Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.3.2007 | 21:38
"WAR"
![]() |
Bretar falast eftir stuðningi öryggisráðsins í deilunni við Írani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2007 | 12:11
Nostradamus Íslands
Fyrst Davíð er svona spáspakur, ætli hann hafi þá vitað fyrirfram að ekki voru gjöreyðingarvopn í fórum Saddams?
Það minnsta hefði nú verið að láta Bush vita
![]() |
Davíð Oddsson: stýrivextir væntanlega lækkaðir á fjórða ársfjórðungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2007 | 20:09
Bergur - Landverndarmaður á villigötum
Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann hvetur til þess að allt ál verði framleitt í þróunarlöndunum. Hans helstu röksemdir eru þær að hægt sé að fá vatnsorku nær báxítnámunum og því hægt að losna vil flutningana til Íslands og þar með spara gróðurhúsalofttegundir.
Bergur er væntanlega að skrifa gegn stækkun álversins í Straumsvík ef ég les tímasetningu greinar hans rétt. Hann ætti að kynna sér það að um 70% þess súráls sem til Straumsvíkur kemur er frá eyjunni grænu Írlandi þaðan sem sumir halda að sé engin stóriðja heldur bara ferðamennska og þekkingariðnaður. Afgangurinn kemur síðan frá Bandaríkjunum.
Önnur staðreynd er sú að álverið í Straumsvík er í fremstu röð í heiminum við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda með nærri helmingi minni losun en meðaltal álvera í heiminum. Trúlega væri sá mismunur margfalt meiri en sá útblástur sem verður til við að flytja súrálið til Íslands. Bergur gleymir því líka að það þarf að flytja fullunnið álið til Bandaríkjanna eða Evrópu hvort eð er því þar fer úrvinnslan fram og hann er því einungis búinn að spara tæpan helming á því að flytja bara álið í stað súrálsins.
Í dag er staðan þannig að stór hluti þeirra álvera sem er í byggingu er við Persaflóann og verður rekinn með gasaflsstöðvum. Nú reikna ég með því að sá bruni sé skárri en að framleiða rafmagn með olíu en stenst þó varla samanburð við vatnsorkuna. Það er alveg rétt hjá Berg að það er umtalsverð álframleiðsla í Brasilíu auk þess sem álver eru í Argentínu og Venezuela. Í Brasilíu, Venezuela og Surinam er einnig umtalsverð framleiðsla á súráli en sú framleiðsla er líka orkufrek og hluti af þessari framleiðslu notar kol og olíu sem orkugjafa en ekki vatnsorku. Það virðist þvi ekki vera nein ósköp af vatnsorku á lausu í Suður Ameríku og samkvæmt Alcoa forstjóranum virðist hún vera dýr. Þar er væntanlega verið að borga fyrir nálægðina við súrálsvinnsluna.
Bergur kemur síðan inná punkt sem mér finnst alltaf jafn fyndinn. Rafmagn fyrir tölvuver. Ef það er ekki að selja sig ódýrt þá veit ég ekki hvað. Hafa menn eitthvað hugsað útí það hversu marga starfsmenn þarf til að þjónusta svona tölvuver? 5 eða 10. Það hleypur varla á tugum amk. 5 tölvunarfræðingar á móti 800 starfsmönnum í álveri. Það sjá allir hver hin þjóðhagslega hagkvæmni liggur í því.
Bergur hittir loksins naglann á höfuðið þegar hann talar um endurvinnslu á áldósum. Slík endurvinnsla er gulls ígildi því trúlega enginn málmur er jafn auðveldur í endurvinnslu og ál. Sóun Bandaríkjamanna á áldósum er heiminum víti til varnaðar og verðugt verkefni að takast á við.
Inn vari gestur,
er til verðar kemur
þunnu hljóði þegir,
eyrum hlýðir,
en augum skoðar.
Svo nýsist fróðra hver fyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 07:04
Rothögg fyrir Sól í Straumi? Raflínur lagðar í jörð
Eftirfarandi frétt birtist í gærkvöldi í sjónvarpsfréttum og á vef Alcan.
Raflínur í jörð við Vallarhverfið
Línumannvirki við Vallarhverfið í Hafnarfirði verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennustöðvarinnar við Hamranes samkvæmt nýju samkomulagi milli Landsnets og Alcan. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða settar í jörð við Kaldárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum eingöngu þjónusta íbúabyggð á svæðinu. Hafnarfjarðarbær mun ekki bera kostnaðinn af breytingunum en þær eru háðar því að stækkun álversins verði að veruleika, enda eru aukin raforkukaup álversins forsenda þess að breytingin verði. Með samkomulaginu er komið mjög til móts við óskir bæjaryfirvalda og íbúa á svæðinu, sem hafa m.a. óskað eftir því að fá raflínur í jörð þar sem hægt er að koma slíku við.
Þær raflínur sem liggja munu að álverinu eftir breytingu verða mun fjær byggðinni en nú er. Byggð verður ný spennistöð við Hrauntungur, á landsvæði sem ráðgert er að verði framtíðariðnaðarhverfi Hafnarfjarðar, en að hinni nýju spennustöð verður ein loftlína frá Hamranesi. Vegna aukinna raforkuflutninga til álversins þarf að bæta við einni raflínu í flutningskerfi Landsnets (Kolviðarhólslínu 2) sem liggja mun ofan af Hellisheiði samhliða Búrfellslínu 3 að nýrri spennistöð við Hrauntungur. Flutningsgeta Búrfellslínu 3 verður einnig aukin og umhverfisrask þannig lágmarkað.
Spurning hverju Sólarmenn þurfa að snúa sér að núna. Við þetta snarminnkar sjónmengun og þá sérstaklega hjá íbúum Vallahverfis sem losna við línurnar úr sínu næsta nágrenni.
Mér var annars bent á grein eftir Benedikt Jóhannesson forstjóra Talnakönnunar í 11. tölublaði Vísbendingar. Hann bendir á að munurinn á því að stækka eða ekki stækka álverið sé nær 12-13 miljörðum en ekki 3-4 miljörðum eins og Hagfræðistofnun heldur fram.
Já er málið 31. mars.
27.3.2007 | 21:36
Nei nei og aftur nei
Það er mikið um neikvæðni í Hvíta húsinu þessa dagana. Þetta setur væntanlega tóninn fyrir afganginn af stjórnartíma Bush. Þetta þýðir það að fátt mun gerast á þeim tíma nema fylkingarnar komist að samkomulagi um það.
Hmm. Líklegt
![]() |
Hvíta húsið ítrekar fyrirheit um að beita neitunarvaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2007 | 20:29
Við viljum jafnrétti - Sótt að síðasta vígi karlmanna
Í ljósi líflegrar umræðu um jafnrétti að undanförnu og ekki síst hér í bloggheimum ákvað ég að gera smá naflaskoðun. Nú hleypur hér hver kvenréttindakonan af annarri upp til handa og fóta og fordæmir launaleynd og misvægi á hlutfalli karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja. Við karlpungarnir nötrum og skjálfum og þorum varla að svara fyrir okkur enda við að verða vel húsvandir. Síðasta vígi karla er því að falli komið enda harðar sótt að því en Hornborg og eigi jafn hugaðir menn á borgarmúrnum.
Á mínu heimili hefur því þannig farið að lengst af hef ég haft hærri tekjur en eiginkonan. Þegar hinsvegar kemur að þeim hluta að ráðstafa tekjunum þá reiknast mér svo til að eiginkonan ráðstafi nánast öllum þeim tekjum sem ekki fara í þessa föstu venjulegu hluti eins og húsnæði og rekstur bifreiðar. Það er hún sem ákveður hvað er keypt á börnin, hvað fólki er gefið í afmælis og jólagjafir, hvað er í matinn osv. Hverju ráðum við karlmenn á heimavígstöðvunum þessa dagana? Hvort að við vöskum upp fyrir eða eftir fréttirnar?
Svo ég haldi nú áfram að barma mér þá er ég hættur að reyna að finna föt á krakkana á morgnana því það er tóm tímaeyðsla. Það eina sem ég hef uppúr því er hneykslunarblik og taut ,,að þér skyldi detta það í hug að setja barnið í þetta. Það vita það allir að bleikt og appelsínugult fer ekki saman. Drengurinn lítur út eins og ég veit ekki hvað".
Ekki tekur skárra við þegar kemur að auglýsingatímum sjónvarpsstöðvanna. 90% auglýsinganna er beint að konum og þau 10% sem eftir eru er beint að samkynhneigðum og/eða einhleypum körlum. Það þarf ekki að taka það fram að manni dauðleiðist að horfa á endalausar kremaauglýsingar þegar maður myndi heldur vilja horfa á bíla eða verkfæraauglýsingar.
Sá skondna tilvitun í bílasala um daginn þar sem þeir sögðu að karlarnir kæmu stundum nokkrir saman og skoðuðu bíla. Spáðu þeir mikið í tæknileg atriði eins og hestöfl, tork og aukahluti. Oft væru það bílar eins og hér að neðan sem væru skoðaðir.
Hinsvegar þegar konan mætir á svæðið er annað uppá teningnum. Notagildi, litur á mælaborði og annað verður oftast til þess að á endanum verður bíll eins og að neðan fyrir valinu.
Finnst konum síðan virkilega skrýtið að við karlagreyjin viljum halda í síðasta vígið þeas að afla meira. Hvað eigum við eftir þegar þetta vígi er fallið? Leyfið okkur að halda í þá tálsýn að við fáum hærri laun. Skiptir það einhverju máli þegar það er hvort eð er kona sem að eyðir þeim.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 19:25
Allt í plati
![]() |
Segja úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið samkvæmt lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2007 | 17:43
Fyrirmyndar fréttamennska
![]() |
Stefnir í tvísýnar álverskosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.3.2007 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2007 | 10:14
Með drumbinn í eigin auga benda menn á flísina hjá náunganum
Þetta kemur svosem ekkert á óvart að forsvarsmenn Sólar í Straumi reyni að æsa fjölmiðlana upp til að sverta álverið. Þetta er það sama bragð og þeir hafa reynt frá upphafi og fjölmiðlarnir verið æstir í að lepja upp eftir þeim vitleysuna. Í málflutningi Sólar í Straumi hefur ekki staðið steinn yfir steini og nánast allar þær yfirlýsingar sem frá þeim hafa komið hafa þeir verið gerðir afturreka með. Þeim hefur tekist að þrýsta á fjölmiðlana til að halda uppi neikvæðri umfjöllun um álverið (sérstaklega stöð 2) og ætla greinilega að láta kné fylgja kviði í þetta skiptið. Kynningarstarfsemi Alcan hefur fyrst og fremst beinst að því að upplýsa Hafnfirðinga um hvað fram fer í álverinu og hvaða áhrif stækkunin muni hafa. Auðvitað hefur kosningaáróður fylgt með að einhverju leyti enda kemur fyrirtækinu málið við ekki satt. Nánast öllum þessum ásökunum Sólar í Straumi hefur nú þegar verið svarað og þær hraktar þannig að nú er gripið til örþrifaráða ss. opinbers mannorðsmorðs.
Þannig er Hafnarfjörður í dag
![]() |
Sól í Straumi segja Alcan í framboði án mótframboðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2007 | 08:51
Sýndarsamkomulag
![]() |
Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |