Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.4.2007 | 17:34
Björgunarsveitir farnar að pikka upp ferðalanga
Það er með þessa páska eins og aðra að fólk heldur áfram að koma sér í klandur á hálendinu. Sem betur fer eigum við björgunarsveitirnar og Landhelgisgæsluna til að redda málunum þegar í óefni er komið. Það vill samt brenna við að fólk ani af stað að nauðsynjalausu í erfiðum veðurskilyrðum og sé þannig að bjóða hættunni heim. Held að mottóið þessa páska verði að fara varlega og stefna að því að koma heil heim á ný.
PS. Batakveðjur til vélsleðamannsins
![]() |
Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan vélsleðamann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2007 | 10:43
Vinstri sveiflan að ganga til baka?
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2007 | 23:12
Ein Bandaríki - Tvær utanríkisstefnur
![]() |
Nancy Pelosi komin til Sádí-Arabíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2007 | 15:37
Undirskriftasöfnun Framtíðarlandsins farin út um þúfur?
Var forvitinn að vita hvernig undirskriftasöfnunin gengi og leit inn á Framtíðarlandið. 8749 undirskriftir komnar eftir meira en tvær vikur þar sem talsvert hefur verið auglýst í fjölmiðlum og mikill þrýstingur verið settur á alþingismenn. Nú hef ég ekki heyrt um að nein markmið hafi verið sett en þetta hljóta þó að vera ákveðin vonbrigði fyrir forsvarsmenn samtakanna.
Svo að þessi tala, 8749, sé sett í samhengi þá eru þetta um 7,8% þeirra sem ætluðu að kjósa vinstri flokkana tvo og Íslandshreyfinguna samkvæmt síðustu Gallup könnun en það eru þeir flokkar sem flagga umhverfismálum hvað mest sem stefnumálum. Hvað varðar stærsta flokk umhverfisverndarsinna þá er fjöldinn einungis 16% af væntanlegum kjósendum VG.
Auðvitað verður að gera ráð fyrir að einhver hluti kjósenda flokkanna sé ekki nettengdur eða með nægilega tölvukunnáttu en það breytir ekki heildarmyndinni. Er þetta vísbending um að stærstum hluta kjósenda finnist umhverfismál bara hreint ekkert mikilvæg? Þýðir þetta að fylgi VG og Íslandshreyfingarinnar sé aðallega tilkomið vegna óánægju með aðra flokka en ekki vegna stefnumála þeirra?
Við spurningunum er auðvitað ekkert einhlítt svar en þegar sama ríkisstjórnin hefur setið í 12 ár er kanski ekki nema von að ákveðinn hluti kjósenda kjósi eitthvað allt annað til þess eins að breyta til. Spurningin er síðan þá hvort að það verði til góð eður ei.
4.4.2007 | 14:24
Breska innrásarliðið náðað

![]() |
Páskagjöf Ahmadinejad til Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2007 | 20:28
Rússar að gera sig breiða?
![]() |
Rússar hvetja Úkraínumenn til að komast að málamiðlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2007 | 15:28
Frjálslyndir Rasismi Útlendingahatur
Það hefur verið bæði áhugavert og líka svolítið hrollvekjandi að fylgjast með málflutningi Frjálslynda flokksins að undanförnu. Flokkurinn virðist hafa markað sér alveg nýja stefnu í íslenskum stjórnmálum með því að gera málefni innflytjenda að sínu aðalstefnumáli og það svo áberandi að gamla aðalstefnumálið, kvótakerfið, er horfið í skuggann. Flokkurinn virðist hafa dregið þá ályktun af velgengni sinni í skoðanakönnunum seint á síðasta ári að þarna lægju atkvæðin og því væri best að fara í smiðju Piu Kærsgaard og Dansk Folkeparti og nota ótta við útlendinga sem aðdráttarafl fyrir flokkinn.
Nú er það ekki svo að Frjálslyndir og Pia séu alveg á sama báti. Pia er jú að berjast gegn innflutningi á fólki frá miðausturlöndum en Frjálslyndir hafa sett markið hærra og vilja helst takmarka allann innflutning á fólki. Forsendurnar eru heldur ekki alveg þær sömu í baráttu flokkanna því í Danmörku er atvinnuleysi meðal innflytjenda mjög hátt og það jafnvel þó að mikil uppsveifla sé í efnahagslífinu og að borgaraflokkarnir hafi skorið niður í velferðarmálum. Á Íslandi er því þannig farið að nær allir innflytjendurnir eru í vinnu og hafa að mínu viti staðið sig vel í vinnu og eru eftirsóttir starfskraftar.
Framsetning Frjálslyndra á boðskap sínum vekur mann einnig til umhugsunar. Ég man þegar að ég horfði á mynd Michaels Moore Bowling for Columbine. Myndin er eins og aðrar myndir Moores að það þarf að taka þeim með gagnrýnum huga en í myndinni kom þó fram áhugaverður punktur um Bandarískt þjóðfélag. Bandaríkjmönnum er stjórnað af ótta, ótta við blökkumenn, ótta við glæpi, ótta við indíána, ótta við verðbólgu, í stuttu máli sagt ótta við allt mögulegt. Nú virðist vera sem Frjálslyndir ætli að fiska á þessi mið og reyna að höfða til óöryggisins sem býr innra með okkur. Ég sá í Silfri Egils um daginn að Jón Magnússon talaði um kristilegan Repúblikanaflokk með velþóknun þegar minnst var á hinn dularfulla kristilega flokk. í Bandaríkjunum er það einmitt sá flokkur sem gengur lengst fram í að ala á ótta Bandaríkjamanna við allt og alla og það virðist vera sem að Jón sé að sækja í þá smiðju þegar maður skoðar nýlegar auglýsingar Frjálslyndra. Fyrir mitt leyti vona ég að Íslendingar falli ekki fyrir þessu útspili því ekki viljum við fara að líkja eftir Bandaríkjmönnum í þessum efnum og lifa í stöðugum ótta. Ekki er á það bætandi því nógu erum við stressuð fyrir og ég byði ekki í það ef Íslendingar yrðu upp til hópa stressaðir og óttaslegnir.
Auðvitað þarf að ræða málefni innflytjenda til Íslands en það plan sem Frjálslyndir ætla að reyna að draga umræðuna á er ekki það rétta. Það að efla íslenskukennslu og þekkingu á íslensku samfélagi er auðvitað forgangsatriði þegar að þessari umræðu kemur en ekki það að gera útlendinga að blóraböggli fyrir allt sem miður fer í samfélaginu. Slíkt hefur óþægilegan samhljóm með boðskap sem stundaður var gegn ákveðnum þjóðfélagshópi í Þýskalandi á fjórða áratugnum og á ekki heima í íslensku samfélagi nútímans.
3.4.2007 | 09:24
Kamikaze!!!
Ætli Bretar vilji þjálfa upp Kamikazeflugmenn??
Annars er þetta þekkt fyrirbæri á stríðstímum (ss. öllum tímum nú til dags), flugmenn sem eru annaðhvort vopnlausir eða á löskuðum flugvélum hafa notað vélarnar sjálfar sem vopn alla síðustu öld. Að fórna sér fyrir málstaðinn er þetta stundum kallað og er oft þemað í Bandarískum kvikmyndum um hetjudáðir. Hugsa samt að gunnhugmyndin hjá Bretunum sé sú að þegar maður er í stríði verður maður að vera tilbúinn til að ganga jafn langt og andstæðingurinn til að hafa sigur og við höfum augljós dæmi þess hversu langt Al Quaeda menn eru tilbúnir að ganga.
![]() |
Breskir orrustuþotuflugmenn beðnir um að íhuga mögulegan sjálfsvígsleiðangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2007 | 08:58
Hverjir eru sérfræðingar RÚV???
![]() |
Geta aukið framleiðsluna í Straumsvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2007 | 21:40
Hægann hægann
Það er alltaf gaman að sjá þegar fjölmiðlamenn rjúka í að byggja loftkastala úr hálfkveðnum vísum. Lúðvík Geirsson talaði í kvöldfréttunum í hálfkveðnum vísum og fréttamenn rjúka til og leika sér í tölvunni að því að rífa kerskála 1 og 2 og skella tveimur nýjum í staðinn. Snilldarlausn hjá þeim, ég er viss um að Rannveig hringir í þá strax í fyrramálið og býður þeim vinnu við að endurhanna álverið.
Fyrir þá sem hafa kynnt sér deiliskipulagstillöguna og myndband Alcan af svæðinu þá sést glögglega stórt og mikið hús sem stendur á milli gamla og nýja hlutans. Þar var ætlunin að kersmiðja og skautsmiðja fyrir hinn nýja hluta myndi koma. Hvar ætla blessaðir fréttamennirnir að skella þessu húsi niður? Þetta er bara nýjasta dæmið um á hve lágu stigi fréttamennska er á Íslandi. Höfðu þeir samband við Alcan til að spyrja hvort að þetta væri möguleiki? Ekki kom það fram í fréttinni amk. Málið er líka það að ef rífa á gömlu kerskálana þá þýðir það skerta framleiðslu amk. tímabundið. Það er spurning hvað það myndi þýða fyrir starfsmennina? Á að senda þá í að byggja skálana í millitíðinni?
Vonandi hugsa fréttamenn Rúv málin til enda áður en þeir geysast fram með næstu stórfrétt.
![]() |
Stækkun álversins rúmast innan núverandi deiliskipulags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |