5.5.2007 | 08:20
Heimsvaldastefnan lifir góðu lífi í Garðaríki
Eitthvað virðast skert áhrif Sovétríkjanna/Rússlands á alþjóðavettvangi vera að fara fyrir brjóstið á Rússunum. Það er er reyndar hægt að skilja það að sumu leyti þar sem það er jú skárra að hafa það skítt í risaveldi sem allir eru hræddir við en að hafa það skítt í ríki sem virðist reka á reiðanum og enginn óttast og fáir bera virðingu fyrir. Þegar þannig stendur á er ekki að undra að almenningur styðji málsstað þjóðernishyggju af miklum móð. Þetta einstaka mál með minnisvarðann í Eistlandi er því tvíbent í meira lagi af Rússa hálfu. Þeir saka Eista um fasisma og öfgaþjóðernishyggju á meðan slíkt grasserar í þeirra eigin bakgarði.
Mér finnst eiginlega nærtækast að líkja ástandinu í Rússlandi við Þýskaland fyrir valdatöku Hitlers. Langt og erfitt stríð tapaðist og þó ekki því enginn var hernaðarlegur ósigurinn frekar en hjá Þjóðverjum í Fyrri-heimsstyrjöld. Ósigrinum í Kalda stríðinu er hægt að kenna Gorbachev um þeas að hann hafi rekið rýting í bak byltingarinnar og stuðlað að ósigrinum innan frá. Skelfilegt efnahagsástand fylgir síðan í kjölfarið með uppgangi þjóðernissinna og innanlandsuppreisnum. Hringir þetta bjöllum hjá einhverjum? Það sem er síðan ólíkt í þessum samanburði er það að Rússar eiga gríðarlegt vopnabúr bæði hefðbundinna vopna og kjarnorkuvopna þrátt fyrir að hluta þess hafi verið eytt og afgangurinn í lélegu viðhaldi. Ef einhver harðlínu þjóðernissinni kæmist til valda í Rússlandi eftir næstu kosningar er eins víst að fjármagni yrði veitt í að gera Rússneska herinn bardagahæfann og Rússa þar með að alvöru leikmanni í valdatafli heimsins á ný.
Hvað varðar Eista þá skil ég mæta vel þá aðgerð þeirra að færa þessa umtöluðu styttu. Meðferð Sovétríkjanna á Eystrasaltsþjóðunum undir Stalín var engu skárri en meðferð Hitlers á gyðingum. Skipulögð útrýming á menntafólki og stórfelldir nauðungarflutningar á fólki til Síberíu voru meðal fyrstu aðgerðanna og í staðinn voru byggðir upp stórir minnihlutar Rússa í löndunum þremur til að tryggja hollustu svæðanna við Kreml. Það var því engin furða að Eystrasaltsþjóðirnar fögnuðu Þjóðverjum sem frelsurum árið 1941 og studdu hernað þeirra á allan hátt. Þetta guldu þjóðirnar síðan fyrir eftir ósigur Þjóðverja þegar ógnarstjórn Sovétríkjanna tók við á ný. Ég efast um að Íslendingar myndu vilja hafa stóra styttu af einhverjum Danakónginum á Arnarhól ef Danir hefðu farið með okkur eins og þrælanýlendu (sem dæmi má nefna meðferð Belga á Kongó). Held að það fyrsta sem hefði verið gert 18. júní 1944 hefði verið að fleygja slíku á haugana. Það að hafa styttu til að minnast sigurs Rauða hersins er eins og að hafa gapastokka nýlenduveldisins á aðaltorginu áfram. Sigur Rauða hersins þýddi aðeins eitt fyrir Eistlendinga, nýtt tímabil með ógnarstjórn Stalíns og því hafa eflaust fáir fagnað.
![]() |
Rússar fordæma ESB vegna minnisvarðadeilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2007 | 17:21
Í dýragarðinum á stóra bænadegi
Skelltum okkur í dýragarðinn í dag á stóra bænadegi (store bededag). Heyrði því víst fleygt að hann hefði á sínum tíma heitið Kóngsbænadagur á Íslandi en verið lagður niður þegar leiðir skildu með Dönum. Hér var dýrðarveður með um tuttugu stiga hita og logni sem er alveg passlegt fyrir fólk eins og mig sem er alið upp á ströndum Norður-Íshafsins. Ekki spillti það fyrir að skollans vespurnar eru ekki komar á kreik í stórum stíl þannig að ég fékk aldrei þessu vant að éta dönsku ísvöffluna mína í friði með þeyttum sykruðum eggjahvítum og sultu. Hef annars venjulega átt í harðri varnarbaráttu við hinar sykursjúku vespur á góðviðrisdögum í dýragarði Odenseborgar.
Krakkarnir skemmtu sér hið besta við að fylgjast með sæljónunum leika listir sínar og ekki spillti fyrir að tapírarnir og ljónin hafa fjölgað sér í vetur því fátt er skemmtilegra en að sjá nýja unga. Síðan var klykkt út með því að kíkja á dverggeiturnar og klappa þeim í bak og fyrir. Það verða trúlega svona vordagar sem maður á eftir að sakna mest þegar komið verður á klakann á ný.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2007 | 20:17
Átrúnaðargoð Steingríms og Ögmundar
![]() |
Chavez hótar að þjóðnýta banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2007 | 20:12
Stútur undir stýri, stýrði útí mýri á endalausu ævintýri

![]() |
Fangelsisvistar krafist yfir Paris Hilton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 19:33
Berlusconi og töskurnar
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2007 | 17:25
Hvað verður svo starfslokasamningurinn hár?
![]() |
Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2007 | 20:16
Afsökunarbeiðni Rúv???
28.4.2007 | 13:58
Verður unglingaliðið sent á Stamford Bridge?
Eftir úrslit dagsins þá er trúlega best að senda unglingaliðið til Stamford Bridge enda virðist sá leikur litlu máli skipta ef menn halda haus í næstu tveim leikjum. Það væri ágætt að geta hvílt mannskap í þeim leik enda mikið að gera í maímánuði hjá Fergussonum.
Glory glory Man Utd.
PS. Þori að veðja að Mourinho er núna að væla yfir því að hafa ekki fengið amk. fimm vítaspyrnur gegn Bolton
![]() |
Man.Utd. með fimm stiga forskot eftir ótrúlegan sigur á Everton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2007 | 22:46
Er Helgi Seljan að missa sig?
Eftir að hafa fylgst með umfjöllun Stöðvar 2 og Rúv um ríkisborgararéttar málið virðist þetta liggja nokkuð klárt fyrir. Fram kom að 30% þeirra sem fá ríkisborgararétt gegnum undanþágu frá Alsherjarnefnd hafa búið hérlendis í skemmri tíma en 2 ár sem gerir mál tíðræddrar stúlku að venju fremur en undantekningu. Af því leiðir að þetta mál er allt hið undarlegasta af hendi Rúv og Helga Seljan. Fram er komið með málið sem mikla stórfrétt sem tekur undir sig nærri helming Kastljóss í einræðu Helga Seljan. Ekki reynist síðan nokkur fótur fyrir ásökunum Helga og málatilbúnaður allur með eðlilegum hætti.
Aðeins tvennt getur komið til greina sem ástæða fyrir þessu upphlaupi Helga og Rúv. Ritstjórn Kastljóss hefur hrakað svo að hún er komin niður á stig slúðurblaðanna eða að Helgi sé í persónulegu stríði á hendur Jónínu og/eða Framsóknarflokknum og reyni að smyrja óhróðri á Jónínu og flokkinn tveimur vikum fyrir kosningar. Framkoma Helga í viðtalinu við Jónínu var þess utan með eindæmum ókurteis með endalausum frammíköllum og útúrsnúningum og sást það greinilega að Helgi var orðinn ansi æstur og ekki sáttur við þá stefnu sem málin voru að taka.
Nú fyndist mér að eðlilegustu málalok væru þau að fram kæmi opinber afsökunarbeiðni frá Rúv og Helga til ráðherrans og fjölskyldu hennar fyrir að bera á þau órökstuddar sakir og myndu þeir vera meiri menn af því að viðurkenna sín mistök.
27.4.2007 | 18:16
Ríkisborgararétturinn, alsherjarnefnd og Jónína
Það runnu nú á mig tvær grímur þegar ég sá fréttirnar um tengdadóttur Jónínu Bjartmars í dag. Varla færi nokkur viti borin manneskja að vera með puttana í svona málum í miðri kosningabaráttu, það væri hreinlega hybris af versta tagi. Ég kíkti síðan á Kastljósið og sá þar Helga Seljan halda langa einræðu um málið og sýna þarna hálfgerða DV blaðamennsku að því að mér fannst með því að ýja að ýmsu en bakka það lítið upp með vitnisburði eða heimildum. Að sjálfsögðu eiga blaðamenn að benda á það sem þeim finnst vera vafasamt í stjórnsýslunni en þarna var gengið langt í að reyna að láta málið líta eins illa út fyrir ráðherrann og mögulegt var.
3 meðlimir alsherjarnefndar hafa gefið það út að Jónína hafi ekki haft áhrif á afgreiðslu nefndarinnar og nú mun Jónína koma í Kastljósið í kvöld og skýra sína hlið málsins. Hvort að það sé nóg til þess að sannfæra almenning um að ekkert óhreint sé í pokahorninu er síðan annað mál og réttast væri eflaust að setja hlutlausa nefnd í málið til að fara ofan í saumana á þessu ferli öllu. Hæpið er að birta öll gögnin opinberlega þar sem um viðkvæmar persónuupplýsingar er eflaust að ræða í einhverjum tilfellum. Ef til vill væri umboðsmaður Alþingis rétti aðilinn til að fara ofan í saumana á málinu.
Ef síðan kemur í ljós að ráðherrann hefur haft óeðlileg afskipti af málinu þá er eðlileg krafa að hún segi af sér embætti. Þrátt fyrir að vera Framsóknarmaður þá sé ég ekki aðra kosti í stöðunni fyrir ráðherrann því sem embættismaður ber henni skylda til að hlíta landslögum og venjum. Ef hún hinsvegar er saklaus af þessu þá ætti Helgi Seljan að fá ádrepu frá útvarpsstjóra fyrir fréttaflutning sem ekki sæmir fjölmiðli sem vill láta taka sig alvarlega. Fjórða valdið er jafn vandmeðfarið og hin þrjú.