Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.6.2007 | 12:34
Misskilningur í gangi??
Einhver er að bulla aðeins hérna. William Genaust tók ekki ljósmyndir heldur kvikmyndir og þar á meðal kvikmynd af því þegar flagg númer 2 var reist. Af því atviki tók síðan Joe Rosenthal hina frægu mynd sem mynd Clint Eastwood fjallar einmitt um.
http://www.iwojima.com/clips/index.htm
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2007 | 06:07
Glæsilegt stelpur
![]() |
Fimm marka sigur Íslands á Serbum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2007 | 12:30
Almennileg nýting
![]() |
Voru Hillary og Norgay fyrstir á tind Everest? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2007 | 19:01
Gróðavon?
![]() |
Century Aluminum skráð á First North Iceland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2007 | 07:24
Býður upp á of marga brandara
![]() |
Skipta þarf um rafhlöður í Cheney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2007 | 14:02
Kommúnisminn stefnir að heimsyfirráðum!!!!!

![]() |
Danskur listamaður handtekinn á Mont Blanc |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2007 | 19:05
Að ráða yfir lífi og dauða
Þetta er svolítið sérstök aðferð til að vekja athygli á skorti á líffæragjöfum ef það er hið raunverulega markmið. Ef þetta er ekki á gráu svæði þá er það fátt og eflaust finnst einhverjum þetta hreinlega vera komið yfir á svarta svæðið. Hér í Danmörku hafa nokkrar sjónvarpsstöðvar nú þegar hafnað því að taka þátt með sama sniði á dagskrá en amk. ein hefur lýst áhuga á því að skoða málið frekar. Eftir því sem að mér skilst þá eru þarna leiddir saman líffæragjafi og þrír væntanlegir líffæraþegar sem eiga framtíð sína undir því að fá umrætt líffæri. Líffæragjafinn með hjálp áhorfenda ákveður síðan hver fær líffærið og hinir þáttakendurnir halda áfram sinni bið á biðlistanum eftir nýju líffæri. Sú bið getur eflaust hæglega endað á versta veg og er meiningin eflaust sú að fleiri eigi að bjóða sig fram til að gefa líffæri.
Hvort að þetta sé síðan besta aðferðin til að auka tíðni líffæragjafa þó að á gráu svæði sé er síðan annar handleggur.
![]() |
Hollenskir læknar fordæma raunveruleikaþátt um nýrnagjafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2007 | 19:10
Er loksins komið að því að taka til hendinni?
![]() |
Obama með heilbrigðisáætlun sem færir öllum sjúkratryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2007 | 19:10
Endist stjórnin sumarið?
![]() |
Össur segir ríkisstjórnina ekki munu ráðast í Norðlingaölduveitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2007 | 17:08
Lokaspretturinn hafinn
Þá er komið á lokasprettinn í verkefnavinnunni. Rúmlega fjögurra mánaða vinna að baki og námsferlinum hér í Óðinsvéum að ljúka. Tókum okkur til við að prenta hluta af viðaukum og fylgigögnum í dag og gera aðrar ráðstafanir eins og kaup á möppum og slíku. Síðan er það á mánudaginn sem allt heila klabbið verður prentað út og sett í möppur. Taldist til áðan að þetta færi nærri því að vera um 400 síður þegar allt er talið. Verður ágætt að losna við að gera fleiri svona verkefni í bili þrátt fyrir að eflaust muni eitthvað í þessa áttina koma upp í vinnunni.
Nú styttist síðan óðum í að maður sleppi út á vinnumarkaðinn á nýjan leik og geti farið að láta ljós sitt skína. Vonandi að námið eigi eftir að skila sér á nýja/gamla vinnustaðnum og það verður gott að koma aftur og hitta hópinn á ný. Ekki verður síðra að komast aftur í nábýli við stórfjölskylduna enda oft búið að vera erfitt að vera langdvölum í burtu og missa af ótöldum fermingum, brúðkaupum og afmælum svo ekki sé minnst á brandaraflóð eða knattspyrnukeppnir. Endanleg heimkoma hefur verið sett þann 8. júlí og nýju íbúðina flytjum við síðan í þann 15.
Eitthvað á maður nú eftir að sakna Danmerkur og eflaust því meira eftir því sem frá líður. Hér hefur verið ánægjulegt að búa og gott að læra. Hinsvegar hefur maður heyrt að glansinn fari fljótt af hér þegar fólk fer að vinna og kynnist skattkerfinu af eigin raun. Hér hefur maður kynnst fjöldanum öllum af fólki og eignast marga nýja vini sem etv. hefði ekki orðið raunin ef maður hefði ekki slitið heimdraganum.
Nú er bara að klára dæmið og einbeita sér síðan af flutningunum heim. Ef það væri nú hægt í öllum þessum hita.