Lokaspretturinn hafinn

Þá er komið á lokasprettinn í verkefnavinnunni. Rúmlega fjögurra mánaða vinna að baki og námsferlinum hér í Óðinsvéum að ljúka. Tókum okkur til við að prenta hluta af viðaukum og fylgigögnum í dag og gera aðrar ráðstafanir eins og kaup á möppum og slíku. Síðan er það á mánudaginn sem allt heila klabbið verður prentað út og sett í möppur. Taldist til áðan að þetta færi nærri því að vera um 400 síður þegar allt er talið. Verður ágætt að losna við að gera fleiri svona verkefni í bili þrátt fyrir að eflaust muni eitthvað í þessa áttina koma upp í vinnunni.

Nú styttist síðan óðum í að maður sleppi út á vinnumarkaðinn á nýjan leik og geti farið að láta ljós sitt skína. Vonandi að námið eigi eftir að skila sér á nýja/gamla vinnustaðnum og það verður gott að koma aftur og hitta hópinn á ný. Ekki verður síðra að komast aftur í nábýli við stórfjölskylduna enda oft búið að vera erfitt að vera langdvölum í burtu og missa af ótöldum fermingum, brúðkaupum og afmælum svo ekki sé minnst á brandaraflóð eða knattspyrnukeppnir. Endanleg heimkoma hefur verið sett þann 8. júlí og nýju íbúðina flytjum við síðan í þann 15.

Eitthvað á maður nú eftir að sakna Danmerkur og eflaust því meira eftir því sem frá líður. Hér hefur verið ánægjulegt að búa og gott að læra. Hinsvegar hefur maður heyrt að glansinn fari fljótt af hér þegar fólk fer að vinna og kynnist skattkerfinu af eigin raun. Hér hefur maður kynnst fjöldanum öllum af fólki og eignast marga nýja vini sem etv. hefði ekki orðið raunin ef maður hefði ekki slitið heimdraganum.

Nú er bara að klára dæmið og einbeita sér síðan af flutningunum heim. Ef það væri nú hægt í öllum þessum hita.Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Við græðum bara á svona útstáelsi....Hlakka til að verða nánast nágrannar í Hafnarfirðinum, sakna þó ekki kuldans, þrátt fyrir hitasvækjuna sem einnig "hrjáir" okkur nú í Sverige. Gangi þér vel með lokahnykkinn og flutningana, hilsen fra Sverige

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 26.5.2007 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband