Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Árangur eða fjölmiðlastönt?

Verð að viðurkenna að ég tek svona fréttum með fyrirvara. Ánægjulegt samt að Afghanskir hermenn eru farnir að taka þátt í aðgerðum. Spurning hvernig Afghanir höndla síðan uppbygginguna. Drífa þeir sig kanski í að rækta meiri Valmúa?
mbl.is 80 skæruliðar felldir í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nimbíismi í Silfrinu

Egill Helgason talaði um nimbíisma í Silfri sínu í dag. Með því átti hann við að þær röksemdir svokallaðra umhverfisverndarsinna að það að framleiða ál hér með vatnsorku hjálpi ekki umhverfinu í hnattrænu samhengi haldi ekki vatni heldur sé það sem hann kallaði nimbíisma eða not-in-my-backyard rök. Hinum svokölluðu umhverfisverndarsinnum er semsagt alveg sama um hnattræna CO2 mengun bara ef þeir geta haldið sínu lífi áfram í friði, keyrt um á jeppanum sínum án þess að rekast á raflínur eða stíflur eða þurfa að keyra framhjá kerskálum. Það má ekki hreyfa við neinu í þeirra nágrenni alveg sama hversu mikið það gagnast öðrum jarðarbúum. Þeir af hinum svokölluðu umhverfisverndarsinnum sem bera á þetta brigður segja að það að framleiða ál á Íslandi geri svo lítið að það taki því ekki. Þeir hafa greinilega ekki gamla máltækið í huga að lítil þúfa veltir þungu hlassi.  

Ef þetta er það sem hinir svokölluðu umhverfisverndarsinnar vilja held ég að þeir ættu að breyta um nafn á sinni stefnu. Í stað þess að kalla sig umhverfisverndarsinna gætu þeir til að mynda kallað sig stoppara. Nánari útfærsla á stefnunni væri í átt við  gamla frost leikinn þar sem allir eiga að vera kyrrir í sömu stöðu eftir að stjórnandinn kallar frost. Sá sem fyrstur hreyfir sig hefur síðan framið brot og þarf að borga. Það er síðan spurning hvort að einhver hefur í raun og veru áhuga á að lifa í þessari tímaleysu sem stopp leikurinn er. Við eldumst jú og eigum börn alla jafna, það gæti þurft að byggja ný hús, vegi eða hafnir. En stefnan er jú sú að við á Íslandi verðum fyrsti þjóðgarður heimsins með fólk sem hluta af útstillingunni.

Hvernig væri nú að taka umhverfismálin niður af þeim stalli sem búið er að setja þau á. Umhverfismál  eru eitt af þeim málum sem þarf athugunar við en það þurfa mörg fleiri mál. Velferðarmál, málefni aldraðra og öryrkja, byggðamál, landbúnaðar, heilbrigðis, menntamál og sjávarútvegsmál. Breikkum sjóndeildarhringinn og komumst útúr hringleikahúsi VG. Látum ekki trúðana taka af okkur völdin.



Að rækta garðinn sinn - Af mannrækt og gróðurrækt

Hafði mig loks í það í dag að fara í vorverkin í garðinum. Það var svosem ekki eftir neinu að bíða enda 13 stiga hiti og glampandi sól hérna í véum Óðins. Oft er það nú þannig að maður skýtur þessu á frest en þegar maður loksins hefur sig af stað reynist þetta vera hin mesta ánægjustund með fjölskyldunni félagsskap sláttuvélarinnar, arfahrífunnar og sópsins. Ekki spillir síðan fyrir þegar frúin á heimilinu er búin að baka þessa líka glæsilegu súkkulaðitertu af miklum myndarskap eins og henni er einni lagið. Þetta kallar maður að fá bónus ofan á sjálfa ánægjuna við að komast aðeins ofaní moldina. 

Ronaldo - Einfaldlega bestur

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þennan leikmann.  Hann er varla kominn yfir tvítugt og þegar orðinn besti leikmaður í heimi. Í viðbót við hraða sinn og leikni hefur hann styrkt sig líkamlega og bætt ákvarðanatökur sínar. Hann á eftir að verða rosalegur.
mbl.is Ronaldo skoraði tvö mörk gegn Belgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósmekklegt innlegg í umræðuna um Straumsvík

Sá hér áðan tilkynningu á bloggsíðu Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur. Þar var kynnt uppákoma með hljómsveitinni Úlpu til stuðnings Sól í Straumi undir yfirskriftinni ,,En hvað með kjarnorkuver?".

Er fólk alveg að tapa sér í umræðunni?

Á álframleiðsla eitthvað skylt við kjarnorkuver?? 

Er búið að bæta við þriðja valkostinum fyrir Hafnfirðinga???

Ef fólk er orðið svona róttækt í sínum málflutning ætti það að taka sér ferð til fyrirheitna landsins í Austri. Þau gætu eytt tíma sínum í Kystym  og séð hvernig gömlu átrúnaðargoðin hafa farið með náttúruna þar. Hugsanlega gæti það fundið sér eitthvað meira aðkallandi til að fara í krossferð gegn.

Í Hafnarfirði er verið að kjósa um deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir ákveðinni tegund iðnaðar sem fólk getur síðan stutt eða hafnað. Er ekki málið að láta þar við sitja og hætta þessu bulli. 


Álver heimsins

Sigurður Ásbjörnsson skrifaði færslu á blogg sitt þann 18. febrúar þar sem hann fjallar um stærðir álvera. Hann fær upplýsingar sínar frá heimasíðu Altech sem er að flestu leyti góð en þar vantar þó að uppfæra stærðartölur víða. Tók mig til og fór í gegnum listann og gerði eftirfarandi athuganir.

  1. Eftir því sem ég kemst næst eru 129 starfandi álver eða álver í byggingu í heiminum.
  2. Álverin eru frá 20.000 tonna ársframleiðslu uppí 976.000 tonn
  3. Verið er að stækka álver í Dubai sem verður eftir það 1.300.000 tonn
  4. Í dag er álverið í Straumsvík í 69 sæti yfir álver í heiminum sem þýðir að fyrir ofan það eru 68 álver sem eru stærri og fyrir neðan eru 60 álver sem eru minni. Álverið í Straumsvík er því fremur lítið að stærð.
  5. Af álverunum fyrir neðan voru 7 líkleg til að loka, á leiðinni í lokun eða þegar lokuð eftir því sem ég komst næst.
  6. Af álverunum sem voru stærri voru 3 álver 200.000 til 230.000 tonn á leiðinni að loka.
  7. Meðalstærð álvera í heiminum er 234.000 tonna ársframleiðsla
  8. Stærsta álver Evrópu í dag er Sunndals álver Norsk Hydro (362.000 tonn) með Reyðarfjörð fast á eftir með sín væntanlegu 344.000 tonn.

 

Nær öll ný álver eru mjög stór eða yfir 400.000 tonn og virðist vera að það sé orðin sú stærð sem þarf til að ná fram þeirri hagkvæmni í framleiðslu sem æskileg er. Það má því telja eðlilegt að Alcan vilji fá að stækka í Straumsvík til að geta keppt við hið mikla framboð af áli framleiddu á ódýran hátt. Hér á eftir fylgir listinn í stærðarröð. Vonandi hefur einhver gaman af þessu.

 

BrAZ      976.000
KrAZ      940.000
Alba      830.000
Dubal      761.000
Coega      720.000
Mozal      700.000
Hillside      670.000
Alouette      550.000
Boyne      540.000
Tomago      525.000
SaAZ      508.000
Bintulu      500.000
Masco      500.000
  
Baie Comeau      437.000
Venalum      436.000
Albras      432.000
Aldoga      420.000
Tajik Aluminium      414.000
Abi/Bécancour      409.000
Alma      408.000
Alumar      377.000
Sunndal      362.000
Portland Aluminium      355.000
NZAS/Tiwai Point      353.000
CBA      345.000
Hindalco/Renukoot      345.000
Nalco/Angul      345.000
Reyðarfjörður      344.000
Sohar      330.000
NrkAZ      309.000
Warrick      300.000
IrkAZ      300.000
  
Malco/Mettur      292.000
Karmoy      288.000
Bellingham      282.000
Intalco      278.000
Kitimat      277.000
Ormet      268.000
Alro Slatina      265.000
Rockdale      264.000
Nordural      260.000
Dunkirk      258.000
Deschambault      253.000
Noranda/ New Madrid      252.000
  
Egyptalum      245.000
Hawesville      244.000
Ardal      232.000
Rheinwerk      230.000
Aluar      228.000
Wenatchee      225.000
Inalum/Asahan      225.000
Mount Holly      224.000
Vlissingen      224.000
Laterriere      219.000
Bayside      215.000
Alcasa      210.000
San Ciprian      208.000
Alcoa/Tennessee      205.000
Longview      204.000
Mead/Spokane      200.000
Valco      200.000
Grand Baie      196.000
Sebree      196.000
Eastalco      195.000
Mosjöen      188.000
Columbia Falls AC      185.000
Point Henry      185.000
BAZ      183.000
  
Straumsvík      180.000
Lynemouth      178.000
Bell Bay      177.500
Ravenswood      170.000
ADG/St.Nicholas      165.000
Soral      164.000
Arvida      163.000
Slovalco      158.000
Kurri Kurri      155.000
Talum      155.000
Alscon      150.000
Trimet Essen      150.000
VgAZ      150.000
Anglesey      145.000
Iralco Arak      140.000
Porto Vesme      140.000
St. Jean de Maurinenne      135.000
Massena Reynolds      133.000
Hamburg/HAW      130.000
Massena      125.000
Troutdale121000
Iralco Almadi      120.000
Kombinat Aluminium      120.000
UAZ      120.000
Mostar      118.000
Badin      115.000
Vanalco      115.000
Zaphorozhye      110.000
Kubal      105.000
Balco/Korba      100.000
Aluminium Delfziil      100.000
Alucam       97.000
Valesul       96.000
Alcominas       95.000
Lista       94.000
Shawinigan falls       93.000
Corus/Voerde       90.000
Aviles       88.000
La Coruna       84.000
Northwest/The Dalles       82.000
Nadvoitsky       76.000
Kandalaksha       74.000
Tacoma       73.000
Vera Cruz       70.000
Stade/Elbewerke       70.000
Indalco Hirakud       65.000
Hoyanger       60.000
ETI       60.000
Aratu       58.000
Beauharnois       51.000
Ouro Preto       51.000
Lanmezzan       50.000
Konin       48.000
Steg       44.000
Lochaber       43.000
Fusina       40.000
Inota       35.000
Sumgait Aluminium/Gjanija       33.000
Volkhov       22.000
Indalco-Alupuram       21.000
Kambara       20.000

 


Lifandi gagnrýni - Áróður á sviði

Þetta er orðið almennilegt. Menn eru bara farnir að krítísera leikverkin á staðnum. Það er kanski bara fínt að leikararnir fái krítíkina beint í æð. Hef ekki lesið bókina en get svona getið mér til um innihaldið og er því kanski ekki hissa á að fólk láti í sér heyra þegar áróður er rekinn  á þennan hátt eins og annan.  Það er varla tilviljun að það er verið að  sýna þetta verk núna en ekki  Íslandsklukkuna.  Verður svo boðið uppá Atómstöðina í  kvöld????

mbl.is Leikhúsgestur rökræddi við leikara í miðri sýningu á Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól í andstreymi

Eitthvað virðist vera að draga af Sólarmönnum í andstöðu sinni sérstaklega eftir fundaröð Hafnarfjarðarbæjar þar sem flestum þeirra áherslupunktum var vísað til föðurhúsanna. Á fundunum var staðfest að tekjur Hafnarfjarðarbæjar verða 800 miljónir á ári en ekki 100 eins og Sólarmenn hafa ranglega haldið fram. Einnig kom það fram að það er nóg framboð af atvinnulóðum þannig að ávinningsútreikningur Hagfræðistofnunar er ekki réttur að því leyti að það þurfi að velja annaðhvort álver eða aðra atvinnustarfsemi heldur er hægt að velja bæði og fá því mun meiri ábata fyrir Hafnarfjörð. Á fundunum var líka sýnt klárlega fram á að loft eða hljóðmengun af álverinu verður áfram langt undir öllum mörkum og mun ekki aukast í hlutfalli við stækkun álversins. Það verður því engin rýrnun á loftgæðum í Hafnarfirði af völdum stækkunar. Hvað sjónmengun varðar þá verður ekki stórbreyting á að öðru leyti en því að nýjar raflínur verða lagðar að álverinu. Þær verða í svipuðum stíl og þær núverandi en í mun meiri fjarlægð frá íbúabyggðinni. 

Í skýrslu Hagfræðistofnunar er bent á að sjálfar framkvæmdirnar gætu á þenslutímum ýtt undir þensluna vegna innflutnings á búnaði til verksmiðjunnar. Hér held ég að það ætti að skoða skilyrðið fyrir þessari fullyrðingu. Ef ekki eru þenslutímar þá ýtir stækkunin ss. ekki undir þenslu. Nú bendir flest til þess að hagkerfið sé að kólna og þenslan að minnka og því ekki þenslutímar. Álframleiðsla fer að hefjast á Reyðarfirði sem mun laga viðskiptahallann nokkuð auk þess sem innflutningur til framkvæmda fyrir Austan er nær lokið. Með minnkandi þenslu mun atvinnuleysi væntanlega aukast á ný og munu því eflaust vera starfsmenn fyrir stækkunina á lausu 2010-11 þegar stækkunin tekur til starfa.

Einhverjir hafa spáð í því afhverju Alcan greiðir ekki fasteignagjöld í Hafnarfirði í dag. Ástæðan fyrir því er einföld, Alcan hefur frá upphafi greitt svokallað framleiðslugjald sem hefur skipst milli Ríkis og Hafnarfjarðarbæjar og ekki önnur gjöld.  

 

Það er því ljóst að Sólarmenn eru að verða uppiskroppa með rök gegn stækkuninni og bíðum við því spennt eftir hverju þeir halda fram næst. 


Hvað myndi gerast ef þeir réðust inní Íran??

Spurningin hvort að 7 riddaraliðssveitin yrði að skipta þyrlunum út fyrir hesta? Hef grun um að Íranir eigi slatta af Stinger loftvarnaflaugum þannig að það yrði ekkert gaman að þyrlast um fjöllin í Íran. Black Hawk down þrisvar á dag amk.

Það er hinsvegar ótrúlegt að svokallaður besti og tæknivæddasti her í heimi eigi ekki tæki og búnað til að heyja stríð lengur en í 15 mínútur í einu. Hvað hefðu greyin gert ef til 3 heimsstyrjaldar hefði komið gegn Rússum? Hefðu þeir beðið um framleiðslupásu til að eiga flugvélar þyrlur og skriðdreka eftir fyrstu vikuna?? 


mbl.is Bandaríkjaher hefur misst 130 herþyrlur í Írak og Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó fjandakornið fyrr hefði verið

Afsakið orðbragðið en mér hefði fundist tímabært að gera þetta fyrir lifandis löngu. Það kemur þá kanski á daginn hvort að bankarnir hafa rétt fyrir sér þegar þeir segjast nánast ekkert græða á Íslendingum, þetta sé allt útrásinni að þakka. 

Hmmmmmm. Ég bíð spenntur eftir niðurstöðunni. 


mbl.is Samanburður á kostnaði og þjónustugjöldum banka og sparisjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband