Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

18% verðbólga og 10-15% atvinnuleysi. Hvað er hægt að gera?

Hvað er til ráða þegar svona er komið. Mér flaug í hug í einhverju bríaríi að eflaust er fjöldi útlendinga orðinn atvinnulaus en geta hvergi farið á meðan að þeir eiga húsnæði hér sem ekki selst á helfrosnum fasteignamarkaði. Ef að þetta fólk vill flytja annað þá tel ég að við ættum að aðstoða það við slíka flutninga á einhvern hátt. Þetta gæti létt á atvinnuleysinu fyrir þá sem ekki geta eða vilja leita fyrir sér erlendis. Fólk mun flytjast úr landi og við því er ekkert að gera ef að ekki er reynt að byggja upp fleiri atvinnumöguleika. Fjallagrasa lausn Andra Snæs og VG mun ekki halda fólki í landinu. Öflugir útflutningsatvinnuvegir munu hinsvegar gera það og á þá eigum við að treysta til framtíðar.

Er verið að búa til við og þeir til að styrkja stöðuna innanlands?

Það er þekkt aðferð til að byggja upp móral innan íþróttaliða að þjálfarinn bendi á að fjölmiðlar, dómarar og öll hin liðin séu á móti þeim. Hinsvegar efast ég um að Geir nái að styrkja móralinn hér á Íslandi. Hann hafði tækifæri til þess á fyrstu tveimur vikum þessa ástands en með því að gaufa áfram eins og sauður í myrkri þá hefur hann glatað öllu trausti og eins og fyrir flesta þjálfara þá er ekkert annað en að taka pokann sinn og fara. Því fyrr því betra.
mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum okkur úr NATO og fáum Kínverja á Keflavíkurflugvöll!!!!

Það er spurning um hvort að þetta verði lokalausnin. Vinafáir reikum við um heiminn með betlistaf og er allsstaðar vísað frá. Er því furða að við þurfum hugsanlega að leita okkur að nýjum vinum. Gömul bandalög virðast vera lítils virði og etv. þurfum við að mynda ný.
mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavinavæðing bestu vina aðal

Spillingardrottningin Ingibjörg Sólrún greip til róttækra aðgerða í ráðuneyti sínu. Til þess að hafa efni á að ráða bestu vinkonu sína í sendiherrastöðu var ákveðið að skera niður þróunarhjálp til fátækustu ríkja heims. Þessi stórmannlega framkoma við besta vin aðal sem orðin var atvinnulaus þegar framboðið til öryggisráðsins fór út um þúfur.

Svona ráðstafanir dæma sig sjálfar enda í boði Baugs.


mbl.is Stefnt að 2,3 milljarða sparnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að níðast á öryrkjum og ellilífeyrisþegum

Ég heyrði ljóta sögu um daginn. Kona sem hafði ekkert nema ellilífeyrinn hafði nurlað saman dálitlum sparnaði og keypt sér hlutabréf í tveim að gömlu bönkunum. Þetta er nú ekki í frásögur færandi fyrir annað en að fyrir tveimur árum seldi hún sína hluti sína í öðrum bankanum (hinn hluturinn hvarf um daginn) til þess að fjármagna það að loka svölunum. Fyrir þessa innlausn þurfti hún hinsvegar að greiða dýru verði því að ellilífeyrinn var skertur um verulegar upphæðir í meira en ár. Ellilífeyririnn var hinsvegar aðeins 85.000 krónur til að byrja með.

Eru þetta þakkirnar sem við sýnum fólki sem unnið hefur baki brotnu í 55 ár?

Hvar er réttlætið í því?


mbl.is Tryggt verði að ákvæði um 100.000 kr. frítekjumark verði framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með Björgvin

Björgvin G. Sigurðsson gerði endanlega uppá bak í gær. Í stað þess að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á því að vera ekki starfi sínu vaxinn þá beitir hann hinu hefðbundna Samfylkingarsvari "Ég vissi það ekki". Hann heldur því ss. blákalt fram að hann hafi ekkert vitað um stöðu Icesave í mars síðastliðnum (spurning hvort að hann hafi þá vitað hvort að eitthvað Icesave hafi verið til). Hann bendir á embættismenn og fjármálaeftirlit en það skiptir engu máli í því samhengi. Björgvin er yfirmaður beggja stofnanna og er því augljóslega ekki starfi sínu vaxinn hvort heldur sem er vegna fávisku að vita ekkert um hvað gekk á meðan útrásarsöngurinn var sunginn í fílabeinsturninum eða vegna hrópandi aðgerðaleysis ef að hann vissi hvað gekk á og setti kíkinn fyrir blinda augað.

Krafan er augljós Björgvin burt og restina af ríkisstjórninni með honum. Ráðherraábyrgð er ábyrgð sem taka á alvarlega og ekki á sama hátt og bankastjóraábyrgð sem er augljóslega engin þrátt fyrir ofurlaunin.

 Sjá greinina á vísi hér.


Er SPRON gjaldþrota?

Í gær bárust fréttir af því að SPRON hefði frestað því að gefa út uppgjör fyrir 3 ársfjórðung að sögn vegna óvissu um stöðu á mörkuðum. Frá hlutafjárútboði hefur gengi SPRON lækkað úr 18 í 1,9 eða um 90% og er á athugunarlista kauphallarinnar. 30 apríl síðastliðinn var tilkynnt um að SPRON hefði sóst eftir yfirtöku af hendi Kaupþings en sú yfirtaka gekk síðan til baka þegar Kaupþing rúllaði. Það er því áhugavert að vita hvað heldur SPRON gangandi í dag fyrst að reksturinn var orðinn erfiður á vormánuðum. Gárungar höfðu á orði að útgáfu uppgjörsins hefði verið frestað vegna þess að SPRON ætti ekki fyrir prentkostnaði.

Hinsvegar held ég að dagar stjórnar SPRON séu taldir hvernig sem fer. Ef að hluthafar lýsa stuðningi við núverandi stjórn sem hefur dansað manna harðast kringum gullkálfinn þá er eitthvað að.


mbl.is Fara yfir lánasamninga viðskiptavinanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir vs. Obama hvorum hefur þú meiri trú á???

Það verður spennandi að fylgjast með hverjum tekst betur til við að koma sinni þjóð út úr kreppunni Geir eða Obama. Geir mun fá meira en 10 vikna forskot þannig að hann stendur vel að vígi. Hinsvegar hefur Obama það fram yfir hann að hann er búinn að koma á framfæri skýrum skilaboðum um hvað hann ætlast fyrir og hefur blásið Bandaríkjamönnum (amk. rúmlega 50% þeirra) í brjóst trú á sína áætlun. Á Íslandi veit enginn hvert Geir er að fara og trúlega ekki hann sjálfur. Það sem verra er að Geir veit varla hvaðan hann er að koma heldur. Geir hefur því ærinn starfa fyrir höndum næstu 10 vikurnar.
mbl.is Lofar að taka á efnahagsvandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þörf fyrir dictator á Íslandi???

Örþrifatímar kalla á örþrifaráð. Rómaveldi hið forna bjó yfir ráði sem einungis var gripið til þegar allar bjargir virtust bannaðar. Í stað þess að láta ræðismennina tvo og öldungaráðið deila um hvað gera skyldi var skipaður alræðismaður/dictator sem réði lífi og limum allra Rómverja. Hér þyrfti ef til vill ekki að ganga alveg svo langt en miðað við stöðuna í dag þar sem engin skýr stefna er fyrir hendi og ríkisfyrirtæki hundsa hvort heldur sem er tilmæli eða fyrirmæli ríkisstjórnarinnar gæti lausnin verið að fá manneskju sem gæti höggvið á hnúta og komið hlutum í verk. Á tímum Rómarveldis var Lucius Quinctius Cincinnatus dæmi um hinn fullkomna dictator þar sem að hann bar hagsmuni þjóðarinnar ofar sínum eigin og sagði af sér völdum umsvifalaust að starfi loknu.

Það erfiðasta er eins og sést að ofan er að finna rétta fólkið til að taka slíkt ábyrgðarstarf að sér.  Mínir kæru lesendur ef einhverjir eru mættu endilega koma með tillögur að hæfu fólki.


Hafskip hvað

Ef þessu heldur áfram þá verður Hafskipsgjaldþrotið, verðskuldað eða óverðskuldað, hjóm eitt í samanburði við hrunið hjá Björgólfsfeðgum í dag.
mbl.is Óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband