Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.4.2007 | 22:46
Er Helgi Seljan að missa sig?
Eftir að hafa fylgst með umfjöllun Stöðvar 2 og Rúv um ríkisborgararéttar málið virðist þetta liggja nokkuð klárt fyrir. Fram kom að 30% þeirra sem fá ríkisborgararétt gegnum undanþágu frá Alsherjarnefnd hafa búið hérlendis í skemmri tíma en 2 ár sem gerir mál tíðræddrar stúlku að venju fremur en undantekningu. Af því leiðir að þetta mál er allt hið undarlegasta af hendi Rúv og Helga Seljan. Fram er komið með málið sem mikla stórfrétt sem tekur undir sig nærri helming Kastljóss í einræðu Helga Seljan. Ekki reynist síðan nokkur fótur fyrir ásökunum Helga og málatilbúnaður allur með eðlilegum hætti.
Aðeins tvennt getur komið til greina sem ástæða fyrir þessu upphlaupi Helga og Rúv. Ritstjórn Kastljóss hefur hrakað svo að hún er komin niður á stig slúðurblaðanna eða að Helgi sé í persónulegu stríði á hendur Jónínu og/eða Framsóknarflokknum og reyni að smyrja óhróðri á Jónínu og flokkinn tveimur vikum fyrir kosningar. Framkoma Helga í viðtalinu við Jónínu var þess utan með eindæmum ókurteis með endalausum frammíköllum og útúrsnúningum og sást það greinilega að Helgi var orðinn ansi æstur og ekki sáttur við þá stefnu sem málin voru að taka.
Nú fyndist mér að eðlilegustu málalok væru þau að fram kæmi opinber afsökunarbeiðni frá Rúv og Helga til ráðherrans og fjölskyldu hennar fyrir að bera á þau órökstuddar sakir og myndu þeir vera meiri menn af því að viðurkenna sín mistök.
27.4.2007 | 18:16
Ríkisborgararétturinn, alsherjarnefnd og Jónína
Það runnu nú á mig tvær grímur þegar ég sá fréttirnar um tengdadóttur Jónínu Bjartmars í dag. Varla færi nokkur viti borin manneskja að vera með puttana í svona málum í miðri kosningabaráttu, það væri hreinlega hybris af versta tagi. Ég kíkti síðan á Kastljósið og sá þar Helga Seljan halda langa einræðu um málið og sýna þarna hálfgerða DV blaðamennsku að því að mér fannst með því að ýja að ýmsu en bakka það lítið upp með vitnisburði eða heimildum. Að sjálfsögðu eiga blaðamenn að benda á það sem þeim finnst vera vafasamt í stjórnsýslunni en þarna var gengið langt í að reyna að láta málið líta eins illa út fyrir ráðherrann og mögulegt var.
3 meðlimir alsherjarnefndar hafa gefið það út að Jónína hafi ekki haft áhrif á afgreiðslu nefndarinnar og nú mun Jónína koma í Kastljósið í kvöld og skýra sína hlið málsins. Hvort að það sé nóg til þess að sannfæra almenning um að ekkert óhreint sé í pokahorninu er síðan annað mál og réttast væri eflaust að setja hlutlausa nefnd í málið til að fara ofan í saumana á þessu ferli öllu. Hæpið er að birta öll gögnin opinberlega þar sem um viðkvæmar persónuupplýsingar er eflaust að ræða í einhverjum tilfellum. Ef til vill væri umboðsmaður Alþingis rétti aðilinn til að fara ofan í saumana á málinu.
Ef síðan kemur í ljós að ráðherrann hefur haft óeðlileg afskipti af málinu þá er eðlileg krafa að hún segi af sér embætti. Þrátt fyrir að vera Framsóknarmaður þá sé ég ekki aðra kosti í stöðunni fyrir ráðherrann því sem embættismaður ber henni skylda til að hlíta landslögum og venjum. Ef hún hinsvegar er saklaus af þessu þá ætti Helgi Seljan að fá ádrepu frá útvarpsstjóra fyrir fréttaflutning sem ekki sæmir fjölmiðli sem vill láta taka sig alvarlega. Fjórða valdið er jafn vandmeðfarið og hin þrjú.
26.4.2007 | 11:06
Er Strandasýsla hluti Vestfjarða??
Oftar en ekki finnst mér það brenna við að Strandir og íbúar þeirra séu ekki taldar með Vestfjörðum nema á hátíðis og tyllidögum. Síðasta dæmið um þetta er skýrsla Vestfjarðanefndarinnar svokölluðu þar sem ekki fer mikið fyrir Strandasýslu eða byggðum hennar. Alls koma fyrir í skýrslunni 4-6 störf í sýslunni og þau öll á Hólmavík og bent hefur verið á að EKKI eigi að leggja 3 fasa rafmagn um sýsluna. Það sér það hver maður í hendi sér að Hólmavík er ekki eina byggðarlagið í sýslunni þó að það sé stærst og gegni hlutverki þjónustukjarna sýslunnar. Helmingur íbúa sýslunnar býr í þéttbýli þar sem megintekjur koma frá sjávarútvegi, þjónustu og stjórnsýslu. Hinn helmingurinn býr í dreifbýli þar sem landbúnaðurinn er eina eða aðaltekjulindin.
Hversu oft var minnst á landbúnað í skýrslu Vestfjarðanefndar? Einu sinni og það einungis til að taka það fram hversu mörg störf væru í landbúnaði á Vestfjörðum. Engar tillögur voru um hvað hægt væri að gera til að styrkja þann atvinnuveg. Þessi atvinnuvegur er ásamt sjávarútvegnum mikilvægastur fyrir Strandamenn og því ríður þar mest á að gerð sé gangskör að því að styrkja hann og efla.
Hvað er þá til ráða í landbúnaðarmálum Strandamanna? Eitt svar gæti verið á þá leið að leggja hann bara niður og flytja fólkið á mölina. En Strandamenn eru stoltir bændur sem hafa lagt sig fram við að rækta upp sitt fé og sést það best á haustin þegar aðrir bændur koma nánast í pílagrímsferðir til að sækja sér gimbrar og hrúta til að kynbæta eigin stofna. Til þessa hefur lítið verið gert til þess að nýta sér þessa sérstöðu Strandamanna sem ræktenda úrvalsfjár. Móðir mín kom reyndar með þá hugmynd að Vestfirðir yrðu eitt sauðfjárræktarsvæði og sláturhúsið á Hólmavík yrði opnað á nýjan leik og myndi einungis slátra lömbum frá Vestfjörðum. Kjötið sem þarna kæmi frá væri síðan hægt að markaðssetja sem vestfirska villibráð á neytendamarkað. Frekari vinnsla á kjötinu gæti síðan skapað atvinnu fyrir hluta starfsmanna sláturhússins árið um kring og með því draga úr þeim sveiflum sem einkenna vinnu sem tengist sláturhúsum. Ég held að neytendur myndu gleypa við hnossgæti eins og lambalundum eða hryggjarvöðvum krydduðum með blóðbergi og fjallagrösum svo tekið sé dæmi. Vistvæn framleiðsla er í sókn á Vesturlöndum og slátrun á úrvals lambakjöti gæti skapað Vestfirðingum og Strandamönnum sérstöðu á markaði og þar með skapað atvinnu fyrir þá sem ekki hafa löngun til að yfirgefa sveitasæluna fyrir streitu borgarlífsins.
Höfundur er fæddur og uppalinn á Melum 1 í Árneshrepp
En stundar nú nám við framleiðslutæknifræði í Óðinsvéum
Greinin hefur áður birst á vefnum Strandir.is
25.4.2007 | 09:56
Blessuð sé minning hans
![]() |
Jeltsin jarðsettur í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2007 | 20:03
Röng ákvörðun
![]() |
Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2007 | 11:10
Ekki er sopið kálið...
![]() |
Ríkissjóður gæti hagnast á að afnema tekjutengingu bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 19:37
Misskilningur
![]() |
Samningur um gerð nýs Tröllatunguvegar undirritaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 11:40
Skóflustungupólitík!!!
22.4.2007 | 10:49
Sígandi lukka er best
20.4.2007 | 19:19