Lifandi gagnrýni - Áróður á sviði

Þetta er orðið almennilegt. Menn eru bara farnir að krítísera leikverkin á staðnum. Það er kanski bara fínt að leikararnir fái krítíkina beint í æð. Hef ekki lesið bókina en get svona getið mér til um innihaldið og er því kanski ekki hissa á að fólk láti í sér heyra þegar áróður er rekinn  á þennan hátt eins og annan.  Það er varla tilviljun að það er verið að  sýna þetta verk núna en ekki  Íslandsklukkuna.  Verður svo boðið uppá Atómstöðina í  kvöld????

mbl.is Leikhúsgestur rökræddi við leikara í miðri sýningu á Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar stjórnvöld leyfa ekki þjóð að kjósa á lýðræðislegan hátt um svona mikilvæg málefni eins og virkjanir eða niðurrif á þjóðargersemum, þá finnst mér það virðingarvert að fólk hið minnsta reyni á allan hátt að koma sínum sjónarmiðum í ljós með eða á móti og skiptir engu máli hvort notað sé við útgáfu bókar eða uppsetningu leikrits. Hvaða áróður ert þú með Guðmundur ? Hefur ekki einu sinni lesið bókina en ert samt með fyrirfram áróður og krítík! Leikarar túlka það sem þeir taka sér fyrir, en ef gestir eru ósáttir ættu þeir kannski að skrifa í blöðin í stað að trufla sýninguna!

Rúna Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það er náttúrulega skandall og útskýrir margt af þinni orðræðu í þessum stóriðju/náttúruverndarmálum að þú skulir ekki hafa lesið Draumalandið. En gott að hafa það staðfest.

Sælir eru einfaldir!

Dofri Hermannsson, 24.3.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Rúna. Það sem ég er að benda á er að það er varla tilviljun að verið sé að setja upp þetta leikverk akkúrat í þessum mánuði í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Eftilvill var manngarmurinn á leiðinni í leikhús til að losna undan áróðri beggja fylkinga en hafði gleymt að spyrja konuna sína á hvaða stykki þau væru að fara. Er það furða að manninum verði hverft við.

Dofri. 

Það segir meira um þig og þinn málflutning að hann sé byggður á skáldverki. Ég tók snemma þá ákvörðun að skáldsögur væru ekki ofarlega á forgangslista mínum hvað lestur varðar. Þá vil ég heldur lesa vel gerða rannsóknarskýrslu eða sagnfræðirit því út úr því fæ ég mun meira. Hvað þú lest er hinsvegar þitt mál. Ég er að hugsa um að sökkva ekki niður á þitt plan og þinna félaga og fara að kalla fólk einfeldninga en mér þætti gaman að þú svaraðir útistandandi spurningum mínum á síðunni þinni. Eftilvill áttu kanski ekki svör við þeim að því þú byggir jú allt þitt mál á skáldskap.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 24.3.2007 kl. 15:10

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Lestu nú bara Draumalandið Guðmundur, sem vel að merkja er ekki skáldsaga heldur ágæt ritgerð um stóriðjuna, stutt góðum rökum, bæði hugmyndafræðilegum og hagfræðilegum.

Ég hef gert mér far um að kynnast rökum þeirra sem vilja stækkun og geri ekki lítið úr þeim rökum mörgum hverjum. Sá er munurinn á okkur - þú getur bætt úr því með því að lesa Draumalandið með opnum huga. Ég skora á þig!

Dofri Hermannsson, 24.3.2007 kl. 16:58

5 identicon

 

Það getur vel verið að það sé svo útpælt þetta með að setja upp leikritið í þessum mánuði, en mótmælum við ekki til að hafa áhrif, og er það ekki áhrifaríkast að gera það sem fyrst! Varðandi mannaumingjann;-) þá virðist hann ekki vera í miklu sambandi við konu sína eða hún við hann, ef þetta er útskýringin? Ég segi enn og aftur að málfrelsi og lýðræði er ekki fyrir bara fyrir útvalda, Góða helgi ;-)

Rúna Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 17:20

6 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hef lesið nokkra ritdóma um bókina og þar eru sumir sem benda á að hæpið sé að kalla hana fræðirit. Ætla ekki að tjá mig um það að óskoðuðu máli. Þar sem ég bý í Danmörku þessa stundina er bókin ekki fáanleg á bókasafni til að glugga í og engin þörf á því að svo stöddu þar eð bókin kemur umræðu um stækkun álversins í Straumsvík afar lítið við. Ég bíð hinsvegar enn eftir svörum frá þér Dofri. Á svosem ekkert sérstaklega von á því að þau komi en hver veit.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 24.3.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband