26.3.2007 | 17:43
Fyrirmyndar fréttamennska
![]() |
Stefnir í tvísýnar álverskosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.3.2007 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2007 | 10:14
Með drumbinn í eigin auga benda menn á flísina hjá náunganum
Þetta kemur svosem ekkert á óvart að forsvarsmenn Sólar í Straumi reyni að æsa fjölmiðlana upp til að sverta álverið. Þetta er það sama bragð og þeir hafa reynt frá upphafi og fjölmiðlarnir verið æstir í að lepja upp eftir þeim vitleysuna. Í málflutningi Sólar í Straumi hefur ekki staðið steinn yfir steini og nánast allar þær yfirlýsingar sem frá þeim hafa komið hafa þeir verið gerðir afturreka með. Þeim hefur tekist að þrýsta á fjölmiðlana til að halda uppi neikvæðri umfjöllun um álverið (sérstaklega stöð 2) og ætla greinilega að láta kné fylgja kviði í þetta skiptið. Kynningarstarfsemi Alcan hefur fyrst og fremst beinst að því að upplýsa Hafnfirðinga um hvað fram fer í álverinu og hvaða áhrif stækkunin muni hafa. Auðvitað hefur kosningaáróður fylgt með að einhverju leyti enda kemur fyrirtækinu málið við ekki satt. Nánast öllum þessum ásökunum Sólar í Straumi hefur nú þegar verið svarað og þær hraktar þannig að nú er gripið til örþrifaráða ss. opinbers mannorðsmorðs.
Þannig er Hafnarfjörður í dag
![]() |
Sól í Straumi segja Alcan í framboði án mótframboðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2007 | 08:51
Sýndarsamkomulag
![]() |
Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2007 | 21:05
Árangur eða fjölmiðlastönt?
![]() |
80 skæruliðar felldir í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2007 | 19:46
Nimbíismi í Silfrinu
Egill Helgason talaði um nimbíisma í Silfri sínu í dag. Með því átti hann við að þær röksemdir svokallaðra umhverfisverndarsinna að það að framleiða ál hér með vatnsorku hjálpi ekki umhverfinu í hnattrænu samhengi haldi ekki vatni heldur sé það sem hann kallaði nimbíisma eða not-in-my-backyard rök. Hinum svokölluðu umhverfisverndarsinnum er semsagt alveg sama um hnattræna CO2 mengun bara ef þeir geta haldið sínu lífi áfram í friði, keyrt um á jeppanum sínum án þess að rekast á raflínur eða stíflur eða þurfa að keyra framhjá kerskálum. Það má ekki hreyfa við neinu í þeirra nágrenni alveg sama hversu mikið það gagnast öðrum jarðarbúum. Þeir af hinum svokölluðu umhverfisverndarsinnum sem bera á þetta brigður segja að það að framleiða ál á Íslandi geri svo lítið að það taki því ekki. Þeir hafa greinilega ekki gamla máltækið í huga að lítil þúfa veltir þungu hlassi.
Ef þetta er það sem hinir svokölluðu umhverfisverndarsinnar vilja held ég að þeir ættu að breyta um nafn á sinni stefnu. Í stað þess að kalla sig umhverfisverndarsinna gætu þeir til að mynda kallað sig stoppara. Nánari útfærsla á stefnunni væri í átt við gamla frost leikinn þar sem allir eiga að vera kyrrir í sömu stöðu eftir að stjórnandinn kallar frost. Sá sem fyrstur hreyfir sig hefur síðan framið brot og þarf að borga. Það er síðan spurning hvort að einhver hefur í raun og veru áhuga á að lifa í þessari tímaleysu sem stopp leikurinn er. Við eldumst jú og eigum börn alla jafna, það gæti þurft að byggja ný hús, vegi eða hafnir. En stefnan er jú sú að við á Íslandi verðum fyrsti þjóðgarður heimsins með fólk sem hluta af útstillingunni.
Hvernig væri nú að taka umhverfismálin niður af þeim stalli sem búið er að setja þau á. Umhverfismál eru eitt af þeim málum sem þarf athugunar við en það þurfa mörg fleiri mál. Velferðarmál, málefni aldraðra og öryrkja, byggðamál, landbúnaðar, heilbrigðis, menntamál og sjávarútvegsmál. Breikkum sjóndeildarhringinn og komumst útúr hringleikahúsi VG. Látum ekki trúðana taka af okkur völdin.
25.3.2007 | 13:55
Að rækta garðinn sinn - Af mannrækt og gróðurrækt
25.3.2007 | 08:15
Ronaldo - Einfaldlega bestur
![]() |
Ronaldo skoraði tvö mörk gegn Belgum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2007 | 23:31
Ósmekklegt innlegg í umræðuna um Straumsvík
Sá hér áðan tilkynningu á bloggsíðu Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur. Þar var kynnt uppákoma með hljómsveitinni Úlpu til stuðnings Sól í Straumi undir yfirskriftinni ,,En hvað með kjarnorkuver?".
Er fólk alveg að tapa sér í umræðunni?
Á álframleiðsla eitthvað skylt við kjarnorkuver??
Er búið að bæta við þriðja valkostinum fyrir Hafnfirðinga???
Ef fólk er orðið svona róttækt í sínum málflutning ætti það að taka sér ferð til fyrirheitna landsins í Austri. Þau gætu eytt tíma sínum í Kystym og séð hvernig gömlu átrúnaðargoðin hafa farið með náttúruna þar. Hugsanlega gæti það fundið sér eitthvað meira aðkallandi til að fara í krossferð gegn.
Í Hafnarfirði er verið að kjósa um deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir ákveðinni tegund iðnaðar sem fólk getur síðan stutt eða hafnað. Er ekki málið að láta þar við sitja og hætta þessu bulli.
24.3.2007 | 21:48
Álver heimsins
Sigurður Ásbjörnsson skrifaði færslu á blogg sitt þann 18. febrúar þar sem hann fjallar um stærðir álvera. Hann fær upplýsingar sínar frá heimasíðu Altech sem er að flestu leyti góð en þar vantar þó að uppfæra stærðartölur víða. Tók mig til og fór í gegnum listann og gerði eftirfarandi athuganir.
- Eftir því sem ég kemst næst eru 129 starfandi álver eða álver í byggingu í heiminum.
- Álverin eru frá 20.000 tonna ársframleiðslu uppí 976.000 tonn
- Verið er að stækka álver í Dubai sem verður eftir það 1.300.000 tonn
- Í dag er álverið í Straumsvík í 69 sæti yfir álver í heiminum sem þýðir að fyrir ofan það eru 68 álver sem eru stærri og fyrir neðan eru 60 álver sem eru minni. Álverið í Straumsvík er því fremur lítið að stærð.
- Af álverunum fyrir neðan voru 7 líkleg til að loka, á leiðinni í lokun eða þegar lokuð eftir því sem ég komst næst.
- Af álverunum sem voru stærri voru 3 álver 200.000 til 230.000 tonn á leiðinni að loka.
- Meðalstærð álvera í heiminum er 234.000 tonna ársframleiðsla
- Stærsta álver Evrópu í dag er Sunndals álver Norsk Hydro (362.000 tonn) með Reyðarfjörð fast á eftir með sín væntanlegu 344.000 tonn.
Nær öll ný álver eru mjög stór eða yfir 400.000 tonn og virðist vera að það sé orðin sú stærð sem þarf til að ná fram þeirri hagkvæmni í framleiðslu sem æskileg er. Það má því telja eðlilegt að Alcan vilji fá að stækka í Straumsvík til að geta keppt við hið mikla framboð af áli framleiddu á ódýran hátt. Hér á eftir fylgir listinn í stærðarröð. Vonandi hefur einhver gaman af þessu.
BrAZ | 976.000 |
KrAZ | 940.000 |
Alba | 830.000 |
Dubal | 761.000 |
Coega | 720.000 |
Mozal | 700.000 |
Hillside | 670.000 |
Alouette | 550.000 |
Boyne | 540.000 |
Tomago | 525.000 |
SaAZ | 508.000 |
Bintulu | 500.000 |
Masco | 500.000 |
Baie Comeau | 437.000 |
Venalum | 436.000 |
Albras | 432.000 |
Aldoga | 420.000 |
Tajik Aluminium | 414.000 |
Abi/Bécancour | 409.000 |
Alma | 408.000 |
Alumar | 377.000 |
Sunndal | 362.000 |
Portland Aluminium | 355.000 |
NZAS/Tiwai Point | 353.000 |
CBA | 345.000 |
Hindalco/Renukoot | 345.000 |
Nalco/Angul | 345.000 |
Reyðarfjörður | 344.000 |
Sohar | 330.000 |
NrkAZ | 309.000 |
Warrick | 300.000 |
IrkAZ | 300.000 |
Malco/Mettur | 292.000 |
Karmoy | 288.000 |
Bellingham | 282.000 |
Intalco | 278.000 |
Kitimat | 277.000 |
Ormet | 268.000 |
Alro Slatina | 265.000 |
Rockdale | 264.000 |
Nordural | 260.000 |
Dunkirk | 258.000 |
Deschambault | 253.000 |
Noranda/ New Madrid | 252.000 |
Egyptalum | 245.000 |
Hawesville | 244.000 |
Ardal | 232.000 |
Rheinwerk | 230.000 |
Aluar | 228.000 |
Wenatchee | 225.000 |
Inalum/Asahan | 225.000 |
Mount Holly | 224.000 |
Vlissingen | 224.000 |
Laterriere | 219.000 |
Bayside | 215.000 |
Alcasa | 210.000 |
San Ciprian | 208.000 |
Alcoa/Tennessee | 205.000 |
Longview | 204.000 |
Mead/Spokane | 200.000 |
Valco | 200.000 |
Grand Baie | 196.000 |
Sebree | 196.000 |
Eastalco | 195.000 |
Mosjöen | 188.000 |
Columbia Falls AC | 185.000 |
Point Henry | 185.000 |
BAZ | 183.000 |
Straumsvík | 180.000 |
Lynemouth | 178.000 |
Bell Bay | 177.500 |
Ravenswood | 170.000 |
ADG/St.Nicholas | 165.000 |
Soral | 164.000 |
Arvida | 163.000 |
Slovalco | 158.000 |
Kurri Kurri | 155.000 |
Talum | 155.000 |
Alscon | 150.000 |
Trimet Essen | 150.000 |
VgAZ | 150.000 |
Anglesey | 145.000 |
Iralco Arak | 140.000 |
Porto Vesme | 140.000 |
St. Jean de Maurinenne | 135.000 |
Massena Reynolds | 133.000 |
Hamburg/HAW | 130.000 |
Massena | 125.000 |
Troutdale | 121000 |
Iralco Almadi | 120.000 |
Kombinat Aluminium | 120.000 |
UAZ | 120.000 |
Mostar | 118.000 |
Badin | 115.000 |
Vanalco | 115.000 |
Zaphorozhye | 110.000 |
Kubal | 105.000 |
Balco/Korba | 100.000 |
Aluminium Delfziil | 100.000 |
Alucam | 97.000 |
Valesul | 96.000 |
Alcominas | 95.000 |
Lista | 94.000 |
Shawinigan falls | 93.000 |
Corus/Voerde | 90.000 |
Aviles | 88.000 |
La Coruna | 84.000 |
Northwest/The Dalles | 82.000 |
Nadvoitsky | 76.000 |
Kandalaksha | 74.000 |
Tacoma | 73.000 |
Vera Cruz | 70.000 |
Stade/Elbewerke | 70.000 |
Indalco Hirakud | 65.000 |
Hoyanger | 60.000 |
ETI | 60.000 |
Aratu | 58.000 |
Beauharnois | 51.000 |
Ouro Preto | 51.000 |
Lanmezzan | 50.000 |
Konin | 48.000 |
Steg | 44.000 |
Lochaber | 43.000 |
Fusina | 40.000 |
Inota | 35.000 |
Sumgait Aluminium/Gjanija | 33.000 |
Volkhov | 22.000 |
Indalco-Alupuram | 21.000 |
Kambara | 20.000 |
24.3.2007 | 13:38
Lifandi gagnrýni - Áróður á sviði
![]() |
Leikhúsgestur rökræddi við leikara í miðri sýningu á Draumalandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |