Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.12.2008 | 21:21
Forngripur
Ingibjörg er eins og Davíð, föst í fortíðinni þar sem hún og Davíð voru höfuðandstæðingar og fóru sínu fram í Borginni og í landsmálum. Hún ætti því að drífa sig á eftirlaunin góðu hið fyrsta og taka Davíð með sér. Ofsafrjálshyggjan sem að hún kennir nú öllu um en lofsöng fram í lok september fékk loks lausan tauminn að fullu í núverandi stjórn. Framsókn tókst amk. að halda aftur af einhverjum hluta hennar þó að vörnin hefði mátt vera staðin betur.
Við þurfum nýjar hugmyndir og nýjar lausnir. Ingibjörg, Davíð og Geir eru fortíðin þar sem spillingin réði ríkjum. Hér þarf að sópa henni burt og eins og segir í máltækinu sópa nýjir vendir best.
![]() |
Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 10:28
Ekki hægt að treysta á neitt
![]() |
Getum ekki treyst á álið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 23:07
Spurningarnar sem ekki má spyrja
Og ég ætla samt að spyrja þeirra.
Hvers vegna hlupu menn til eins og móðursjúkar kerlingar og tryggðu allar innistæður í bak og fyrir (meira að segja peningamarkaðssjóðina) og tóku þar á meðal á sig allar ábyrgðir vegna Icesave og annarra reikninga. Var gerð cost/benefit greining á þeirri aðgerð? Hvað hefði þetta kostað Íslenska innistæðueigendur vs. hvað aðgerðirnar eru að kosta Íslenska skattgreiðendur næstu áratugina? Var það til að sópa yfir eitthvað sem komið hefði fram við venjuleg gjaldþrotaskipti eða bjuggust menn við að hér yrði umsátursástand við bankana? Hvað er búið að vera í gangi hjá 500.000 innistæðueigendum hjá Íslenskum bönkum í Evrópu? Þeir hafa ekki komist í fé sitt en ekki hef ég heyrt af neinu nema friðsamlegum mótmælum.
Og af hverju má Gylfi ekki heyra á það minnst að skoða verðtrygginguna? Það má ekki einu sinni athuga vísitölumælinguna sem er jú 2 ára gömul. Hverra hagsmuni er hann að verja? Eru launin hans tengd við afkomutölur lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðanna sem einhverjir hafa reiknað út að eru ekki að skila greiðendum nema rétt rúmlega það sem að þeir hafa greitt í þá.
Ætli Gylfi sé maður í að svara einhverju af þessu?
![]() |
Hiti í fólki í Háskólabíói |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 22:47
Kemur ekki á óvart
Þetta er svosem viðbúið að álverðið lækki. Fyrir því eru nokkrar megin ástæður og má skipta þeim í tvo flokka. Fyrri flokkurinn er árstíðabundinn og kemur upp á hverju ári í nóvember og desember. Bókhaldslega ástæðan er sú að í efnahagsreikningi vilja menn heldur hafa reiðufé en fé bundið í óseldri vöru og er því miklu vörumagni komið á markaðinn, hinsvegar er markaðurinn oft ekki undir það búinn að taka við vörunni þar eð jólalokanir ofl. framleiðsluþættir spila inn í. Seinni flokkurinn er síðan afleiðingar fjármálkreppunnar. Eftirspurn eftir hrávöru hefur fallið gríðarlega og er nánast sama hvaða vörutegund það er. Olía, ál og flestir málmar aðrir en gull leiða þær lækkanir sem að af þessu leiða. Hinsvegar er farið að ára illa hjá vogunarsjóðum og til þess að halda sjó og ná sér í torfengið reiðufé hafa þeir "dömpað" gríðarlegu magni af hverskyns hrávöru inn á markaðinn með augljósum afleiðingum á verðþróun.
Af þessu leiðir að búast má við að álverð verði lágt árið 2009 en þó líklegast hækkandi. Fjöldi álvera í Evrópu og Ameríku sem startað var að nýju eftir að álverðið fór yfir 2500 USD/t munu loka þar sem að þau munu einungis skila tapi. Það mun koma öflugum og vel reknum álverum til góða þar sem að minnkandi framboð mun hækka verðið á nýjan leik.
![]() |
Álið lækkar með olíunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 18:09
Ungt og kraftmikið fólk býður sig fram í forystuna
Mér finnst ánægjulegt að sjá Höskuld bjóða fram krafta sína til að leiða framsóknarflokkinn á vit nýrra tíma. Hann er allavega ekki af þrætupólitíkusa kynslóðinni sem að margir eru orðnir býsna leiðir á. Ég hef hitt Höskuld nokkrum sinnum og hann er að mínu mati mjög frambærilegur. Hann er jarðbundinn, hreinskilinn og setur fjölskylduna í fyrirrúmið.
Ég óska honum alls hins besta í baráttunni framundan.
![]() |
Höskuldur býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 11:21
Hversu lengi á þjóðin að bíða??
![]() |
Beðið eftir eftirlaunafrumvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 10:47
Upp upp mín sál
Það er ánægjulegt að sjá eitthvað fara upp á við þessa dagana. Vonandi er þetta allt að fara í áttina hjá okkur.
Áfram Ísland
![]() |
Krónan styrkist áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 23:10
Ísland, spilltasta land í heimi?
Þessa dagana þegar fram koma spillingarmál í öllum hornum og glittir jafnvel í að enn stærri spillingarmál lúri handan við hornið fer maður að hugsa til baka. Síðastliðin 10 ár hefur Ísland ætíð verið meðal þeirra landa sem að hafa sýnst vera með minnsta sjáanlega spillingu. Hverju sætir það? Erum við hreinlega svona vitlaus eða er svo djúpt á spillingunni að hún kemur því aðeins upp á yfirborðið þegar kerfishrun eins og við höfum orðið vitni að á sér stað?
Hér eru nokkur dæmi en athugið, þetta er ekki tæmandi upptalning
- Eftirgjöf skulda starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfakaupa.
- Formaður VR hugsar fyrst og fremst um eigin hagsmuni en ekki sinna félaga í ákvörðunum sínum um ofantalið. Neitar að segja af sér.
- Forstöðumaður fjármálastofnunar notar lepp til þess að stunda gjaldeyrisbrask með innherjaupplýsingar að vopni.
- Í tveimur stofnunum sem að eiga að vera óháðar hvor annarri er Jón Sigurðsson annarsvegar stjórnarmaður (seðlabankinn) og stjórnarformaður (FE).
- Fyrrverandi formaður stærsta stjórnmálaflokksins hefur núverandi formann í vasanum og stýrir því sem að hann vill án umboðs.
- Menntamálaráðherra og varaformaður D er stór hluthafi í stærsta fjármálafyrirtækinu.
- Braskfélagar selja fyrirtæki sín á milli til þess að skrúfa upp sýndarhagnað og hækka hlutabréfaverð. Stinga síðan af með hundruð miljóna í starfslokasamninga áður en bólan springur.
- Virðulegur banki stofnar skúffufyrirtæki til þess að kaupa hluti í sjálfum sér til þess að hækka hlutabréfaverðið.
- Eignarhaldsfélag sem leysa á upp er látið kaupa hlut í öðrum banka í stað þess að selja hlutinn með hagnaði, trúlega til að hækka hlutabréfaverð. Bréfin eru að sjálfsögðu verðlaus í dag og eignarhaldsfélagið stórskuldugt.
Nokkur dæmi um atriði sem gætu átt eftir að koma upp
· Stórfellt sukk með lífeyrissjóðakerfið
· Stórfelld ítök útrásarvíkinga í stjórnmálaflokkum
· Víðtæk samtrygging í stjórnkerfinu
Það verður spennandi að sjá hvar á listanum við lendum 2009. Hver veit, við verðum etv. í félagsskap með Zimbabwe og Túrkmenistan? Baráttan heldur áfram á Arnarhóli á morgun.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2008 | 20:50
Of lítið og of seint
Maður á kannski ekki að fullyrða um það sem ekki er komið fram en ef ráða má eitthvað af undangengum viðbrögðum stjórnarinnar verða aðgerðirnar ómarkvissar og gagnslitlar. En gefum þeim séns fram á mánudag með það. Hitt er deginum ljósara að tveir mánuðir er fáránlega langur tími til að taka sér í að vinna aðgerðaráætlunina. Það er heldur ekki eins og að fyrirtækin hafi verið að byrja að lenda í vanda vegna gengissigs í septemberlok. Það vandamál hefur verið að ágerast allt árið án þess að ríkisstjórnin hafi gert annað en að krossleggja fingur og vona það besta.
Staðan virðist vera sú að við erum með ríkisstjórn sem að er í taugaáfalli og er ekki starfhæf. Henni þarf að skipta út og það sem fyrst.
![]() |
Aðgerðir kynntar eftir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2008 | 21:21
Hvað er tímaramminn langur?
Það þarf að setja þessari nefnd skýr tímamörk. Til dæmis mætti hugsa sér að nefndin myndi skila frumskýrslu í 1. mars. Það er alveg klárt mál að ef að henni verða ekki sett tímamörk þá megum við eiga von á að nefndin skili ekki niðurstöðum fyrr en 2010-11. Slíkt er óásættanlegt og því þarf að leggja allt kapp á að koma einhverjum niðurstöðum út fljótlega. Nefndin hefur heimild til að ráða sérfræðinga erlendis frá og það væri best á því farið að gera slíkt. Best hefði auðvitað verið að hafa amk. einn erlendann aðila í forystu fyrir nefndinni.
![]() |
Rannsóknarfrumvarpi dreift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |