11.3.2007 | 11:57
Ísland. Best í heimi

![]() |
Íbúar Hong Kong þeir lífseigustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2007 | 09:54
Málefnaleg umræða um stækkun Alcan í Straumsvík
Varð það á að blaða í gegnum Moggann nú í morgun. Þar kenndi að venju ýmissa grasa eins og venja er á sunnudegi. Meðal annars var þar að finna góða og málefnalega grein eftir Gísla G. Auðunnsson um stækkun Alcan í Straumsvík. Einnig var þar að finna aðra og heldur óskemmtilegri grein frá Margrétu Kristinsdóttur sem titlar sig fyrrverandi Samfylkingarkonu og skýtur föstum skotum á sína menn í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Það var hinsvegar ekki það sem fór mest fyrir brjóstið á mér, enda ekki innanbúðarmaður í Samfylkingunni í Hafnarfirði, heldur þau ómaklegu ummæli sem Margrét hefur uppi um samtökin Hagur Hafnarfjarðar. Svo að ég vitni beint í Margréti þá sagði hún orðrétt:
,,Samtök sem nefna sig Hagur Hafnarfjarðar" fara mikinn um þessar mundir og þar er eytt milljónum króna í auglýsingaherferðir þar sem Hafnfirðingar eru hvattir til að kjósa á þann veg að hið óhugnanlega álver fái að breiða úr sér eins og skrímsli um allan Hafnarfjörð - annars missi starfsmenn álversins vinnuna sína."
Nú veit ég ekki af hverju Margréti finnst álverið svona óhugnanlegt en hitt veit ég að samtökin Hagur Hafnarfjarðar eru grasrótarsamtök fólks sem annaðhvort tengist Alcan gegnum vinnu sína eða telur hag Hafnarfjarðar best tryggðan með áframhaldandi starfrækslu álversins og stækkun þess. Þar eru engar miljónir til reiðu heldur einungis það fé sem komið hefur frá Hafnarfjarðarbæ og hefur einnig farið til Sólar í Straumi.
Margrét heldur áfram á þessum nótum með órökstuddar dylgjur þar sem hún heldur því fram að sama ,,eitrið" komi frá álverinu og öllum bílaflota landsmanna. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt nema hún haldi því fram að CO2 sé eitur og útblæstri þess verði að hætta. Margrét þarf þá væntanlega að halda niðri í sér andanum til að takmarka eigin útblástur af þessu eitri.
Því miður virðist umræðan vera að færast á þessar nótur eftir því sem andstæðingum stækkunarinnar verður ljóst að þeir sem styðja stækkunina eru að eflast. Það er ódýrt að skreyta eigin málstað með óhróðri og órökstuddum dylgjum og þeirra Hafnfirðinga vegna sem enn hafa ekki myndað sér skoðun ættu allir aðilar að vanda sinn málflutning og ekki missa sig í tilfinningahitanum og fleygja fram orðum eins og óhugnanlegt og skrímsli. Hvað myndi Margréti finnast ef einhver segði það sama um hennar vinnustað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 22:43
Konur og (R)allgírinn
Þetta minnir mig á einn sígildann brandara um konuna sem var búin að koma bíl sínum á góðann skrið en taldi að þörf væri á að bæta enn í. Sá hún sér til mikillar gleði að hún átti einn gír til góða en á honum stóð R. Stóð ekki á því að hún skellti drossíunni í Rallgírinn með þeim afleiðingum að gírkassinn hrundi.
Annars finnst mér stundum að það ætti að gera á þessu rannsókn. Eru konur virkilega lélegri í að bakka bifreiðum eða er þetta bölvuð vitleysa í okkur karlrembunum? Konan mín sem er að öllu leyti hinn ágætasti bílstjóri og hefur ekið óhappalaust í ein 9 ár, á það til að fara alveg í kerfi þegar að því kemur að bakka. Það er eitthvað við blessaðann bakkgírinn sem veldur henni óþægindum og gerir jafnvel úr henni taugahrúgu. Ég sá hinsvegar lausn á þessu vandamáli í Ophru um daginn því þar var kynnt kerfi sem gat bakkað bíl í stæði og það eina sem bílstjórinn þurfti að gera var að stíga hóflega á bensínið. Einfalt, þægilegt og öruggt.
Vona bara að bíllinn hafi verið í Kaskó
![]() |
Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2007 | 20:57
Barcelona Real eða ,,el classico"
Nú er að hefjast eitt frægasta einvígi milli félagsliða í heiminum sem er leikur Barcelona og Real Madrid. Ekki er leiðinlegra að okkar maður er í hópnum og er vonandi að hann fái að spreyta sig enda ferskur úr leiknum gegn Liverpool. Verð að játa það að mitt hjarta slær með Katalóníumönnunum og hefur gert lengi og ofar Börsungum sitja þar aðeins Rauðu djöflarnir. Ég hef einu sinni komið á Camp Nou fyrir margt löngu síðan. Því miður var ekki hægt að sjá leik en völlinn skoðuðum við og safn félagsins. Völlurinn var mikil upplifun enda gríðarstór og rekur mig minni til að þar hafi komist fyrir nærri 120.000 manns áður en stæðunum var skipt út fyrir stæði. Þetta var eins og að horfa beint niður í pott og maður gat rétt ímyndað sér hvernig væri að vera á vellinum fullskipuðum eins og í kvöld.
Nú er hinsvegar bara að vona að Eiður hafi náð að hrista upp í mannskapnum þannig að Börsungar taki fram fína spilið sem verður að viðurkennast er eitt hið skemmtilegasta sem fyrirfinnst.
Spáin: 4-2 fyrir Barca og Eiður með þrennu
Áfram Barca
10.3.2007 | 18:34
Hetjur og hafnarboltakylfur
Skynsamlegt hjá greyjunum að vera ekki að leika hetjur. Hver veit nema þeir hefðu verið lögsóttir ef þeir hefðu lumbrað á kauða.
![]() |
Þrír Íslendingar sluppu með skrekkinn eftir ránstilraun í Flórída |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2007 | 10:11
Dómsdagur í Straumi. Kjarnorkustríð yfirvofandi????
Það er ekki öll vitleysan eins. Hélt nú að Sigmundur Ernir frændi minn ætti ekki svona til. Það er allavega vonandi að Heimir Már Pétursson fái ofanígjöf fyrir fréttamensku af þessu tagi ef fréttamensku skyldi kalla. Einhliða frétt hans af skoðanakönnun Blaðsins í gærkvöldi er skólabókardæmi um hvernig fjölmiðlar geta misbeitt valdi sínu og verið skoðanamyndandi í málum í stað þess að vera í hinni hlutlausu stöðu áhorfandans sem greinir satt og rétt frá atvikum og gefur öllum skoðunum færi á að koma fram.
Hér kom fram skoðanakönnun þar sem afar mjótt er á mununum um mál sem marga skiptir miklu. Hver eru viðbrögð fréttastofu Stöðvar 2, jú hún rýkur út og nær í fulltrúa Sólar í Straumi í viðtal þar sem hann líkir sér við Davíð í baráttu við Golíat. Miðað við þá fjölmiðlaumfjöllun sem Sólarmenn hafa fengið er nú öðru nær. Engin viðtöl hafa verið tekin við fulltrúa Hags Hafnarfjarðar, til að mynda Inga Rútsson eða Jóhönnu Dalkvist, sem eru nýstofnuð samtök Hafnfirðinga sem eru hlynntir stækkun á meðan Sólarmenn hafa getað haldið sínar einræður óáreittir í fjölmiðlunum og slengt fram órökstuddum dylgjum án þess að nokkur hafi verið fenginn til þess að svara þeirra málflutningi því ekki gera fréttamennirnir það.
Dylgjur um að Alcan hafi veitt hundruðum miljóna í kosningaherferð eru að sjálfsögðu fjarri lagi. Fyrirtækið hefur opnað upplýsingamiðstöð í Hafnarfirði og býður uppá skoðunarferðir um verksmiðjusvæðið tvisvar í viku og er áhugasömum bent á alcan.is hafi fólk áhuga á slíku. Ef þetta er borið saman við þann fría auglýsingatíma sem Sólarmenn hafa fengið þá held ég að sú fullyrðing að verið sé að berjast með vasahnífum í kjarnorkustríði standist varla. Hugsanlega átti maðurinn við hvað gerist eftir kjarnorkustríð þegar steinaldarbragur verður á öllu.
Lengi hefur verið talað um fjölmiðla sem fjórða vald samfélagsins. Með völdum fylgir ábyrgð og ef menn eru ekki tilbúnir að axla þá ábyrgð sem fylgir starfinu ættu þeir að finna sér önnur störf. Fréttamennirnir gætu hugsanlega haft áhuga á verkamannastarfi í Straumsvík hver veit.
9.3.2007 | 22:26
Glæsilegur sigur
Gaman að sjá gamla skólann standa sig vel. Liðið var bæði vel þjálfað og ekki síst taktískt þeas. svaraði á réttum augnablikum og las vel í spurningarnar. Það er alltaf áhætta að svara snemma en með reynslu kemur sú tilfinning sem þarf til að hitta á rétta augnablikið. Ekki voru það mörg atriðin sem fóru framhjá drengjunum en þó var sárt að missa Hokkaido og Þebu í hraðaspurningunum. Nú er bara að klára sig áfram í úrslitin.
Áfram MR
![]() |
MR sigraði MS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2007 | 21:03
Að treysta eða ekki treysta
![]() |
Flestir telja að Geir muni standa sig vel sem forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2007 | 20:44
De frække nyheder (Djörfu fréttirnar)
Ja hérna hér. Eftir alla þessa klámumræðu á Íslandi veit maður ekki hvort þorandi sé að fara út í þá umræðu. Búandi í Danmörku þá hef ég orðið var við á hverju Danir og Íslendingar hafa svipaðar skoðanir á sbr. stríðið í Írak og líka því sem þeir hafa ólíkar skoðanir á eins og erótík og klámi. Á Íslandi rjúka allir upp til handa og fóta þegar fréttist af leikurum í klám/erótískum myndum á leið til landsins í óskilgreindum erindum. Í Danmörku halda menn fjölsóttar erótískar messur og á einni sjónvarpsstöð hefur gengið þáttur að nafni Sex-skolen þar sem kynlífsfræðingur tekur hóp nemenda á skólabekk á besta sjónvarpstíma.
Það kom þó að því að Dönum misbauð. Erótískt karlablað að nafni Super auglýsti samkeppni á forsíðu sinni. Fyrstu verðlaun voru ekki af verri endanum því vændiskona að nafni Lára ætlaði að bjóða vinningshafanum í heimsókn og tók það sérstaklega fram að bakdyrnar væru alltaf opnar. Persónulega verð ég að segja að þetta gekk fram af mér, sem og Dönum almennt, enda ósmekklegt með afbrigðum. Hefur blaðið nú verið kært fyrir að eiga milligöngu um vændi sem er bannað í Danmörku.
Mig hryllir hinsvegar við því ef slíkt hefði átt sér stað á Íslandi því eflaust hefðu skollið á óeirðir miðað við upphlaupið sem varð um daginn enda klámþol Íslendinga greinilega mun lægra en Dana sem er kannski ágætt án þess að ég ætli að gerast dómari í því máli.
Fyrir þá sem vilja kynna sér umfjöllun BT um málið geta smellt hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 19:54
Breytingar breytinganna vegna
Var að skoða síðustu Gallup könnun. Það sem kemur mér mest á óvart í þeirri könnun er sú staðreynd að Frjálslyndir halda ekki ferð sinni áfram niður á við. Þeir fara uppávið um 1% úr 5,4% í 6,4%. Ég hafði búist við tölum í kringum 3-3,5% enda allir aðrir flokkar nánast búnir að afskrifa samstarf við flokkinn vegna hinn öfgakenndu skoðanna þeirra í innflytjendamálum. Skil reyndar ekki að það sé grundvöllur fyrir slíku á Íslandi. Á Íslandi eru nánast engir útlendingar á framfæri samfélagsins eins og þekkist á norðurlöndum þar sem atvinnuleysi meðal innflytjenda er landlægt, jafnvel í góðæri. Á Íslandi eru flestir inflytjenda frá Austur-Evrópu og kristnir á meðan í Danmörku og Svíþjóð eru innflytjendurnir að stórum hluta múslimar og frá Miðausturlöndum. Ég skil því mætavel að það ríki ákveðin tortryggni gagnvart útlendingum á Norðurlöndum á meðan ég á erfitt með að skilja slíka tortryggni hjá samlöndum mínum. Vonandi að fólk átti sig á því hverskonar málstað það er að styðja og komi í veg fyrir að hér verði til öfgaafl til frambúðar.
Hvað aðra flokka varðar á ég enn erfitt með að skilja flótta kjósenda til vinstri. Þar á ég ekki bara við flótta frá stjórnarflokkunum til stjórnarandstöðunnar heldur sérstaklega frá Samfylkingunni til VG. Er fólk virkilega að láta blekkjast af þeirri grænu slikju sem Steingrímur J. og hinir gömlu kommarnir eru búnir að sveipa sig í? Er fólk virkilega að láta það í ljósi að þessi flokkur sé hæfur til að fara með hagstjórn á Íslandi. Með svona fylgistölum verður þessi flokkur allt of áhrifaríkur og gæti hugsanlega komið málum í gegn sem meira en 90% landsmanna myndu ekki hugnast.
Samfylkingin stendur í stað milli mánaða og hlýtur það þó að vera léttir á þeim bænum en samt vonbrigði að ekki skuli þokast uppávið og sérstaklega hlýtur það að vera áhyggjuefni að konur flýja flokkinn eins rottur sökkvandi skip. Hryllir konum virkilega svo við því að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra eða vilja þær bara frekar Steingrím?
Framsóknarmenn geta ekki verið annað en óánægðir með útkomuna því eftir að hafa þokast uppávið í febrúarkönnuninni. Spurningin er hvort að flokksþingið og stjórnarskrármálið sé farið að hafa áhrif eða hvort þetta eigi Framsóknarmenn inni fyrir næstu könnun.
Sjálfstæðismönnum hlýtur að hafa svelgst á morgunkaffinu eftir að hafa séð könnunina í morgun enda allþekkt að flokkurinn kemur venjulega betur út í könnunum en í kosningum. Ef ekki verður bragarbót á þessu þá er hætt við að flokkurinn verði nálægt 30% í kosningunum sem getur varla talist góð útkoma á þeim bænum.
Það sem veldur mér persónulega áhyggjum er að hófsömu miðjuflokkarnir þeas. Samfylking og Framsókn standa fremur veikt í þessari könnun og því er hætt við að stöðugleikinn sem verið hefur hér á landi heyri sögunni til eftir kosningar. Það er þó hægt að hugga sig við að enn er langur tími til kosninga og margt getur enn breyst. Kjósendur geta enn áttað sig á þeirri staðreynd að breytingar breytinganna vegna er ekki alltaf það sem þarf.