Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.1.2009 | 23:52
Framsókn til framtíðar
Það var einstaklega ánægjulegt að taka þátt í flokksþinginu um þessa helgi. Grasrótin í flokknum kom saman, sýndi mikla samstöðu og kaus sér glænýja forystu. Samþykktar voru fjölmargar framsæknar ályktanir sem verða munu gott veganesti. Þar á meðal var ályktun um stjórnlagaþing sem að Jón Kristjánsson hefur talað fyrir. Einnig náðist sátt í Evrópumálum sem að jafnvel hörðustu andstæðingarnir gátu látið sér lynda og lét vel að meginþorra þingsins sem var tilbúinn að skoða hvað í boði væri í Evrópufjölskyldunni. Góð sátt náðist um landbúnaðarmál en ekki var lent tillögu um breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Skipuð verður nefnd sem á að skila af sér breyttri sjávarútvegsstefnu á næsta flokksþingi. Ég mun halda áfram að fylgja því máli eftir í málefnastarfi flokksins. Hinsvegar var bætt við stjórnmálaályktun flokksins að kannað verði hvað gera skuli við þær aflaheimildir sem að ríkið hefur og kemur til með að leysa til sín í gegnum bankanna við gjaldþrot útgerðarfyrirtækja. Ef að menn hafa skuldsett fyrirtæki sín svo með veðum í kvótanum að þau verði gjaldþrota er auðvitað fráleitt að afhenda þessum sömu aðilum kvótann á ný til eignar.
Ég vil óska Sigmundi til hamingju með sigurinn. Hann hefur flokkinn á bak við sig og Framsókn eru allir vegir færir með þessa ungu og fersku forystu við stjórnvölinn ef vel er á spöðum haldið.
Maður dagsins var hinsvegar Höskuldur Þór Þórhallsson. Eftir að hafa verið formaður Framsóknarflokksins styst allra frá upphafi þá sýndi hann virkilega úr hverju hann er gerður í því hvernig hann tók þeim ótrúlegu sviptingum sem þarna fóru fram. Skorað var á hann að fara í framboð til varaformanns og er nánast öruggt að hann hefði hlotið yfirburðakosningu í það embætti. Hann hafði hinsvegar lýst því yfir fyrirfram að slíkt myndi hann ekki gera og stóð við þá ákvörðun enda drengskaparmaður mikill. Höskuldar bíður mikil og góð framtíð í flokknum enda ætíð þörf fyrir menn af hans kalíberi.
Að lokum vil ég síðan óska hinni nýju forystu allra heilla í sínum störfum og hlakka til að takast á við hin krefjandi verkefni sem framundan eru ásamt þeim.
![]() |
Sigmundur kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 23:05
Mál og skoðanafrelsi í Framsókn
![]() |
Hiti á fundi framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2009 | 12:56
Til hamingju með daginn
![]() |
Fæddist 4 mínútur af nýju ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2009 | 12:52
Gleðilegt nýtt ár
Ég vil óska öllum nær og fjær gleðilegs nýs árs sem vonandi verður gifturíkara en það síðasta.
Við verðum þó líka að horfa á björtu hliðarnar við árið 2008. Enginn slasaðist til að mynda alvarlega í jarðskjálftunum á Suðurlandi og strákarnir okkar nældu sér í silfur í Peking.
Nú þurfum við hinsvegar að taka hressilega til í kerfinu og eftir það ættu allir vegir að vera okkur færir. Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að við föllum í gryfju yfirklórs og táknrænna fremur en raunverulegrar endurnýjunar. Ákveðin elíta hefur verið áskrifandi að völdum hér of lengi og því þarf að breyta.
31.12.2008 | 12:37
Eitthvað gölluð reiknivélin hjá þessum!!!
![]() |
Gengisvísitala krónu hækkaði um 80,24% á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 08:15
Margir vildu Lilju kveðið hafa
![]() |
Umsókn í þjóðaratkvæði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 13:08
Að standa við stóru orðin
Eftirfarandi er tekið af Eyjunni í boði spunameistara ISG.
Samfylkingin - Landsfundarályktun 2007 - Evrópustefna Ísland og Evrópa
Samfylkingin vill:
1. Að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefji aðildarviðræður.
2. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið.
3. Að niðurstöður samninga verði bornar undir þjóðaratkvæði.
Punktur 2 sýnir það svart á hvítu það sem verið var að gagnrýna hvað mest. Það er búið að álykta um hitt og þetta að þetta þurfi að gera og að einhverja vinnu þurfi að vinna. Það kemur síðan á daginn að það er enga vinnu búið að vinna enda getur þetta samansafn fólks sem kallar sig Samfylkingarfólk ekkert nema rifið kjaft um allt og ekkert. Þegar kemur að því að framkvæma það sem búið er að blaðra um kemur hið sanna í ljós að innihaldið er ekkert þrátt fyrir miklar umbúðir. Ekki frekar en að þetta lið geti lesið þær skýrslur sem það fær eða boðað lykilmenn á fundi í miðri fjármálakreppu. Hvað þá að samráðherrar í sama flokki geti skipst á upplýsingum (ISG/BGS). Flokkurinn nennir ekki einu sinni að vinna eigin stefnu því að hann er of upptekinn við að fara í litgreiningu eða plögga sig hjá Baugsmiðlunum.
Hvað á að lesa í þessa yfirlýsingu frá spunameistara ISG?
Að Samfylkingin hafi engin markmið önnur en að ganga inn.
HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR.
Það þýðir líka að eftir það þurfa þau ekki að bera neina ábyrgð á stjórnarathöfnum þar sem að þau eru að vonast til að verða bara stimplarar á reglugerðum frá Brussel.
Það er þörf á fólki hér í stjórn sem að nennir að vinna sína vinnu. Samfylkingin er búin að sýna að það er hún ekki og því best að senda hana í ævilangt frí. Það er nefnilega stór munur á því hvað Samfylkingin vill og hvað Samfylkingin gerir og fólk ætti að vera farið að sjá það.
![]() |
Segir forystu ekki hafa umboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2008 | 11:24
Búinn að tæta???
![]() |
Innri endurskoðandi óskast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2008 | 19:44
Slegið á hendina sem fæðir okkur
![]() |
Hætt við vísitölutengingu í búvörusamningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2008 | 21:41
Er furða þó að traustið sé horfið?
![]() |
Stórir bankar tapa á svindli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |