Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.4.2007 | 13:08
Að brosa og vera sæt

![]() |
Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2007 | 11:46
Að vera blóraböggull íhaldsins

![]() |
Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2007 | 07:29
Núna kemur landsfundarbylgjan inn
Við þessu var að búast enda landsfundir beggja flokka í gangi. VG og Framsókn munu ná einhverju til baka í næstu könnunum en þó held ég að þetta verði staðan á vinstri vængnum að Samfylking trompi VG og verði jafnvel allt að 10% hærri í kosningunum. 26 á móti 16 fyndist mér ekki ólíkleg útkoma. Stór hluti þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við VG munu ekki fá það af sér þegar á hólminn er komið og kjósa þá Samfylkinguna í staðinn. Það er eitt að segja eitthvað í símann en annað þegar komið er á hólminn og kjörseðillinn liggur á borðinu.
![]() |
Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2007 | 07:22
Byssur og útrás
![]() |
Sendi sjónvarpsstöð pakka á milli árásanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2007 | 18:57
Ertu nú kominn landsins forni fjandi
![]() |
Hafísinn færist nær landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2007 | 07:02
Gunni skurðgrafa
![]() |
Fyrsta skóflustungan tekin að Norðurturni við Smáralind |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2007 | 10:17
Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar
Eitthvað virðist ríkisstjórnin hafa verið að gera rétt á undanförnum árum. Eftir allt vælið um óstjórn og klúður kemur það klárlega í ljós að heimilin í landinu hafa það mun betra en fyrir áratug. Hitt er síðan annað mál að það er mikið verk óunnið því ráðstöfunartekjurnar hafa ekki aukist svona mikið hjá öllum í þjóðfélaginu og það þarf að setja kraft í að styrkja landsbyggðina og auka ráðstöfunartekjur þeirra sem minnst hafa með hækkun persónuafsláttar.
Ætli VG fari núna að prenta barmmerkin:
AF HVERJU EKKI ZERO HAGVÖXT
eða
HAGVÖXTUR KEMUR FRÁ HELVÍTI
![]() |
Kaupmáttur jókst um 56% á áratug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2007 | 13:10
Þingmenn velta hver um annan þverann
![]() |
Kristinn H. Gunnarsson lenti í bílveltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2007 | 08:43
Ýkjur Ómars Ragnarssonar
Í viðtali í Morgunblaðinu í dag fer Ómar Ragnarsson mikinn og þá sérstaklega um stóriðju og framtíðaráform þar um. Ómar segir orðrétt.
Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að þrjú
álver gætu risið fyrir 2020. Ef þau verða öll
reist í fullri hagkvæmnisstærð munu þau framleiða
þrjár milljónir tonna af áli og þurfa til þess
sex þúsund megavött alla virkjanlega orku
landsins. Afraksturinn yrði þrjú þúsund störf
eða 2% af vinnuafli landsmanna. Hlutur þessara
álvera í þjóðarframleiðslunni yrði um 7%.
Hér er Ómar augljóslega að fara með fleipur. Hefur einhver nefnt að á Íslandi verði byggð þrjú álver með eina miljón tonna framleiðslugetu? Full hagkvæmnisstærð á álveri í dag er á milli 300 og 400.000 tonn að því er virðist og álver af stærðinni 1.000.000 tonn hafa til þessa einungis risið í Síberíu og við Persaflóann og ekki hafa heyrst nein áform um byggingu fleiri álvera af þeirri stærð utan möguleika á stækkun í Suður-Afríku. Álver af þessari stærð á Húsavík myndi td. valda verulegri byggðaröskun því að milli 1300 og 1500 manns myndu vinna í slíku álveri og önnur 1500 við störf tengd álverinu og þjónustu við það. Það sér það hver maður í hendi sér að 3000 störf á Húsavíkursvæðinu er langt yfir því sem svæðið þolir og það jafnvel þó að Eyjafjarðarsvæðið sé tekið með í reikninginn.
Eins og sést af þessu þá er útreikningur Ómars á hversu mörg störf þriggja miljóna tonna framleiðsla á áli myndi gefa af sér einnig fremur vafasöm, ef ekki kolröng. Fjarðaál hefur 400 starfsmenn og alls vinna um 900 manns störf tengd álverinu . Miljón tonna álver myndi því skapa yfir 2500 störf og því myndu þrjú álver af þessari stærð skapa yfir 8000 störf eða 4,9% af heildarvinnuafli 2006 (miðað við 8500 störf). Með þessu myndi álframleiðsla tífaldast og skila 630 miljörðum á ári í útflutningstekjur eða 78% útflutningstekna miðað við árið 2006. Hlutfall iðnaðar í vergri landsframleiðslu er nú 11% en myndi væntalega aukast í hlutfalli við tífalda framleiðsluaukningu og einnig myndi þáttur veitustofnana í landsframleiðslunni aukast hlutfallslega. Hversu stór hluti þjóðarframleiðslunnar 3,5 miljónir tonna verður vil ég ekki slá neinu föstu um en þau 55% sem ég fékk út er trúlega of há tala. Það er allavega ljóst að það er langt frá þeim 7% sem Ómar fær út.
Það er góðra gjalda vert að vera umhugað um náttúruvernd og umhverfið. Hitt er annað þegar slegið er fram óábyrgum tölum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum til að byggja undir sinn málstað. Ekki er einungis verið að ýkja upp þau álver sem eru í umræðunni heldur er einnig verið að draga úr efnahagslegum áhrifum þeirra. Það er verið að reyna að láta það líta þannig út að verið sé að fórna landinu okkar fyrir ekki neitt. Slíkt er fjarri sanni því það er hvorki verið að fara að framleiða 3,5 miljónir tonna af áli né að slíkar framkvæmdir ef til þeirra kæmu myndu litlu sem engu skila í þjóðarbúið.
Hafa skal það sem sannara reynist
14.4.2007 | 18:50
Algert rugl
![]() |
Ingibjörg Sólrún og Ágúst Ólafur endurkjörin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |