Er loksins komið að því að taka til hendinni?

Það er auðvitað löngu komið að því að taka til hendinni í heilbrigðiskerfinu vestan hafs. Hef reyndar meiri trú að að Obama komi því í gegn heldur en Hillary enda eru Clinton hjónin víst í þessu af valdagræðgi einni saman en ekki vegna áhuga á að bæta kjör og aðstæður samborgara sinna. 
mbl.is Obama með heilbrigðisáætlun sem færir öllum sjúkratryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hillary hefur nú komið vel að bæði heilbrigðis og góðgerðarmálum, ekki siðlegt að rakka hana niður fyrir þau mál.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 02:31

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Alls ekki að rakka hana niður á neinn hátt. Er hinsvegar að vísa til nýlegrar fréttar varðandi það að árið 1989 vildi Hillary ekki skilja því það myndi skaða möguleika hennar og eða hans til að ná frama í stjórnmálum. Þetta var þrátt fyrir ítrekað framhjáhald af beggja hálfu og ekki hefur ástandið batnað síðan. Þetta finnst mér benda til þess að frægð og frami sé sett ofar öllu í fjölskyldunni og þar með ofar hugsjónunum. Held hreinlega að Clinton hjónin séu búin að vera of lengi í Washington og orðin of samdauna spillingunni og lobbýismanum og því sé tími til að fá ferska vinda inn í Forsetaembættið.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 30.5.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband