Spurningarnar sem ekki má spyrja

Og ég ætla samt að spyrja þeirra.

Hvers vegna hlupu menn til eins og móðursjúkar kerlingar og tryggðu allar innistæður í bak og fyrir (meira að segja peningamarkaðssjóðina) og tóku þar á meðal á sig allar ábyrgðir vegna Icesave og annarra reikninga. Var gerð cost/benefit greining á þeirri aðgerð? Hvað hefði þetta kostað Íslenska innistæðueigendur vs. hvað aðgerðirnar eru að kosta Íslenska skattgreiðendur næstu áratugina? Var það til að sópa yfir eitthvað sem komið hefði fram við venjuleg gjaldþrotaskipti eða bjuggust menn við að hér yrði umsátursástand við bankana? Hvað er búið að vera í gangi hjá 500.000 innistæðueigendum hjá Íslenskum bönkum í Evrópu? Þeir hafa ekki komist í fé sitt en ekki hef ég heyrt af neinu nema friðsamlegum mótmælum.

Og af hverju má Gylfi ekki heyra á það minnst að skoða verðtrygginguna? Það má ekki einu sinni athuga vísitölumælinguna sem er jú 2 ára gömul. Hverra hagsmuni er hann að verja? Eru launin hans tengd við afkomutölur lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðanna sem einhverjir hafa reiknað út að eru ekki að skila greiðendum nema rétt rúmlega það sem að þeir hafa greitt í þá.

Ætli Gylfi sé maður í að svara einhverju af þessu?


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Gylfi er nú einfaldlega að verja hagsmuni alþýðunnar í landinu sem á lífeyrirssjóðina.

Því miður eru allt og margir landar okkar þannig þenkjandi að þeir geta ekki lagt fyrir nema vera skikkaðir til þess. Lífeyrirsjóðirnir eru ein dýrmætasta eign almennings í landinu og nú finnst sumum sanngjarnt að þessi almenningseign verði notuð til að greiða niður skuldir sumra.

Það er með ólíkindum hvað fólk getur verið frekt að krefjast þess að ellilífeyrir verði skertur svo hægt sé að nota peninga gamla fólksin til að greiða niður skuldir þeirra sem yngri eru.

Maður bara á ekki orð.

Landfari, 9.12.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Pax pacis

Landfari, lítum aðeins á þetta í samhengi.

Tilgangur verðtryggingar er að tryggja sparnað almennings svo hann rýrni ekki þegar hækkun verður í þjóðfélaginu.  Ástæðan fyrir því að þetta er eðlilegt er að á sama tíma og verðlag hækkar, þá hækka launin og því ættu skuldarar að vera betur aflögufærir.

Í dag hefur þjóðfélagið orðið fyrir tjóni, bæði utanaðkomandi vegna fjármagnskreppunnar og tjóni sem stjórnvöld hafa valdið sem hefur getið af sér gjaldeyriskreppu. Hvorugt þessa tjóns má rekja til athafna fólks sem hefur keypt sér (venjulega) íbúð. Fólk sem hefur passað sig í fjármálum þarf þrátt fyrir allt að taka lán fyrir íbúðakaupum.

Verðtryggingin veldur því hins vegar að þetta tjón leggst misþungt á almenning og lang þyngst á þá sem skulda verðtryggð lán og gengistryggð lán.

Við erum, sem þjóðfélag, að taka þátt í rússneskri rúllettu. Við höfum ekkert val um það, við bara fæðumst hér og höfum ekkert um það að segja hvort við spilum eða ekki. Þegar svo skotið ríður af þá verður einhver fyrir alvarlegu tjóni en hinir sleppa. Ætlum við sem þjóðfélag að láta þá sem fæddust ca. á árunum 1970-1990 taka mestan skellinn af þessari rúllettu en láta þá sem fæddust fyrr sleppa nánast óskaddaða?

Það þarf að eiga sér stað jöfnun á þessu tjóni milli kynslóða og milli fjármagnseigenda og skuldara. Það eru eflaust ýmsar leiðir til þess, t.d. afnám eða þak verðtryggingar, en hvernig sem það er framkvæmt þá verður það að gerast.

Á hinn bóginn er ég alveg fylgjandi því að þeir sem steyptu sér í óhóflegar og ónauðsynlegar skuldir beri meiri ábyrgð en hinir.

Pax pacis, 9.12.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Pax pacis

Smá leiðrétting á því sem ég sagði hér að ofan. Verðtryggingin veldur að sjálfsögðu ekki því að tjónið leggst þyngra á fólk með gengistryggð lán. Það sem ég var að reyna að koma frá mér var að höggið leggst þyngst á fólk með skuldir, bæði gengislán og verðtryggð lán. Fólk sem hefur keypt sér íbúð af eðlilegri stærð á ekki að þurfa að taka á sig meira tjón af öllu þessu en hinir.

Pax pacis, 9.12.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Landfari

Hvað ætlr þú þeim sem keyptu húsnæði fyrir fimm árum eða meira og hafa "stórgrætt" samkvæmt þessu að greiða stóran hluta af því "tjóni" sem þeir hafa orðið fyrir sem keyptu fyrir ári.

Einhvern vegin finnst mér að þú hafir ekki ætlað þeim að greiða neitt sérstaklega.

Er þetta ekki gamla lumman að þjóðnýta tapið en einkavæða gróðann.

Landfari, 9.12.2008 kl. 11:59

5 Smámynd: Pax pacis

Landfari, eftir að hafa lesið seinni færslu þína sá ég ekki samræmi í málflutningnum hjá þér, en svo datt mér í hug að þú sért að hugsa þetta svona:

- Þeir sem hafa hagnast á bólu síðustu ára eiga að bera byrðarnar, ekki lífeyrisþegar -

Er þetta u.þ.b. það sem þú varst að hugsa?

Ef svo er, þá er ég alveg 100% sammála. Hins vegar er því miður líklegast að uppgjörið verði ekki þannig heldur verði allir látnir borga, ekki bara þeir sem græddu. Að því gefnu að hinir saklausu verði látnir borga þá finnst mér verst að þeir sakleysingjar sem ekkert græddu og drýgðu þá synd eina að veita fjölskyldu sinni skjól yfir höfuðuð séu látnir borga öðrum sakleysingjum fremur.

Sem sagt þeir sem græddu borga ekkert en þeir sem ekkert græddu og minnst eiga tapa öllu. 

Það er ekki verið að þjóðnýta tapið heldur er verið að þrælavæða það því þeir sem síst skyldu koma til með að bera þyngstar byrðar.

Ef hér væri réttlæti, þá myndu allir þegnar landsins verða gerðir upp og þeir sem græddu skattlagðir til að lágmarka tap hinna sem töpuðu og þar með núlla þetta fjárhættuspil síðustu ára, því þetta var ekkert annað en fjárhættuspil. Sumir græddu en aðrir töpuðu án þess að hafa endilega átt völ á öðru. Hér er ég að sjálfsögðu að tala um venjulegt fólk en ekki fjárglæframennina því þeir tóku áhættu og vissu mætavel hverjar afleiðingarnar kynnu að verða.

PS. Svo eru náttúrlega þeir möguleikar í stöðunni að ríkið taki á sig tapið og velti því út í skatta svo það dreifist á eðlilegan hátt á almenning eða þá að við tökum upp annan gjaldmiðil með hraði, og ég legg áherslu á með hraði, til að losna við verðtryggingu og hátt vaxtastig en það þarf þá að gerast áður en verðbólgan fer að segja til sín. 

Pax pacis, 9.12.2008 kl. 18:02

6 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það má líka spyrja sig hverjir högnuðust á því að vera með óverðtryggð lán í óðaverðbólgunni 1970-1983? Það er líklega stór hluti þess fólks sem er að taka ellilífeyri núna. Það hefur því fengið sitt húsnæði á niðursettu verði sökum verðbólgunnar og er því eflaust að mörgu leyti vel í stakk búið til að taka á sig skerðingu. Hinn kosturinn er að flæma 10-15000 manns úr landi sem munu eftir það ekki borga í lífeyrissjóði hér. Það mun hvort eð er skerða lífeyrissjóðina og greiðslur úr þeim.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.12.2008 kl. 00:03

7 Smámynd: Landfari

Guðmundur, það er það dýrmæta við lífeyrissjóina okkar að það að fækki greiðendum skerðast greiðlsu ekki.

Vandamálið sem löndin í kringum okkur eiga við að etja er að það fækkar fólki á vinnumarkaði en fjölgar í eftirlaunaaldrinum. Þau eru flest með svokallaða gegnumstreyissjóði sme gerir lífeyrirsgreiðslur að verulegum bagga þegar greiðendum fækkar.

Hér erum við með svokallaða söfnunarsjóði þannig að eindtaklingurinn er sjálfur búinn að greiða þennan lífeyri. Fækki greiðendum fækkar líka þeim sem fá greiðslur úr sjóðunum.

Þeir sem fengu óverðtryggð lán úr lífeyrirsjóðum fyrir verðtryggingu eru þeir sömu og urðu fyrir því að verðbólgan át upp lífeyrirgreiðslurnar þeirra. Þess vegna eru margir lífeyrisþegar núna að fá skertan lífeyri því lífeyririnn var ekki verðtryggður í byrjun.

Það er í öllu falli langsótt og ódrengilegt af þér að ætla gamla fólkinu að borga niður skuldirnar þínar. Það er nú eiginlega alveg sama hvernig litið er á málið.

Landfari, 11.12.2008 kl. 01:45

8 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hvernig má þá skilja það að greiðslur úr sjóðunum til lífeyrisþega  í dag séu skertar? Þeir eru væntanlega hættir að greiða í sjóðina og taka úr þeim í staðinn. Hvað er annað verið að skerða af þeim en framtíðargreiðslur þeirra sem enn eru á vinnumarkaðnum? Fyrir utan það að gegnsæi í lífeyrissjóðakerfinu er í lágmarki og spilling þar eflaust landlæg.

Ég ætla engu gömlu fólki að borga niður mínar skuldir enda skulda ég ekki verðtryggð lán. Hinsvegar verður að finna leið til þess að halda fólki hér í landinu. Segjum sem svo að lífeyrisgreiðslurnar skerðist ekki við fólksflóttann en hvað gerist þá þegar þetta fólk hættir að greiða í sameiginlegu sjóðina. Þjónusta við aldraða sem og aðra mun skerðast verulega. Er það betra en að finna leið til þess að losa okkur út úr verðtryggingarbölinu?

Guðmundur Ragnar Björnsson, 15.12.2008 kl. 21:37

9 Smámynd: Landfari

Þeir sem njóta lífeyris í dag og verða fyrir skerðingu nú um áramótin verða fyrir skerðingu vegna þess að ávöxtun þeirra fjármuna sem þeir greiddu  á sínum tíma hefur ekki verið eins góð þetta ár og hún var mörg undanfarin ár.

Það hefur ekkert að gera með greiðslur þeirra sem nú greiða í sjóðinn. Það kemur í ljós þegar þeir komast á aldur hvernig tekist hefur til með ávöxtun þess fjár sem þeir hafa í hann lagt.

Verðtryggingarbölið er afleiðing af verðbólgubölinu. Það þarf að ráðast að meinsemdinni. Ef þú ætlar að eyða allri orkunni í að berjast við afleiðingarnar þá nærðu aldrei viðunandi árangri.

Ef húsnæðislánin í dag væru ekki vertryggð heldur með vöxtum sem leiðréttu fyrir verðbólgunni væru nær allir húseigendur sem enn skulda í húsum sínum komnir í þrot. Það er einmitt vertryggingin sem mildar áhrif verðbólgunnar á afborganirnar.

Ef þú ert svo tregur vil ég segja eins og sumir virðast vera að hægt sé að hafa bara sömu vexti og sleppa vertryggingunni eða festa hana við  2-4% væri íbúðalánasjóður komin í þrot og hvergi lán að hafa til íbúðakaupa. Það hvarflaði ekki að nokkrum einasta manni sem ætti pening að lána á þessum kjörum því það væru ekki lán heldur styrkir. Lífeyrissjóir hafa ekki heimild til þess að styrkja einstaklinga eða félög út í bæ. Sama hversu göfugt málefnið er.

Landfari, 16.12.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband