Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.4.2007 | 11:01
Sýningar eða fundir?
Þegar maður horfði á kvöldfréttirnar á fimmtudag og föstudag þurfti maður að minna sig á að þessir fundir, ef fundi skyldi kalla, eru haldnir á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantaði til að fullkomna myndina var að sleppt væri þúsundum blaðra í bandarísku fánalitunum. Það er greinlega mikið í það lagt hjá flokkunum að gera leiksýninguna sem glæsilegasta og það er eflaust á kostnað málefnanna.
Vart mun mikið fara fyrir málefnavinnu á fundi Samfylkingarinnar þar sem kosningastefna flokksins hefur þegar verið prentuð og gefin út. Hjá Sjálfstæðismönnum verður væntanlega lögð lokahönd á kosningastefnuskrána og hún síðan klöppuð í gegn en tæplega verður um neinar grundvallarbreytingar að ræða en viðleitnin er þó til staðar.
Það er áhyggjuefni að menn séu farnir að apa eftir Repúblikönum og Demókrötum í framsetningu sinna málefna og frambjóðenda því lýðskrum á þeim mælikvarða sem þar tíðkast á halelújasamkomum á ekki heima í íslensku samfélagi.
13.4.2007 | 07:48
Maskirovka?
![]() |
Berezovsky segist vera að undirbúa byltingu í Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2007 | 20:19
Aukin skilvirkni á Alþingi og í ríkisbákninu
Nú þegar stjórnmálaflokkarnir keppast hver um annan þverann að lofa kjósendum gulli og grænum skógum gæti maður farið að halda að það væru digrir sjóðir í felum í kjallara stjórnarráðsins. Það sem enginn virðist hinsvegar sjá er að í stjórnkerfinu liggja gríðarleg verðmæti þar sem hægt er að finna ómældar fjárhæðir í ónýttum afköstum. Framleiðslu og afgreiðsluferli ríkisstofnana eru klassísk dæmi um ferla þar sem sóun á tíma og peningum fer fram. Í Danmörku hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir, þar á meðal spítalar, tekið upp aðferðir japanskra bílframleiðenda í rekstri sínum með undraverðum árangri. Á spítölunum hafa biðlistar styst og afköst stóraukist án aukins kostnaðar eða fleira starfsfólks, danska póstþjónustan hefur orðið skilvirkari og afkastameiri og fjölmörg fyrirtæki hafa náð fram gríðarlegri hagræðingu í sínum rekstri.
Þessum tækjum væri hægt að beita á Alþingi Íslendinga með góðum árangri. Mér eins og mörgum fleiri blöskrar skipulagsleysið á þessari háttvirtu löggjafarsamkundu sem stundar þann leiða sið að reyna að bjarga því sem bjargað verður og afgreiða stórann hluta af sinni vinnu á síðustu dögum hvers þings. Slíkt leiðir auðvitað til hroðvirkni og veldur mistökum þar sem þau mega síst gerast, í lagaumhverfi okkar Íslendinga. Með strangari skipulagningu og skarpari fundarstjórn þar sem lögð væri áhersla á gæði en ekki magn í ræðuhöldum væri hægt að nýta tíma þingmanna mun betur og skilvirkar og einbeita þingsstörfum að því að gera það sem þarf þeas setja lög og það vel unnin lög.
Hjá bílframleiðandanum Toyota er nýr bíll til dæmis hannaður undir stjórn leiðtoga sem kallast Shusa. Leiðtoginn ber ábyrgð á verkefninu frá upphafi til enda og kallar til þá sérfræðiþekkingu sem þörf er á til að verkefnið eigi sem besta möguleika á að heppnast. Á Alþingi gæti hvert lagafrumvarp því fengið útdeilt leiðtoga td. lögfræðing sem myndi síðan stýra öllu starfi sem tengist frumvarpinu. Þetta myndi gilda jafnt um stjórnarfrumvörp og stjórnarandstöðufrumvörp, ótengt ráðuneytum. Hann myndi síðan kalla til alla nauðsynlega sérfræðiaðstoð til að gera frumvarpið sem best úr garði og frumvarpið myndi síðan koma til fyrstu umræðu á þinginu, á því yrðu gerðar nauðsylegar endurbætur ef þörf væri á og síðan greitt atkvæði eftir aðra umræðu. Það að senda hvert frumvarp í gegnum þrjár umræður á alþingi er óþarfi ef allir sem að málinu koma hafa unnið sína vinnu og það að leggja málið í þingnefndir skipaðar þingmönnum, oft með takmarkaða þekkingu á málefninu, er einnig tímasóun. Þingmennirnir gætu heldur nýtt sér tímann sem færi annars í nefndastörf til að lesa frumvörpin gaumgæfilega og koma með sínar athugasemdir þegar frumvarpið kemur til umræðu.
Ofangreindar aðgerðir gætu aukið afköst þingsins um helming og leitt til þess að þingið muni afgreiða betur unnin lög sem fleiri þingmenn hefðu haft tíma til að kynna sér niður í kjölinn. Alþingi yrði með þessu einskonar framkvæmdastjórn sem tæki ákvarðanir í stað þess að eyða tíma og peningum skattborgaranna í að setja illa unnin lög sem seinna þarf að eyða tíma í að breyta og endurbæta. Sömu lögmál eiga við í heilbrigðiskerfinu og í félagsþjónustunni og almennt í öllum rekstri. Mikið er talað um skort á þjónustu og skort á starfsfólki en málið er að í bæði félagsþjónustunni og í heilbrigðiskerfinu liggja auka afköst grafin sem hægt er að fá fram með litlum tilkostnaði og með því bæta þjónustu og auka afköst.
Látum þingheim setja gott fordæmi og auka sína skilvirkni því við eigum heimtingu á að þingmenn vinni sína vinnu almennilega.
Aukna framleiðni á Alþingi!
11.4.2007 | 15:15
Gott mál
![]() |
Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2007 | 18:06
4 ár frá falli Saddams
Í dag eru 4 ár frá því að Bagdad "féll" í hendur Bandaríkjamanna. Allt frá þeim degi hafa tök Bandaríkjamanna á landinu minnkað og jafnvel í suðurhluta landsins hafa átök aukist. Endirinn hlýtur að vera í nánd fyrir hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna enda stuðningur við stríðsreksturinn að hverfa heima fyrir og erlendis.
Eina ástæðan fyrir að halda áfram þessum stríðsrekstri hlýtur að vera að gera vinum og kunningjum kleift að maka krókinn á hörmungunum. Ef árangur er það sem Bush er að sækjast eftir væri hægt að ná honum með að leyfa íraska hernum að sjá um dæmið með fjárstyrk og sérfræðiaðstoð. Með því að draga herinn út úr Írak myndi stór hluti uppreisnarmanna leggja vopnin á hilluna og ef að menn eru í stuði til að heyja borgarastríð þá verður bara að leyfa þeim það.
Það er alveg sama hvort Bandaríkjamenn verða í Írak í 5 daga eða í 50 ár, þeir munu aldrei leysa deilumál Shía og Súnnía. Þau mál verða þeir að leysa sjálfir með vopnum eða ekki. Nærtækt dæmi er Júgóslavía sem var haldið í skefjum í 50 ár, en það kom ekki í veg fyrir að menn bærust á banaspjót út af 50 ára gömlum deilum og þaðan af eldri.
Bandaríkjamenn verða að viðurkenna að þeir eru ekki lausn vandans heldur hluti hans.
8.4.2007 | 22:25
Vopnaglamur í Washington
![]() |
Bandaríkjamenn buðust til að hræða Írani í deilunni við Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2007 | 09:40
Með pirahna á hælunum
Mér finnst reyndar ótrúlegt hvað manngreyið var lengi að synda þetta fyrst hann var í óða önn að flýja undan mannætufiskum, kyrkislöngum og krókódílum. Ef það er ekki afkastahvetjandi þá veit ég ekki hvað er. Er ekki spurning um að flytja inn nokkur stykki til að nota á sundlandsliðsæfingum. Það ætti að koma liðinu í betri þjálfun þó að það kosti kanski eina og eina tá.
Að öllu gamni slepptu þá óska ég lesendum ánægjulegra páska
![]() |
Synti eftir endilöngu Amazonfljóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2007 | 20:18
Nýjasti vinsældalistinn
Nú fara skoðanakannanirnar að koma svo hratt inn að fólk nær varla að melta þetta. Þessi er neikvæður og hinn er jákvæður, Siggi er á móti þessu og Gunna með hinu, restinni er síðan alveg sama. Með þessu áframhaldi fer kosningabaráttan að snúast eingöngu um nýjustu könnunina og hvernig á að bregðast við henni. Æ já gleymdi því að hún fór að gera það fyrir mörgum vikum síðan. Endirinn verður síðan að úrslitin eru svo klár fyrirfram að enginn nennir á kjörstað þannig að tekið verður meðaltal síðustu skoðanakannana til að sjá út hverjir komast á þing.
Og hástökkvari vikunnar er!!!!!!
![]() |
Geir nýtur mestra vinsælda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2007 | 12:46
Pirringur

6.4.2007 | 13:14
Af áli og álframleiðslu
Þeir sem hafa lesið þessa bloggsíðu hafa eflaust orðið varir við áhuga höfundar á álframleiðslu og því sem henni tengist. Fyrr hefur komið hér fram á síðunni yfirlit yfir álver í heiminum og nú er komið að því að uppfæra þann lista. Höfundur gerir fyrirvara um áreiðanleika heimilda þar sem álver eru misgóð í að flíka sínum upplýsingum og halda þeim uppfærðum ásamt því að í fleiri tilvikum var erfitt að ákvarða hver orkugjafinn var sérstaklega með minni álverin sem fá sína orku frá landsnetum. Tvö verkefni í Malasíu gat ég ekki staðfest en rafmagnið var amk. til staðar og vinna að því er virtist langt komin með þau.
Helstu niðurstöðurnar voru þessar. Heildarframleiðslugeta liggur í kringum 30 miljónir tonna á ári. Álframleiðsla með vatnsorku er nálægt 18 miljónum tonna eða um 60% en þessa tölu ber að taka með varúð. Meðalstærð álvera er 235.000 tonn. Hér að neðan er síðan Excelskjal þar sem hægt er að glugga nánar í tölurnar og leika sér aðeins með þær.