VG málsvarar verkalýðsins eða menntaelítunnar?

Það hefur verið undarlegt að hlusta á málflutning VG síðustu vikur. Þegar talið snýst um stóriðju og aðra atvinnumöguleika þá er einkaframtakinu hampað og á að skapa öll þau störf sem þörf er á með sprotafyrirtækjum (annað af tveim tískuorðunum hitt er stóriðjustopp). Þegar talið snýst hinsvegar að mennta og velferðamálum súpa VG menn hveljur þegar minnst er á einkavæðingu. Það var áhugavert þegar Margrét Pála kom í dag í Silfur Egils og hélt því fram að staða kvenna og launakjör myndu einungis batna ef hægt væri að frelsa þær úr viðjum ríkisbáknsins. Einkavæðing í mennta og heilbrigðiskerfinu myndi auka frelsi stjórnendanna til að stýra stofnunum sínum og starfsfólki á sem hagkvæmastan hátt. Guðfríði Lilju og lagsbróður hennar Ögmundi kerfiskarli Jónassyni hrýs hugur við slíkum framkvæmdum og fór Guðfríður einmitt undan í flæmingi því ekki gat hún hafnað hugmyndum Margrétar Pálu en þó ekki fallist á þær. 

Það eru því farnar að koma sprungur í fylkingar VG manna. þar virðast menn skiptast í tvær eða jafnvel þrjár fylkingar með gömlu verkalýðssinnana í einu horni og róttæku umhverfissinnana úr menntaelítunni sem býr í 101. Það var áhugavert að sjá Pétur Tyrfingsson kvarta yfir því að flokksfélagar hans væru að svíkja verkalýðinn í álverskosningunum og með því væri annar armurinn að  berja á hinum. Þarna virðast VG vera að gefa höggstað á sér sem spurning er hvort að andstæðingarnir nýta sér það til að deila og drottna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Þetta VG "pakk" eru auðvitað tækisfærissinnar í hæstu hæðum, það er auðvitað fáranlegt að þetta lið skuli treysta á því að vera verndardýrlingur þeirra sem mega sín lítils, samanber verkalýðurinn, sækja til þeirra atkvæði og slá upp fögrum gömlum setningum frá hugsjónadýrlingum kommunisma. Svo um leið og eitthvað kemur uppá þá eru þeir fyrstir til að sparka í þetta fólk liggjandi. Sú saga hefur margoft sýnt sig þar sem þetta "pakk" kemst til valda í bæjarfélögum víðs vegar um landið.

Málið er einfalt: Þeim er skítsama um verkalýðinn og hefur það marg oft sýnt sig, enda tala þeir margoft niður til þeirra

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 1.4.2007 kl. 22:50

2 identicon

Mest var Margrét að tala um sveitarfélögin.Það er langrökréttast að leggja þau bara niður ( eða ganga alveg alla leið   í hina áttina og svipta okkur bara sjálfræði og fjárræði og gera myndina bara rétta; fá bara vasapeninga  ), skila skattekjunum til

borgarana alveg en síðan geta íbúar á tilteknum svæðum t.d. rekið saman skólana og bókasöfnin.Allt annað er hvort eð er

''einkavætt'' þ.e. sveitarfélögin ( þ.e. þau stærri ) hirða skattekjurnar en úthýsa öllu nema skólarekstri. Án þess að fækka milliliðunum þ.e. stjórmálamönnum og millistjórnendum.Allt sem þau gera, gera þau illa.Þannig er aðaláherslan í Reykjavík, að

standa í lóðabraski og skipulagssvindli ( líka núna ) og að standa í stríði við kennara ( í meira en 30 ár ). Borgarfulltrúar

með 90 % af þingfarakaupi fyrir tvo fundi í mánuði. Bæjarstjórinn í Árborg með '' laun forsætisráðherra með stuðlinum 1.3 ''

Í Árborg eru 6000 menn og mýs sem gerir þá að hvert mannsbarn  greiðir um 400 kr á mánuði  til Bæjarstjórans eða tæpar 20.000 kr á ári ( í Árborg þetta árið að vísu 60.000 kr ), þetta eru stórar tölur sem bruðlararnir ná að skammta sér í krafti

þess að alþingi er yfirfullt af fyrrum milliliðum úr sveitarstjórnum.Ekki skánar það á næsta þingi en þangað hefur Kristján Júlíusson boðað komu sínaog telur sig eiga guðlegan rétt á að verða þingmaður ?? Af því hann er búinn að berja svo lengi á

borgurunum í sveitarfélögum vítt og breytt ??

Í skagafjarðarsveit er álíka della í gangi nema þar er bæjarstjóraskatturinn um 40.000 á ári fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

Ætli menn segðu ekki eitthvað ef húsvörðurinn í  blokkinni hefði 20.00.000 í árslaun og fría íbúð??

Oft  spara þó Húsverðir íbúum kostnað en sveitarstjórar aldrei.Þeir ganga bara erinda sveitar/borgarstjórans. 

Í Reykjavík er kostnaður alltaf mestur á hvern íbúa, eiginlega sama hver þjónustan er, ergo engin stærðarhagkvæmni .

Ragnar Árnason prófessor hefur raunar rannsakað þetta og telur að hvergi sé jafnmikil sóun í gangi á fjármunum eins og

hjá sveitarfélögunum. Frístundakortið í Reykjavík er skólabókardæmi. Skattarnir verða auknir um 100.000 kr á mann en í

staðinn fær barn borgarans 40.000 kr frístundakort þ.e. nokkurs konar matarmiða sem gildir í '' mat'' hjá tilteknum íþrótta og framsóknarfélögum.Afleiðingin  verður  dýr en vondur matur , þú getur ekki notað kortið nema hjá '' viðurkenndum '' aðilum sem vita sem er að kortið er verðlaust nema hjá þeim og því verður tilhneygingin sú að menn kaupa 60.000 kr námskeið fyrir barnið af því annars nýtist kortið ekkert... Hinsvegar er næsta víst að þú getur ekki keypt reiðhjól fyrir kortið. Allt hangir þetta saman við þá staðreynd að formenn íþróttafélaga eru oft formenn  eða ritarar í stjórnmálafélögum.

Af hverju er ekki bara frítt í sund fyrir börn eða frítt á æfingar hjá íþróttafélögum sem hvort eð er eru styrkt í bak og fyrir af ríki og borg ??

Kv

Jónas Jónsson 

jonas.jonsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband