Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.11.2008 | 23:56
Launahækkun vs. launalækkun
Það væri athyglisvert að vita hversu lengi kjararáð er að taka ákvarðanir um launahækkanir. Samkvæmt formanni kjararáðs þá virðist þetta munu taka allnokkurn tíma og þá er spurningin hvort að þetta komi einhvern tíman til framkvæmda.
Ein áleitin spurning sem vaknar. Hver ákveður laun Kjararáðs?
![]() |
Engin niðurstaða hjá Kjararáði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2008 | 00:11
Björgvin segist ekki hafa tekið saman formlegt minnisblað um fundinn
Þetta segir allt sem segja þarf um hæfi Björgvins til að gegna ráðherrastarfi. Ef hann getur ekki tekið niður það sem fram fór á fundi hans og Darling getur það varla þýtt annað en að hann hafi ekki skilið það sem fram fór á fundinum og ekki einu sinni haft rænu á að hafa með sér aðstoðarmann sem hafði einhver skilningarvit í lagi.
Hversu lengi á að hafa okkur að fíflum með því að láta svona menn sitja?
Sjá frétt Vísis hér.
24.11.2008 | 23:35
Allir í sama bátnum
Þá er það klárt. Það þýðir ekki fyrir Samfylkinguna að segja að hún viti ekki neitt eða þykist ekki vita neitt. Það er nú kýrskýrt að allar stjórnarathafnir eru á ábyrgð allra stjórnarþingmanna.
Davíð Oddsson situr í skjóli 42 þingmanna
Fjármálaeftirlitið situr í skjóli 42 þingmanna
Árni Mathiesen situr í skjóli 42 þingmanna
Björgvin G. Sigurðsson situr í skjóli 42 þingmanna
Stjórnendur gömlu bankanna sitja í skjóli 42 þingmanna
Það er alveg sama hvað Össur bloggar, Ingibjörg rífur kjaft og bókar á ríkisstjórnarfundum að seðlabankastjórn sitji ekki í hennar skjóli. Það eina sem slíkt getur haft uppá sig er að þau verða sér til enn meiri minnkunar en orðið er.
Hversu margar undirskriftir þarf til að knýja fram kosningar í vor? 20.000? 30.000? Við þurfum að hrifsa völdin aftur frá þessum óhæfu stjórnvöldum og kjósa okkur ný sem að vita hvert við erum að fara. Núverandi stjórn veit ekki einu sinni hvaðan hún er að koma og því síður hvert hún er að fara. Henni er því ekki sætt.
![]() |
Vantrauststillaga felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 21:23
Ráðherrar marklausir við núverandi aðstæður!!!!
![]() |
Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 11:12
Út með hústökufólkið
Þetta fólk ræður ríkjum í stjórnarráðinu, seðlabankanum og á Alþingi í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Þetta lið þarf að hreinsa út og gera þetta öfugt við Spaugstofuna í gær. Færeyingar geta eflaust lánað okkur eyju til að geyma þetta lið á ef að við treystum okkur ekki til að geyma þau í Surtsey.
Annars er þessi könnun helst merkileg fyrir það að einungis helmingur svarar. Það segir kanski meira um traust almennings til stjórnmálamanna en nokkuð annað. Það er greinilega þörf á alsherjar tiltekt í stjórnkerfinu.
Það er hinsvegar ótrúlegt já blátt áfram fáránlegt að Samfylkingin njóti 33% fylgis. Það lýsti sér best í ræðu Ingibjargar í gær þar sem að hún vísar allri ábyrgð frá Samfylkingunni, hún hafi ekkert gert af sé. Það var sem sagt engu hægt að breyta á síðustu 18 mánuðum, ekkert hægt að gera til að undirbúa bankakerfið, ekkert hægt að gera til að styrkja regluverkið semsagt ekki hægt að gera neitt nema gagnrýna eigin ríkisstjórn eftir vinnu á daginn. Það er greinilegt að engin viðbragðsáætlun var gerð eftir að lausafjárkreppan hófst og vel að merkja hún hófst 3 mánuðum eftir að Samfylkingin fór í ríkisstjórn. Merkingalaust blaður Samfylkingarinnar að þetta sé allt því að kenna að við séum ekki í ESB með Evru er ótrúlegt að hlusta á. Ef að þetta var svona mikilvægt afhverju var þetta þá ekki aðalbaráttumál þeirra í kosningunum 2007 og síðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig er hægt að taka mark á svona fólki?
Sá popúlismi sem að felst síðan í því að tveir ráðherrar kalla eftir kosningum (þeir tveir ráðherrar sem að myndu aldrei lifa þær af hvort eð er) á meðan formaðurinn síðan flytur ræðu þar sem að hún segir að Samfylkingin myndi græða á kosningum en ætli samt ekki að hvetja til þeirra. HRÆSNI!!!
Staðan er í rauninni sú að Samfylkingin var of upptekin við að koma sínu fólki í góðar stöður í stjórnkerfinu og að láta sér líða vel í nýju stólunum með einkabílstjórana til þess að sinna því sem að þau raunverulega áttu að gera, að gæta hagsmuna fólksins í landinu.
Það þarf varla að eyða orðum á lyddurnar í Sjálfstæðisflokknum sem eru orðnir svo grónir í sínum stólum og uppfullir af valdhroka að maður veit ekki hvort að best sé að gráta eða hlægja.
Þennan lýð þarf að hreinsa út, ef það sér ekki sómatilfinningu sína í að standa upp sjálft.
![]() |
31,6% stuðningur við stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2008 | 17:12
Damage control!!!
Hlustaði á blaðamannafund Sollu og Geirs í gær. Það er alveg augljóst afhverju síðustu blaðamannafundir eru haldnir á föstudagseftirmiðdögum. Það er verið að reyna að draga úr fólki til þess að það hópist ekki á Austurvöll. Ómarkvisst hálfkák lýsir best því sem borið er á borð fyrir Íslendinga síðastliðna föstudaga og því engin furða að að sívaxandi hópur fólks flykkist á Austurvöll og láti þau heyra það.
Burt með ríkisstjórnina
![]() |
Íslendingar láti ekki kúga sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 22:11
Ánægjulegt að Geir fær ennþá hugmyndir
![]() |
Hugmynd forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 19:43
Hefur Sundurfylkingin eitthvað vit á því að vera samstíga???
![]() |
Nauðsynlegt að vera samstiga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 22:46
Er Gylfi að berjast fyrir Baug, Samfylkinguna eða verkalýðinn eins og hann er kjörinn til?
Það hefur verið alveg sérstakt að hlusta á Gylfa tjá sig um ástandið undanfarið. Ekki má minnast á afnám verðtryggingar því að þá tapa lífeyrissjóðirnir svo miklu. Ég spyr bara "og hvað með það". Lang stærstur hluti þess fólks sem er að fá úr lífeyrissjóðum núna þurfti aldrei að borga fyrir sitt húsnæði nema að litlu leyti, þeas. ef að það var keypt á milli 1960 og 1980. Verðbólgan át lánin með húð og hári. Ef að það er einhver hópur sem að getur tekið á sig meiri byrðar þá er það þessi hópur. Hversu miklu tapa lífeyrissjóðirnir líka ef að þúsundir heimila verða gjaldþrota?
Gylfi er kominn undir pilsfald ríkisstjórnarinnar og verður þar fastur á spena spillingarinnar sem að þar þrífst. ESB vælið í honum er líka alveg furðulegt. Ég er stuðningsmaður þess að sækja um en það er langt því frá sjálfgefið að við förum inn. Ég sel ekki sálu mína andskotanum í Brussel. Ef að þeir samningar gefa okkur ekki tækifæri á að verja okkar sérhagsmuni sem þjóðar þá mega þeir éta það sem úti frýs. Gylfi og Samfylkingin hafa nú þegar selt sig og það efalaust ódýrt og eru orðin heilalausir jámenn. Held að það þurfi nýja forystu þar eins og víða annarsstaðar.
![]() |
Líflegur ASÍ-fundur í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 18:34
Guðna verður sárt saknað en maður kemur í manns stað
Það kom fremur á óvart að Guðni skyldi segja af sér í dag. Ég átti hinsvegar von á því að hann myndi fremur tilkynna að hann hyggðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. Það er ákveðinn þrýstingur innan flokksins á breytingar en þær eru ekki á persónulegum nótum gagnvart Guðna heldur afleiðing hins þunga 12 ára samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eftir hvert sitja fjórir fyrrverandi ráðherrar af sjö þingmönnum. Það var talsvert áfall að sjá að þrátt fyrir aulagang og afleiki ríkisstjórnarinnar megnaðist flokknum ekki að ná yfir 10% fylgi á meðan annar aðalsökudólganna fitnaði eins og púkinn á Baugsbitanum. Það hjálpar auðvitað ekki að fjölmiðlarnir lepja alla vitleysuna upp úr Samfylkingunni.
Það er síðan athyglisvert að eina fólkið sem tekur ábyrgð á sinum gerðum þó að fyrir litlar sakir sé eru Framsóknarmenn. Þetta verður efalaust olía á eld þeirra sem krafist hafa afsagna undanfarið og það verður hlálegra með hverjum deginum að horfa á bláu og rauðu náttröllin daga uppi.
![]() |
Guðna verður saknað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |