Á Hafnarfjörður ekki bót fyrir rassinn á sér???

Nú eru uppi miklar spekúlasjónir varðandi Hitaveitu Suðurnesja og kaup sveitarfélaga á forkaupsréttarhlut sínum af ríkinu. Hafnfirðingar virðast ætla að fara illa út úr þessum viðskiptum og ætla að selja sinn forkaupsrétt til Orkuveitunnar en ekki að eiga hann áfram. Þessu veldur auðvitað ekkert annað en óstjórn sem ekki bara birtist í fjármálastjórn bæjarins heldur einnig í stjórnsýslunni. Taprekstur bæjarfélagsins heldur áfram með engan endi í augsýn og hlýtur þá að fara hrollur um marga sem átta sig á þeirri staðreynd að Gunnar Svavarsson er nú orðinn formaður fjárlaganefndar. Hann hefur eflaust fengið mikið af meðmælum í þá stöðu fyrir ráðdeildarsemi sína í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar.

Hvað afrekin í stjórnsýslunni varðar er þess skemmst að minnast þegar bæjarstjórnin ákvað við lok 5 ára ferlis, eftir útgjöld uppá nærri miljarð króna, að setja eitt af fyrirtækjum bæjarins í íbúakosningu sem engu skilaði nema því að valda óróa í bæjarfélaginu og einnig þeim mikla tekjumissi sem er staðreynd. 1,4 miljarðar hefðu skilað sér í kassann á hverju ári og hefði viðbótin þýtt að meira að segja Lúlli og Gunnar hefðu getað skilað bæjarkassanum með smá afgangi. Hvað þá ef einhverjir ráðdeildarmenn réðu húsum.

Svona aulagang sitjum við Hafnfirðingar uppi með því er nú ver. Réttast væri að safna undirskriftum og krefjast afsagnar bæjarstjórnarinnar. Akureyringar riðu á vaðið í þeim efnum og ekki var nú stórt tilefnið á þeim bænum. Hér er um framtíð Hafnarfjarðar að ræða, ekki það hvort að ákveðinn aldurshópur fái að tjalda eina helgi á ári.

Burtu með bæjarstjórnina 

Áhyggjufullur Hafnfirðingur     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyr heyr.

Sigfús Sigurþórsson., 17.9.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

HAHH!

Þið kusuð þetta yfir ykkur - fyrst í sveitastjórnarkosningum og svo þegar þið kusuð um álverið.

Maður er nú búinn að glotta yfir ykkur  Engin veit hvað átt hefur fyrr en kosið hefur.

Er reyndar í lítið skárri stöðu að vísu er ekki búið að kjósa nein fyrirtæki héðan, en fjármálastjórnunin hér á Selfossi er "öll gjöld og skuldir í botni" og voru með þrjá bæjarstjóra á launum um tíma. Ég get þó amk huggað mig við að það voru Framsóknarsvik sem komu núverandi meirihluta að með þáttöku Samfó og VG. Eftir afhroð Framsóknar og Samfó í síðustu kosningum. Það var bara einn ljósastaur sem stóð á milli þess að þetta samkrull væri hægt eða það fengist almennileg stjórn hérna.

En þið Haffirðingar eruð ekki búnir að bíta úr nálinni með að kjósa gegn Alcan. Þeir heimsækja Ölfusið reglulega.

Júlíus Sigurþórsson, 17.9.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Júlíus, ég neita því algerlega að eiga neinn þátt í því að núverandi bæjarstjórn komst á koppinn, einnig neita ég því að eiga neinn þátt í þeim mistökum sem sú bæjarstjórn framkvæmdi með tilskipun um að kosið yrði um stækkun álversins.

Mig grunar að álíka sé með guðmund, án þess að ég hafi neitt fyrir mér, og tek það fram að ég er ekki að svara fyrir hans hönd.

Kveðja.:

Sigfús Sigurþórsson., 18.9.2007 kl. 20:07

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Efst á top listanum yfir pólitísk mistök og rangt mat á aðstæðum.

Samfylkingin í Hafnarfirði sér fram á stórt fjárhagslegt tap við að stækka ekki álver - en er undir tískubólunni "allt er vænt sem vel er grænt". Með í farteskinu boðskap úr stjórnarandstöðunni að ekki megi virkja og byggja.

Vonandi að með íbúakosningu geti þeir stækkað OG haldið græna andlitinu. Lenda svo þeirri staðreynd að vera búnir að byggja íbúðarhverfi í grend við álverið að það næst naumur meirihluti gegn stækkuninni.

Sitja svo í skuldasúpunni - búnir að uppgötva að ef þú leggur saman náttúruverndarsinna + menntaskólakrakka + eigendur húsa í grend við álverið, dregur svo frá fjöldanum þá sem ekki hafa áhuga á málinu eða nenna ekki að kjósa = 50,1% gildra atkvæða.

Meina - eru með stórt álver sem borgar lítið en með 100% sjónmengun, loftmengun og besta byggingarlandið blokkerað, gátu stækkað það aðeins og fengið HELLING af peningum - með lítilli viðbót af mengun .... og klúðra því.

Júlíus Sigurþórsson, 18.9.2007 kl. 20:31

5 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sælir

Júlíus. Því miður var ég ekki orðinn kjörgengur í kosningunum en bý við það að þurfa að hlíta úrslitunum eins og 49,9% Hafnfirðinga. Reyndar hef ég heyrt þann orðróm að stór hluti þeirra sem sögðu nei hafi iðrast þess um leið og í ljós kom hversu lítil innistæða var fyrir málflutningi Sólar í Straumi. Bæjarfélagið situr því uppi með kosningar og bæjarstjórn sem 60% íbúa eru hundóánægðir með. Ætli verði eitthvað gert í því?  

Guðmundur Ragnar Björnsson, 19.9.2007 kl. 10:52

6 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Kemur í ljóst í næstu sveitastjórnarkosningum. Annars er lýðurinn bara svo fljótur að gleyma....

Júlíus Sigurþórsson, 19.9.2007 kl. 10:55

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég kaus ekki Samfylkinguna, hvorki í sveitarstjórnarkosningunum eða til Alþingis, ég verð bara að láta þetta yfir mig ganga og vona bara að minni landans lagist.

Jóhann Elíasson, 20.9.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband