Hættum að níðast á öryrkjum og ellilífeyrisþegum

Ég heyrði ljóta sögu um daginn. Kona sem hafði ekkert nema ellilífeyrinn hafði nurlað saman dálitlum sparnaði og keypt sér hlutabréf í tveim að gömlu bönkunum. Þetta er nú ekki í frásögur færandi fyrir annað en að fyrir tveimur árum seldi hún sína hluti sína í öðrum bankanum (hinn hluturinn hvarf um daginn) til þess að fjármagna það að loka svölunum. Fyrir þessa innlausn þurfti hún hinsvegar að greiða dýru verði því að ellilífeyrinn var skertur um verulegar upphæðir í meira en ár. Ellilífeyririnn var hinsvegar aðeins 85.000 krónur til að byrja með.

Eru þetta þakkirnar sem við sýnum fólki sem unnið hefur baki brotnu í 55 ár?

Hvar er réttlætið í því?


mbl.is Tryggt verði að ákvæði um 100.000 kr. frítekjumark verði framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra

Já því miður Guðmundur er það svo að ef þú missir heilsuna eða ferð á ellilífeyrir þá ertu komin í flokk  fólks sem samfélagið lítur niður á sem aumingja.. Oftast er þetta fólk búið að vinna allt sitt líf og gefið vel af sér í ríkiskassann.. En þegar heilsan bregst þá er eins og þú sért ekki til. Allir loka augunum.. En ef nemi réttir upp held þá er honum svarað um hæl..

Við erum 400 öryrkjar hér í Danmörku.. Nú ef við þiggjum hjálp frá hinu opinbera þá minka bætur á næsta ári. En því miður er það nú svo að hér í Danmörku er enga hjálpa að fá við erum að greiða dönsku krónuna dýru verði og höfum gert frá því í mars.. Svo það er mjög erfitt hjá sumum sem ekki geta unnið.

Sjálf er ég öryrki og hef helmingi minna í dag en þegar ég flutti fyrir 6 árum.. En reyndar er ódýrara að lifa hér.

En ég veit að ástandið var mjög slæmt á mörgum bæjum í síðasta mánuði þegar fólk gat ekki millifært og það var lokað á öll kort..  Þú áttir pening en gast ekki fengið hann út..  núna er staðan svo hjá mörgum að fólk á ekki fyrir leigunni.

En hvert eigum við aumingjarnir að leita þegar enginn vill hlusta á okkur..

Hafðu góðan dag.. kveðja frá öryrkja í Danmörku Dóra

Dóra, 10.11.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Karl Kristján Hafst Guðmundsson

Ég hélt að örorkubótum fylgdu átthagafjötrar.

Karl Kristján Hafst Guðmundsson, 10.11.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband