Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.11.2008 | 23:02
Sjálfsagi og skipulagning
![]() |
Tími efndanna runninn upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 16:44
Er Helgi falur???
Það var nokkuð ljóst fyrir hverja Helgi Hjörvar er á þingi. Er það fyrir íslenskt jafnaðar og félagshyggjufólk? Ónei. Hann er á þingi til að verja hagsmuni hóps íslenskra auðmanna. Fregnir berast nú innan úr bönkunum að þar fari fram harkaleg barátta um áhrif og ítök á milli erfingja kolkrabbans studda áfram af Sjálfstæðismönnum og auðmannaklíkunnar svokölluðu sem reynir að halda í sín áhrif í gegnum málgagn sitt Samfylkinguna.
Hvað höfum við gert af okkur til að þurfa að sitja undir þessu rugli. Út með þetta pakk og byrjum uppá nýtt.
![]() |
Rosabaugur Jóns Ásgeirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 19:36
Manni liggur nánast við gráti - eða þannig

![]() |
Fréttaskýring: Skortsalar í sárum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2008 | 16:44
Samfylkingin sver af sér að vera íslenskur stjórnmálaflokkur.
Samkvæmt síðustu yfirlýsingum þá er Samfylkingin ekki íslenskur stjórnmálaflokkur heldur einungis angi af sósíaldemókrötum á Evrópuþinginu og ber því enga ábyrgð á stjórnarathöfnum ríkisstjórnar Íslands. Litla gula hænan heldur áfram að gagga eins og að hún eigi lífið að leysa en ég ætla að vona að fólk fari að sjá í gegnum Samfylkinguna og sjá hvað hún er í raun og veru.
Fjölmiðlafulltrúar Samfylkingarinnar ríða nú húsum í fjölmiðlum og á blogginu til þess að koma sér og sínum undan því að bera nokkra ábyrgð á hruninu sem að nú er staðreynd. Það gera þeir þrátt fyrir það að nályktina sé farið að leggja að Samfylkingunni langar leiðir. Þetta fólk hefur verið hvað duglegast við að saka alla aðra um spillingu og óstjórn en sá hlær víst best sem síðast hlær í þeim efnum.
Mikið hefur verið talað um krosseignatengsl að undanförnu og það sannast að mér sýnist hvergi betur en í Samfylkingunni sem verið hefur fánaberi útrásarvíkinganna undanfarinn áratuginn þrátt fyrir að flokkurinn sverji í dag af sér að hafa nokkurntímann haft eitthvað saman við hann að sælda. Ég hef grun um að þegar farið verður nákvæmlega niður í bókhald víkinganna muni sitthvað koma í ljós sem verður miður þægilegt fyrir Samfylkinguna. Það sem koma mun á daginn verður það að flokkurinn er í raun í eigu stórs hluta 30 menninganna illræmdu sem hafa notað hann og fjölmiðlaveldi sitt til þess að koma sínum málum áfram. Markmiðin hafa verið skýr, Ísland í Evrópusambandið án skilyrða, íbúðalánasjóður lagður niður og slíkum heljartökum komið á Íslenskt samfélag að tök kolkrabbans hér áður fyrr verða eins og faðmlag í samanburði.
PR maskína flokksins er nú þegar komin á fullan snúning. Kompás þáttur síðastliðins mánudags bar þess glöggt merki. Framsóknarráðherrar, Ólafur Ragnar, Davíð Oddsson og Finnur Ingólfsson réðu þar ríkjum þegar að því koma að mæra útrásina. Ekkert var minnst á húrrakór stjórnarandstöðunnar í því samhengi eða það að Samfylkingin hefur verið í ríkisstjórn í hálft annað ár og hælt víkingunum á hvert reipi. Sannleikurinn er sá að regluverkið sem hefur haldið utan um útrásina er verk ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar og kom með EES. Það er því einstaklega hjákátlegt að sjá Jón Baldvin tala á mótmælafundi þar sem að hann mótmælir eigin gerðum. Þetta er einstaklega gott dæmi um hvernig Samfylkingin reynir að vera með og á móti öllum málum á sama tíma. Ég ætla að vona að þjóðin átti sig á Janusareðli þessa flokks áður en að við þurfum að setja hann einann í ríkisstjórn til þess að hann taki einhverja ábyrgð á sig. Trúlega myndi Samfylkingin svosem finna einhverja blóraböggla til að taka klúðrin sín á sig
Það er líka að verða hjákátlegt hvernig ráðherrar Samfylkingarinnar tala hver í kapp við annan um að koma eigi fjölskyldunum í landinu til hjálpar en dagarnir og vikurnar líða og ekkert gerist og ekkert virðist vera að gerast. Allt er við sama heygarðshornið og þrátt fyrir að maður trúi engu illu upp á Jóhönnu Sigurðar þá hef ég grun um að hún fái litlu ráðið í þessum hópi. Því miður er staðan nákvæmlega eins og þegar Jóhanna stofnaði Þjóðvaka á sínum tíma því að hægri kratarnir hafa ekkert breyst þó að nafnið hafi breyst úr Alþýðuflokki í Samfylkingu og eiga ekkert sameiginlegt með Jóhönnu og hennar félagshyggju.
![]() |
Ekki benda á mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 21:55
Stuðningur frá frændum vorum
Vonandi þó ekki á formi "Nýja sáttmála" þar sem að við gengjum Noregskonungi á hönd. Annars er það grátlegt að við höfum spilað rassinn svo illilega úr buxunum að við þurfum að fara betliferðir um allar jarðir. Það er þó gott á meðan okkur eru enn boðin lán af fyrra bragði.
Það er hinsvegar umhugsunarefni að ekkert skipulag virðist vera á því til hverra er leitað. Þegar norrænu þjóðirnar koma af fjöllum og kannast ekkert við að til þeirra hafi verið leitað um lánafyrirgreiðslu fer maður að efast um að skynsemin ráði ríkjum í Seðlabankanum og á stjórnarheimilinu. Ég sé hinsvegar eitt gott í Rússlands útspilinu hjá Davíð, hann launar Bush þar með lambið gráa fyrir brottflutning hersins. Það mun síðan væntanlega leiða til þess að á morgun verði Paulson mættur í stjórnarráðið með stórar ferðatöskur að seðlum til að koma í veg fyrir útþenslu áhrifasvæðis Rússa á Norður Atlantshafi.
![]() |
Norðmenn fylgjast grannt með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2008 | 20:05
Það þurfa fleiri björgunarhring en USA
Hérlendis virðast Væla EU Veinólínó (Samfó) og Vandráður Ráðalausi (Sjallinn) vera þess algerlega ómegnug að taka til hendinni. Í USA hefur þó duglausasti forsetin allra tíma tekið til hendinni.
Mannskapurinn virðist algerlega fastur í þessari fjandans Evru umræðu sem að ekki mun leiða til neins til skamms tíma. Svarið við núverandi stöðu er augljóst og hefur blasað við í langann tíma. Á meðan barist var við verðbólguna síðast á árunum 1985-1990 var gengið fest og eins og staðan er í dag virðist sú lausn vera það besta í stöðunni.
Hægt væri að festa gengisvísitöluna í 135 sem flestir sérfræðingar telja vera miðgengi. Aðrar lausnir eins og að festa gengið við myntkörfu td. Evru Dollar og Svissneskan franka. Þetta myndi valda verðhjöðnun til skamms tíma og koma sama stöðugleika á og að taka upp Evru nema hvað að þetta væri aðgerð sem hægt væri að grípa til strax áður en allt fer til andskotans hérna.
Hér eru fróðlegir fyrirlestrar um málið.
www3.hi.is/~gylfason/fixflex.ppt
www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5493
![]() |
Björgunaraðgerðir samþykktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2008 | 13:14
Þungaviktarbox í Ol'Miss
Ég fylgdist með kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. Þema kvöldsins var utanríkismál en vegna stöðunnar í efnahagsmálum urðu þau aðalmálið í fyrsta hluta umræðunnar. Varla hefur Obama harmað það enda hefur hann umtalsvert forskot á McCain í efnahagsmálum. Kappræðurnar líktust einna helst fyrstu lotunum í þungaviktarboxi þar sem að menn fara varlega og reyna því aðeins að koma höggi á andstæðingin ef að þeir eru öruggir um að geta varist sjálfir. Mér þótti McCain standa sig alveg bærilega í efnahagsumræðunni og hefur hann varla tapað neinu trausti kjósenda hvað varðar getu sína við að taka á efnahagsmálunum. Hinsvegar hefur hann varla breytt stöðunni heldur meðal kjósenda almennt sem telja að Obama sé sterkari á því sviði. Þegar umræðan barst síðan að utanríkismálum náði McCain sér betur á flug og fór yfir afrekalista sinn á því sviði. Hinsvegar náði Obama sér vel á strik einnig og kom fram sem trúverðugur valkostur hvað utanríkismál varðar. Skýr munur á þeirra utanríkisstefnu kom einnig glöggt í ljós þar sem McCain mun halda áfram hinni herskáu stefnu Bush stjórnarinnar á meðan Obama mun beita diplómatískum aðferðum áður en herinn er sendur á vettvang. Heildarniðurstaða kappræðnanna myndi ég telja að væri jafntefli en fyrir McCain er jafntefli í kappræðum um utanríkismál sama og tap. Hann getur varla búist við að koma verulegu höggi á Obama í kappræðum um efnahagsmál, mennta og heilbrigðismál og er því farinn að verða háður því að Obama geri mistök sem snúið gætu taflinu honum í hag.
7.9.2008 | 12:16
Ásvallalaug opnuð
15.2.2008 | 21:40
Dýrkeypt mistök???
Það var leiðinlegt að horfa uppá dómarann í Gettu betur gera þau mistök að gefa Kvennaskólanum rangt fyrir svarið 5 brauð og 2 fiska sem metta ættu 5000. Dómarinn hélt því ranglega fram að um tvö brauð og fimm fiska væri að ræða og þar með svipti hann Kvennaskólann sigrinum í raun og veru þar sem þau hefðu unnið í venjulegum leiktíma. Skítur skeður eins og einhver sagði en mér hefur heyrst á félaga Stefáni að þetta sé ekki fyrsta leiðindavillan sem inn slæðist.
Vonandi gengur betur næst.
21.1.2008 | 18:01
Hneyksli og mismunun
Held að menn ættu að reka af sér slyðruorðið og standa sig betur en með FM senda, sjálfvirka símann og önnur fjarskiptamál á landsbyggðinni. Stendur ekki einhversstaðar hinir síðustu verða fyrstir og þeir fyrstu síðastir?
![]() |
Helmingur nettengdra bænda búa við gamaldags tengingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |