8.3.2007 | 16:59
Ship ohoj
Ánægjulegt að menn séu á varðbergi fyrir svona löguðu. Þetta er náttúrulega stórhættulegt athæfi. Ekki er langt síðan drukkinn stýrimaður sigldi flutningaskipi á brúna yfir Stórabelti með þeim afleiðingum að hann lést.
Eftir einn ei sigli neinn.
![]() |
Drukkinn skipstjóri fékk ekki að láta úr höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 19:50
Svæfingarlæknir sjálfstæðisflokksins
![]() |
Geir segir enga niðurstöðu komna í auðlindamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2007 | 19:33
Álið og Ísland
Fyrir 40 árum síðan byggðu Íslendingar allar sínar tekjur á útflutningi fiskafurða sem var háður þeim sveiflum sem náttúran býður uppá. Síðan þá hefur önnur stoð verið rekin undir íslenskt atvinnulíf en það er álframleiðsla sem skilað hefur vaxandi tekjum í þjóðarbúið. Á allra síðustu árum hefur síðan ferðaþjónustan orðið hin þriðja. Þessar þrjár greinar eru þær sem standa undir þjóðarbúinu og af útflutningsvörum vigta sjávarafurðir 50% og ál 25%(heimild Hagstofan). Nýjasta hagnaðarvonin, fjármálaviðskipti, telja ekki sem útflutningsvara enda ekki um virðisaukandi framleiðslu að ræða.
Virðisaukandi framleiðsla, það er að segja framleiðsla þar sem vara er auðguð þeas. gerð verðmætari en hún var fyrir, er sú framleiðsla sem hagvöxtur byggist á. Heildsala, smásala, sumar tegundir þjónustu og flutningur á fjármagni er ekki framleiðsla þar sem virðisaukning á sér stað. Á slíkri framleiðslu er yfirleitt ekki hægt að byggja heilt hagkerfi (undantekning gæti verið Mónakó) heldur þarf virðisaukandi framleiðslu. Danmörk er gott dæmi um slíkt þar sem smáiðnaður blómstrar með Evrópumarkaðinn galopinn og tilbúinn að taka við fullunnum hágæða iðnaðarvörum. Danir búa reyndar við það hagræði að þaðan kemst flutningabíll á innan við 20 tímum nánast hvert sem er í Evrópu. Þetta hefur leitt til mikillar framleiðsluhagræðingar á undanförnum árum þar sem japanskar framleiðslu aðferðir hafa verið teknar til handargagns í dönskum fyrirtækjum með þeim árangri að þrátt fyrir hátt launastig eru Danir samkeppnisfærir á sínum sviðum.
Á Íslandi er þörf fyrir að halda áfram að styrkja undirstöður hagkerfisins. Eins og margir lærðu í sunnudagaskólanum er ekki gáfulegt að byggja hús á sandi heldur þarf traustar undirstöður til að byggja fjármála og þjónustuveldið á. Sjávarútvegurinn býður ekki upp á mikil sóknarfæri utan þess að hægt væri að ganga lengra í fullvinnslu og jafnvel pakkningu í neytendaumbúðir. Landbúnaðinn er eins og allir vita búið að setja á vonarvöl og virðist þurfa kraftaverk til að snúa þeirri þróun við og byggja upp þá grein á ný. Iðnaður fyrirfinnst á landinu en að mestu í smáum stíl fyrir utan áliðnað en hann er er eins og sniðinn fyrir íslenskar aðstæður. Hér er að finna endurnýtanlegann orkugjafa í vatnsorku sem nú finnst á sífellt færri stöðum í heiminum og góð hafnaraðstaða víða um land. Það er því upplagt að halda áfram uppbyggingu í áliðnaði hér á landi því það þýðir að Ísland verður stórt á þessum markaði með þeim hlunnindum sem því fylgja. Sérþekking og framleiðsla á fullunninni vöru úr áli getur verið hluti af framtíðinni.
Það er samt ekkert sem mælir á móti því að orkan verði nýtt í fjölbreyttann iðnað ef hugvit og fjármagn fæst til. Fjarlægð Íslands frá stórum mörkuðum mun þó ávallt stýra því hvað er hagkvæmt að framleiða hér á landi og því mun orkufrekur iðnaður trúlega ávallt vera hagkvæmasti kosturinn í því vali.
Undanfarið hefur margt verið ritað og rætt um stækkun álversins í Straumsvík og margt af því hefur verið gáfulegt en annað síður gáfulega mælt. Nú ber hinsvegar svo við að ekki virðist vera neinn pólitískur stuðningur við framkvæmdina amk. ekki opinberlega. Svo virðist vera að stjórnmálamenn á Íslandi séu skíthræddir við að láta bendla sig við stóriðju á kosningavori á meðan það er rosalega inn að vera á móti. Í þessu tilfelli er ekki verið að ræða um jafn hrikalegar framkvæmdir og voru á Austurlandi heldur er raforkan sótt á marga staði og í Þjórsá eru nýttar eldri miðlanir. Hvað varðar mengun er það eina sem um er vert að tala aukning á útblæstri CO2 sem verður eðli málsins samkvæmt umtalsverð en það sem fólk gleymir er að ef ekki verður af stækkun hér verður byggt eða stækkað einhversstaðar annarstaðar td. í Dubai. Hvað heldur fólk að verði orkugjafinn þar, sólarorka kanski. Álframleiðsla hér á landi minnkar hnattræna mengun CO2 umtalsvert og það er þar sem við eigum að líta.
Stækkum í Straumsvík annað er umhverfisslys
PS. Það er í lagi að vera stuðningsmaður álframleiðslu, líka fyrir stjórnmálamenn
5.3.2007 | 21:21
Aumingja Móri
![]() |
Mourinho: Við eigum meira lof skilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2007 | 19:30
Valfrelsi þjóðarinnar????
Hvenær á þetta að taka enda með þessa vitleysu. Það er sjaldan sem ég á samleið með stuttbuxnadrengjunum úr Valhöll. Hér erum við hinsvegar sömu skoðunar. Ríkisreknir fjölmiðlar eru tímaskekkja á 21 öldinni eins og allir hljóta að sjá. Það eru aðrar leiðir til að uppfylla öryggishlutverkið og menningarhlutverk ríkisútvarpsins en að reka allt þetta batterí í harðri samkeppni við einkaaðila. Í Danmörku er þetta orðið aðhlátursefni á götunum því ríkisútvarpið þar ákvað að byggja útvarpshús sem er nú þegar hlaupið 2 miljarða DKK fram úr áætlun og er langt frá því að vera fullbyggt. Þetta er bara dæmi um það hvernig ríkisrekstur án ábyrgðar getur farið.
Styrkveitingar til innlendrar dagskrárgerðar og útboð á almannaþjónustunni er meðal leiða sem hægt er að fara. Í upphafi væri að minnsta kosti hægt að minnka umsvifin niður í að reka einungis Rás 1 á fjárlögum og vinna sig áfram útfrá því.
Leyfum fólkinu í landinu að velja hvað það vill hlusta á, horfa á og greiða fyrir.
![]() |
Nýr þjónustusamningur gerður við Ríkisútvarpið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2007 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 10:21
Andstaða við álver þá og nú
Í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið undanfarið bæði hvað varðar stækkun álversins í Straumsvík og Kárahnjúkavirkjun og framkvæmdir á Austurlandi finnst mér rétt að benda á nokkur atriði sem mér finnst merkileg við þessa umræðu.
Fyrir 40 árum síðan stóð til að reisa á Íslandi fyrsta stóriðjufyrirtæki á sögu landsins. Í fyrsta sinn skyldu orkulindir landsins beislaðar til að stuðla að auknum hagvexti og framförum í landinu. Þá eins og nú voru skiptar skoðanir um framkvæmdirnar og þá eins og nú var línan að mestu leyti dregin milli stjórnar og stjórnarandstöðu í málinu. Þáverandi stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks studdi málið með ráðum og dáð meðan stjórnarandstaðan skipuð Framsókn og Alþýðubandalagi barðist gegn því. Helstu rök Alþýðubandalagsmanna voru þau að erlent fjármagn væri rót alls ills og slíkt ætti að stöðva á meðan Framsóknarmenn virðast annaðhvort hafa verið á móti vegna staðarvalsins eða vegna þess að málið var stjórnarfrumvarp. Umræðan um málið var eins og búast mátti við ómálefnaleg í meira lagi og fann ég á sínum tíma aðeins eina blaðagrein þar sem fjallað er um málið á efnislegan hátt án þess að toga og teygja staðreyndir til að fella að eigin málsstað.
Því miður hefur Íslendingum lítið farið fram á þessum fjörtíu árum. Enn litast umræðan af ómálefnalegum dylgjum sem ekki byggja á röksemdum og þegar rætt er um aðra kosti í stöðunni eru margir fljótir til að byggja upp skýjaborgir þar sem hátækni og þekkingariðnaður virðist vera töfralausnin í dag. Að mér vitandi hefur enginn komið með dýpri útfærslu á slíkum lausnum og því hefur slíkt hjal meiri pólitík á bak við sig en tengingu við raunveruleikann. Nú eins og þá er það nánast skylda stjórnarandstöðunnar að vera á móti málefnum ríkisstjórnarinnar og öfugt.
Auðvitað er málið ekki eins einfalt og þetta hljómar en fyrir 40 árum síðan átti td. Alþýðuflokksmaður sem var á móti stóriðju eflaust erfitt uppdráttar við að koma sínum á framfæri í Alþýðublaðinu og hið sama hefði átt við Alþýðubandalagsmann sem hefði verið stuðningsmaður að koma sínu fram í Þjóðviljanum. Í dag þekkist ekki ritskoðun eða ritstýring af þessu tagi. Allir geta komið sínum skoðunum á framfæri sem vilja og með því skapað málefnalega umræðu. Það er því alger óþarfi að fólk láti stýrast af hinum gömlu hömlum flokkshollustunnar. Það er í lagi fyrir vinstri græna að vera stuðningsmenn stóriðju sem minnkar hnattrænan útblástur CO2. Það er í lagi fyrir Samfylkingarmenn í Hafnarfirði að vera með stækkun álvers í Straumsvík þrátt fyrir að flokksforystan hafi lýst yfir andstöðu sinni og svo má lengi telja.
Nú ætla ég ekki að halda því fram að stækkun í Straumsvík sé einkamál Hafnfirðinga en þar sem þeir eiga að kjósa um málið er brýnt að þar fari fram frjáls og óheft umræða um málið og að núverandi bæjarstjórn geti tjáð sig um málið hvernig sem flokksforystunni líkar það. Múlbinding bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í málinu er gott dæmi um það að þó ekki finnist lengur hreinræktuð flokksmálgögn (þó að Mogginn líkist stundum kosningablaði D-listans stuttu fyrir kosningar) þá er gamli flokksaginn enn til staðar og hvergi er það greinilegra en hjá vinstri grænum þar sem taktfastur riverdance ræður ríkjum. Held að gamli Kim Il Sung hefði getað verið stoltur af því hvernig flokkurinn leggur sínar línur og allir dansa með.
Málfrelsið lifi
3.3.2007 | 15:22
Óverðskuldað en sætt
Ekki er hægt að segja að mínir menn frá Manchester borg hafi spilað góðann fótbolta í dag. Reyndar var þetta svona týpískur toppslagur þar sem menn vildu ekki hætta miklu en þó voru Liverpoolmenn viljugri fram á við. Ferguson gamli gerði þau mistök að hafa Larson í byrjunarliðinu sem er óskiljanlegt fyrst hann ætlaði ekki að tefla á tvær hættur. Saha er mun betri í að ná og halda boltanum með mann í bakinu en Larson fyrir utan að vera stærri, sterkari í loftinu og fljótari. Hefði eflaust getað gert Carragher og Agger marga skráveifuna. Larson fékk aldrei að njóta sín í stuttu spili enda komu United menn sjaldan fram yfir miðju í stórum hópum.
Þegar maður eftir á horfir síðan yfir leikinn finnst manni að jafntefli hefði trúlega verið sanngjarnt því fyrir utan markið var klárlega víti þegar Saha var felldur. Hinsvegar voru Liverpoolmenn ógnandi allann leikinn og hefði markið hjá Bellamy verið látið standa hefi lítið verið hægt að segja við því því svo mikið var það á línunni að línuvörðurinn hefði getað flaggað hvað sem er og ekki haft rangt fyrir sér.
Það gleðilega við úrslitin er auðvitað það að nú eru 12 stig í Chelski og lítið eftir af móti. Stóra spurningin er bara hvort að menn nái að keyra þetta í hús. Eins og einhver sagði þá er mótið ekki búið fyrr en feita konan syngur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 21:29
Ábyrgð foreldra
Þar sem ég sit hér í óeirðahrjáðu konungsríki Klukkuborgara verður manni hugsað til þess hvar foreldrarnir séu. Eftir að hafa horft tímunum saman á unglinga niður í 13 ára kasta múrsteinum í lögreglu getur maður varla orða bundist. Og ekki nóg með það, fjölmiðlarnir tóku viðtal við 45 ára konu sem hafði verið handtekin ásamt 13 ára dóttur sinni í hinu fræga húsi ungdómsins við Jagtvej 69. Að konuskömmin skuli hafa það í sér að sýna sig fyrir alþjóð skil ég ekki enda greinilega alinn upp á annan hátt. Fyrr myndi helvíti frjósa en foreldrar mínir myndu láta hirða sig með yngstu systur minni við óeirðir af þessu tagi.
Sem foreldri þekki ég vel þau verkefni og þá ábyrgð sem á foreldrum hvílir. Aukin agavandamál í skólum og almennt agaleysi í þjóðfélaginu bendir hinsvegar til að einhverstaðar sé pottur brotinn í uppeldisferli þessara barna. Hafa foreldrar þeirra lagt of mikla áherslu á að vera vinir og félagar barna sinna í stað þess að kenna þeim muninn á réttu og röngu? Hafa foreldrarnir ekki tíma til að sinna uppeldinu og láta börnin alast upp í reiðileysi þar sem þau lenda oftar en ekki í slæmum félagsskap. Danski dómsmálaráðherran birtist hér áðan í kvöldfréttunum og hvatti foreldra þeirra barna sem nú ráfa um götur Kaupmannahafnar í leit að vandræðum til að hafa uppi á þeim og koma í veg fyrir að þau þyrftu að sækja þau í varðhald hjá lögreglunni. Auk þess lýsti hún yfir hneykslun sinni á þeim foreldrum sem létu þetta viðgangast.
Hverskonar framtíð stefnum við í mót ef þetta er æskan sem á að erfa landið einn góðann veðurdag. Gerist það sama og með hina frægu 68 kynslóð og blómabörnin sem reyndist síðar meir sú sjálfselskasta af öllum kynslóðum og sú eyðslusamasta, eða heldur æskan áfram sínum hrunadansi í trássi við lög og reglu.
Vonandi taka foreldrarnir sér nú taki og fara að ala börnin upp eins og þeim ber skylda til.
2.3.2007 | 18:43
Bundinn og keflaður
19.2.2007 | 21:50
Baráttan um hjörtu og hugi Íraka
Eitthvað virðist Bandaríkjamönnum ganga illa að læra lexíu fortíðarinnar. Mannfall í liði þeirra vex dag frá degi án þess að áþreifanlegur árangur láti á sér bæra. Lausnin virðist vera augljós fyrir bæði repúblikana og demókrata. Repúblikanar segja að það þurfi fleiri menn og Demókratar segja að það þurfi að koma sér í burtu og viðurkenna að þetta hafi verið mistök frá upphafi.
Þetta hljómar kunnuglega hmmm. Kanski af því að þetta var staðan í Víetnam fyrir tæplega 40 árum. Yfirmaður Bandaríkjahers, mikill harðnagli að nafni W. Westmoreland, hafði þá eins og Bush nú gersamlega mislesið stöðuna. Báðir þeystu í bæinn á rykugum kúrekastígvélunum með byssur á lofti og skoruðu andstæðinginn á hólm en áttuðu sig ekki á að bændur með heygaffla eru ekki æstir í að berjast við byssuglaða kúreka, þeir hafa meiri áhuga á að stinga kúrekann í rassinn þegar hann veit ekki af.
Það sem Bush hefði átt að skoða áður en hann óð inn í Írak á skítugum skónum var hvernig eftirmaður Westmorelands, Creighton Abrams (eftir hverjum M1 Abrams er nefndur), tók á málum í Víetnam. Í stað þess að reyna að útrýma skæruliðum með ,,finna og eyða" aðferðum einbeitti Abrams sér að því að byggja upp S-Víetnamska herinn og að verja samfélög S-Víetnams fyrir árásum kommúnista. Þetta tókst svo vel að S-Víetnam hrundi stórárás N-Víetnama 1972 og hefði eflaust lifað áfram ef Nixon nokkur hefði ekki stungið ,,rýting í bakið" á þeim við friðarsamningana í París. Einnig hefði Bush getað skoðað baráttu Breta við skæruliða í Malaya sem beittu svipuðum aferðum.
Bush er greinilega staðfastur í að reyna að klúðra Íraksdæminu sínu og aldrei þessu vant er lausn Demókrata trúlega skárri en hans. Spurningin er bara hvort að tvö ríki heittrúaðra Shíamúslima sé það sem heimurinn þarf á þeim stað þar sem helmingur olíubirgða jarðar finnast þessa stundina.
![]() |
Fleiri bandarískir hermenn láta lífið í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |