Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvar eru mótvægisaðgerðirnar fyrir litlu sjávarbyggðirnar????

Þessa vikuna hafa fregnir frá Bakkafirði verið mikið í fréttum enda er ástandið þar hræðilegt og eins og heyra mátti í kvöldfréttum verða íbúarnir væntanlega settir í mótvægisaðgerðir við að mála rafmagnsskúr staðarins. Bakkfirðingar verða ekki eina fréttaefni haustsins og vetrarins ef að líkum lætur. Fjölmargir staðir eru út um land með 100-200 íbúa sem byggja sína afkomu að langstærstum hluta á fiskveiðum á litlum bátum og úrvinnslu þess afla sem þeir bera að landi. Þessir staðir standa frammi fyrir því að tekjur samfélagsins dragast saman um 33% í einu vetfangi. Einhver yrðu nú kveinin ef bankamenn þyrftu að taka á sig viðlíka launaskerðingu. Litlu bátarnir sem staðið hafa undir þessum byggðum og landvinnslu þar hafa árum saman verið lagðir í einelti af sægreifunum og stjórnvöldum og má telja líklegt að skerðingin sem nú er staðreynd muni ríða mörgum að fullu.

Fyrir ekki svo mörgum árum voru hafnir þessara sjávarplássa fullar af lífi enda fjöldi báta sem dró afla að landi eftir sóknardagakerfinu. Menn uppskáru eftir því sem þeir lögðu í fyrirtækið. Þetta gátu kvótagreifarnir ekki sætt sig við og hafa með stuðningi leppa sinna í sjávarútvegsráðuneytinu markvisst stefnt að því að útrýma þessari tegund sjósóknar. Dögunum fækkaði jafnt og þétt og nú síðast var skellt á kvóta sem síðan er skertur. Byggðakvóti var síðan settur á til að þagga niður í hæstu óánægjuröddunum og hefur fátt verið meiri þyrnir í augum LÍÚ. Ef LÍÚ fengi að ráða yrði allur kvótinn auðvitað veiddur á ca. fjórum skipum og landað í Reykjavík til að ná hámarkshagræðingu. Málið er auðvitað bara það að ef Ísland á að haldast í byggð meira en á Akureyri og Reyðarfirði þá er það klárt mál að ákveðinn hluti kvótans þarf að vera eyrnamerktur litlu sjávarbyggðunum. Prinsippið er það sama og í landbúnaðinum. Það er eflaust hægt að reka hann með því að hafa 20 stór verksmiðjufjárbú og 20 verksmiðjukúabú en er það það sem við viljum? 

Mín skoðun er sú að á meðan fólk er tilbúið til að búa í hinum dreifðu byggðum á að gera því það kleift. Ekki að beita þeim aðferðum sem núverandi ríkisstjórn boðar þar sem fagurgala mótvægisaðgerða er veifað með vinstri hendinni á meðan hægri höndin er geymd fyrir aftan bak haldandi á rýtingi flutningsbótanna.

Mótvægisaðgerðirnar munu missa marks af þeirri einföldu ástæðu að þær eru soðnar saman af mönnum sem virðast ekki vera í neinum tengslum við raunveruleikann. Litlu útgerðirnar þola enga skerðingu því að sjávarplássin eru einfaldlega of lítil til að þola hana, jafnvel tímabundið. Stóru útgerðirnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri geta mun betur þolað tímabundinn samdrátt enda getur starfsfólk landvinnslunnar á þessum stöðum fengið aðra vinnu og þeir einu sem missa spón úr aski eru sægreifarnir sem ættu nú að geta þolað harðindin. Þessar útgerðir ættu því að bera skerðinguna en ekki litlu útgerðirnar.

 


Er Alcan á leiðinni í Þorlákshöfn?

Veitti því athygli þegar umsóknir um losunarheimildir voru skoðaðar að Alcan sótti um losunarheimildir við Þorlákshöfn. Það virðist því vera raunveruleg hætta á að Hafnarfjarðarbær missi spón úr aski sínum. Hvað skyldu Lúlli og félagar ætla að gera í því? Hugsanlega væri hægt að tína fjallagrös og söl til að vinna upp halla bæjarsjóðsWink
mbl.is Fimm fyrirtæki fá losunarheimildir vegna gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að senda liðið í vegagerð??

Eftir því sem að mér skildist var meiningin að senda liðið í vegagerð. Meiraprófsnáskeið hljóta því að vera í bígerð og svo uppí vörubílana og jarðýturnar með liðið. Töframeðalið er semsé fundiðDevil

Geir, Öskur og félagar ættu kanski að drífa sig með þeim á meiraprófsnámskeiðið. Það er ekki víst að þeir komist á þing eftir næstu kosningar en alltaf virðist vera skortur á góðum ýtustjórum.Grin


mbl.is Rætt um uppsagnir í fiskvinnslu á ríkisstjórnarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu himnarnir hrynja?

Nú styttist í að stíflan fyllist. Hvar eru hamfaraspámennirnir núna þegar stundin nálgast? Eru þeir enn að reikna kannski?
mbl.is Áframhaldandi tafir á Kárahnjúkavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Hafnarfjörður ekki bót fyrir rassinn á sér???

Nú eru uppi miklar spekúlasjónir varðandi Hitaveitu Suðurnesja og kaup sveitarfélaga á forkaupsréttarhlut sínum af ríkinu. Hafnfirðingar virðast ætla að fara illa út úr þessum viðskiptum og ætla að selja sinn forkaupsrétt til Orkuveitunnar en ekki að eiga hann áfram. Þessu veldur auðvitað ekkert annað en óstjórn sem ekki bara birtist í fjármálastjórn bæjarins heldur einnig í stjórnsýslunni. Taprekstur bæjarfélagsins heldur áfram með engan endi í augsýn og hlýtur þá að fara hrollur um marga sem átta sig á þeirri staðreynd að Gunnar Svavarsson er nú orðinn formaður fjárlaganefndar. Hann hefur eflaust fengið mikið af meðmælum í þá stöðu fyrir ráðdeildarsemi sína í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar.

Hvað afrekin í stjórnsýslunni varðar er þess skemmst að minnast þegar bæjarstjórnin ákvað við lok 5 ára ferlis, eftir útgjöld uppá nærri miljarð króna, að setja eitt af fyrirtækjum bæjarins í íbúakosningu sem engu skilaði nema því að valda óróa í bæjarfélaginu og einnig þeim mikla tekjumissi sem er staðreynd. 1,4 miljarðar hefðu skilað sér í kassann á hverju ári og hefði viðbótin þýtt að meira að segja Lúlli og Gunnar hefðu getað skilað bæjarkassanum með smá afgangi. Hvað þá ef einhverjir ráðdeildarmenn réðu húsum.

Svona aulagang sitjum við Hafnfirðingar uppi með því er nú ver. Réttast væri að safna undirskriftum og krefjast afsagnar bæjarstjórnarinnar. Akureyringar riðu á vaðið í þeim efnum og ekki var nú stórt tilefnið á þeim bænum. Hér er um framtíð Hafnarfjarðar að ræða, ekki það hvort að ákveðinn aldurshópur fái að tjalda eina helgi á ári.

Burtu með bæjarstjórnina 

Áhyggjufullur Hafnfirðingur     


Solla búin að strika eitt loforð af listanum

Það væri hinsvegar gaman að sjá þennan lista til að geta sannfærst um að þetta sé rétt. Ef rétt reynist erum við þar með komin í hóp hinna óstaðföstu og villuráfandi þjóða eða hvað?
mbl.is Ísland ekki lengur á lista yfir staðfastar þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússarnir koma. Aftur!?!?!?!?!

Rússneski björninn er bókstaflega skriðinn úr híði sínu. Eins og flestir nývaknaðir birnir er hann svangur og morgunfúll og því best að vera ekki mikið á vegi hans að svo stöddu. Hið gríðaröfluga íslenska loftvarnakerfi ætti þó að veita fólki fullkomna öryggiskennd ekki sattWhistling
mbl.is Utanríkisráðuneytið óskar skýringa á flugi rússneskra sprengjuflugvéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauður Djöfull í blíðu og stríðu

Það er ekki tekið út með sældinni að styðja Manchester United þessa dagana. Háðsglósur og skot frá vinnufélögunum dynja á manni og það eina sem maður hefur til huggunar er að KR-ingar hafa það enn verrWink. Eftir öll þessi ár með góðæri er það erfitt að horfa uppá liðið í neðri hluta deildarinnar. Hinsvegar má maður ekki gleyma því í svartnættinu að það er ekki búin nema 8% af mótinu þannig að það er tækifæri til að bæta um betur og rífa sig upp. Eitthvað virðist vera erfitt að koma tuðrunni í netið þrátt fyrir urmul tækifæra en varla getur það ástand varað lengi. Kannski er spurning um að skella Anderson í slaginn og athuga hvort að hann geti leyst vandann. Í lok síðasta tímabils var ég reyndar á þeirri skoðun að kaupa þyrfti framherja sem væri sterkur í loftinu og nefndi Berbatov þar til sögunnar. Sá náungi er enn í skoðun að því er virðist enda myndi hann styrkja framlínuna þar sem Saha ætlar að vera meiddur það sem eftir er og Óli Gunnar er farinn að eldast. 

Nú er bara að rífa sig upp á rassgatinu og leggja Tottenham á sunnudaginn, það er að duga eða drepast.Devil

Man Utd 3 Tottenham 0

Tevez 3 


Er ekki málið að senda Steingrím í Boot camp??

Held að karlinn myndi pluma sig vel þar. Það hefur greinilega byggst upp mikil innri spenna hjá Steingrími sem þarf að fá útrás á einhvern hátt. Fróðir menn segja að fátt veiti karlmönnum meiri útrás en að sprengja eða skjóta eitthvað í tætlur. Koma svo Steingrímur...
mbl.is „Of mörg mál óútkljáð um ratsjárstöðvar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gúrkutíð

Ekki hefur margt verið ritað hér að undanförnu og ekki er alveg von á að gerð verði bragarbót á að svo stöddu. Flutningar, netleysi ofl. eru þar aðaláhrifavaldar. En eflaust kemur maður bara sterkur inn á ný þegar meiri tími gefst.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband