Hefur Sundurfylkingin eitthvað vit á því að vera samstíga???

Þegar ráðherralið Samfylkingarinnar hefur sannað sig sem samansafn afdankaðra sólóista þá stígur leiðtogi rugludallana fram og hvetur til þess að menn eigi að vera samstíga. Hvernig er hægt að taka mark á svona þrugli. Það er eins og áður að mikið er um orð en fátt um gerðir. Það er sérstakt ríkisstjórnarsamstarf sem rekið er í fjölmiðlum. Held að þetta hafi ekki þekkst síðan í vinstri stjórninni 1979 þegar ráðherrar Alþýðubandalagsins (VG) fóru beint af ríkisstjórnarfundum til fjölmiðla til að ná því að vera fyrstur til að leka því sem fram hafði farið. Það sér hver heilvita maður að svona stjórnarhættir ganga ekki hvorki þá né nú. Á meðan ríkisstjórnin kemur fram sem 12 einstaklingar (ekki einu sinni sem tveir hópar) þá hefur enginn trú á okkur og því er best að boða til kosninga í apríl og kjósa nýtt fólk til að taka á málunum. Ég held að þangað til væri jafnvel betra að fá utanþingsstjórn skipaða af ORG líkt og 1942. Ferskur hópur sérfræðinga sem gætu einbeitt sér að verkefninu í stað þess að vera í vinsældapólitík myndu eflaust gera betur en hin gagnslausa núverandi ríkisstjórn.
mbl.is Nauðsynlegt að vera samstiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Best væri að stjórnin færi frá strax og þjóðstjórn sett á laggirnar fram að kosningum í vor,ef þessi stjórn fær að halda áfram svona frammá vor held ég að þjóðin verði komin það langt á botnin að við munum búa í torfkofum næstu árin!!!! Þjóðstjórn strax !!!!!!!!!!!

Marteinn Unnar Heiðarsson, 19.11.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: corvus corax

Tek undir með síðasta ræðumanni: Við heiðarlegir Íslendingar (höfum ekki verið í stjórnmálum) krefjumst afsagnar ríkisstjórnarinnar strax! Stjórnin hefur ekki umboð þjóðarinnar lengur! Það munu kosningar sýna svart á hvítu. Hvorki smáfylkingin né sjálfgræðgisflokkurinn mun hafa mannskap í meirihluta næstu áratugina.

corvus corax, 19.11.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband