.  Nú virðist vera sem þetta sé meira í ætt við "gömul kapítalísk brögð", var það ekki Nixon sem sagði "let them deny it" þegar hann var nýbúinn að smyrja smjörklípum á andstæðingana?

Kveðja.

Hafþór Örn (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 13:53

10 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Alveg sammála þér með það Hafþór að þessi tala 700 er örugglega úr lausu lofti gripin. Talan er heldur ekki komin frá HH heldur tjáði sig einhver við HH og síðan fjölmiðlana með þessa tölu. HH ætluðu nú bara að melta þetta í rólegheitunum en fjölmiðlarnir byrjuðu auðvitað á því að spyrja þá út í málið. Það hefði nú heldur ekki þurft nema 89 til að trixið lukkaðist.

Hvað varðar dreifinguna þá er hún ekki auðvitað ekki hrein vinstri hægri dreifing en ef maður hugsar Samfylkinguna sem vinstri-miðju flokk þá eru bara VG eftir og ég reikna ekki með mörgum stuðningsmönnum álversins í þeirri fylkingu nema þá kanski þeim sem vinna í Straumsvík.

Talandi um Nixon sem var nú ekki barnanna bestur þá varð hann einmitt "meint" fórnarlamb kosningasvindls árið 1960 þegar hann tapaði fyrir Kennedy mjög í stíl við Al Gore síðar meir. Hinsvegar er tilvitnunin góð og það er spurning hvort að Sólarmenn komi sterkar út með því að neita ásökunum eða leiða þær hjá sér.

Gs

Hagstofan hefur meiri upplýsingar um þig en þú heldur. Hún getur auðveldlega borið saman og farið yfir flutningana. Td. gæti hún athugað hvort það sé óeðlilega hátt hlutfall þessara 426 sem hefði flutt inná aðra fjölskyldu þá væntanlega í þeim eina tilgangi að kjósa. Ef um slíkt væri að ræða þá er kjörskráin ógild og það skiptir í raun og veru ekki máli hver  hefði svindlað.  Endurtaka þyrfti kosninguna og miða við td. 1 janúar. Það sem mér finnst hinsvegar mikilvægast í málinu er að það verði tryggt að ekki sé hægt að véfengja kosningarnar. Það er besta leiðin til að Hafnfirðingar geti sæst á niðurstöðuna og haldið áfram.  

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.4.2007 kl. 15:16

11 identicon

Það er alveg rétt hjá þér að hagstofan getur kannað ýmislegt og það veit ég vel. Hins vegar er ég að gagnrýna hvernig þú setur hlutina fram...."kosningatrix" og "eitthvað gruggugt á seiði " hjá þeim  sem eru andvígir stækkun!....Það getur bara alveg eins verið að eitthvað gruggugt sé á seiði hjá þeim  sem eru fylgjandi stækkun og að þeir séu að hópast til Hafnarfjarðar til þess að kjósa. Enginn veit hvaða skoðun þeir sem  flutt hafa nýlega í Hafnarfjörð hafa á stækkun Álvers...Hagstofan skráir ekki niður stjórnmálaskoðanir eða viðhorf til stækkunar Álvers!

Þú talar ekki um þetta í hlutlausu samhengi í færslunni að ofan heldur ert með þá hugmynd í kollinum að hugsanlega hafi þeir sem  eru fylgjandi stækkun svindlað...Bakkaklór tapsárra!

Gs (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:32

12 identicon

Í neðstu setningunni átti auðvitaða að standa andvígir  stækkun en ekki fylgjandi.

Það er alveg rétt hjá þér að hagstofan getur kannað ýmislegt og það veit ég vel. Hins vegar er ég að gagnrýna hvernig þú setur hlutina fram...."kosningatrix" og "eitthvað gruggugt á seiði " hjá þeim  sem eru andvígir stækkun!....Það getur bara alveg eins verið að eitthvað gruggugt sé á seiði hjá þeim  sem eru fylgjandi stækkun og að þeir séu að hópast til Hafnarfjarðar til þess að kjósa. Enginn veit hvaða skoðun þeir sem  flutt hafa nýlega í Hafnarfjörð hafa á stækkun Álvers...Hagstofan skráir ekki niður stjórnmálaskoðanir eða viðhorf til stækkunar Álvers!

Þú talar ekki um þetta í hlutlausu samhengi í færslunni að ofan heldur ert með þá hugmynd í kollinum að hugsanlega hafi þeir sem  eru andvígir stækkun svindlað...Bakkaklór tapsárra!

Gs (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:38

13 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Gs

Sá á Hag Hafnarfjarðar að það eru fjölmiðlarnir sem hafa blásið málið upp. Það er svosem ekkert nýtt fyrir Hag Hafnarfjarðar að lenda í slíku en eflaust nýtt fyrir Sól í Straumi. Um er að ræða nafnlausa ábendingu til Hags Hafnarfjarðar og fjölmiðlanna. Fjölmiðlarninr ruku beint í að spyrja forsvarsmenn HH um þeirra viðbrögð. HH ætlaði einungis að skoða málið í ró og næði áður en nokkuð yrði ákveðið og þar á meðal hvort einhver fótur væri fyrir þessu. Síðustu meldingar hljóma á þá leið að það sé ólíklegt en Hafnarfjarðarbær hefur beðið Hagstofuna um yfirlit fyrir janúar til mars til að ganga úr skugga um þetta.

Hvað varðar það um hvort að Hagstofan þurfi að vita hvað menn kusu þá er það ekki rétt. Í úrskurði frá félagsmálaráðuneyti um kosningar í Austur Eyjafjallahreppi 1998 þá kemur eftirfarandi fram.

Miðað við fyrrgreind ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, sbr. lög um lögheimili
nr. 21/1990, verður því að telja að efnislegar forsendur verði að liggja að baki tilkynningum um breytingar
á lögheimilisskráningu. Efnislega röng lögheimilisskráning getur þannig leitt til þess að notuð verði röng
kjörskrá við kosningar. Verða slík vinnubrögð ætíð talin ámælisverð og geta þau leitt til ógildingar
kosninga. (http://www.kosningar.is/media/kosningar2006/30.10.1998_Austur_Eyjafjallahreppur.pdf)

Kosningarnar enduðu með 12 atkvæða mun og kærðu tveir aðilar lögheimilisflutning 13 manna. Við rannsókn sýslumans kom í ljós að um helmingur þeirra 13 hefði flutt eðlilega í sveitarfélagið og þar sem slíkt hefði ekki verið nægilegt til að breyta úrslitum voru þau látin standa. Í raun er því nægilegt að sýna fram á að 88 hafi flutt óeðlilega í Hafnarfjörð til að kosningarnar teljist ógildar og þá skiptir engu máli hvort að menn kusu eitt eða annað. Möguleikinn á því að þessir aðilar hefðu getað haft áhrif á úrslitin er nægilegt.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 2.4.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband