Berlusconi og töskurnar

Einhverjar skalatöskur virðast hafa fundið sér leið frá Mílanó til Belgíu. Amk. hefur dómarinn nú þegar leyft Gattuso að gera tilraunir til að bora í nefið á fleiri Utd. leikmönnum og Nesta að klæða Vidic úr treyjunni hvað eftir annað. Man ekki eftir svona heimadómgæslu í fyrri leiknum þannig að skjalatöskurnar góðu hafa eflaust fundið sína leið. Nú er bara að gyrða sig í brók og reyna að spila fótbolta. Alan Smith væri fínn til að koma af bekknum hann gæti allavega tæklað Gattuso útaf vellinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Híhí þú ert svo fyndinn....

Það lítur allt út fyrir að við hittumst ekki í Aþenu á úrslitaleiknum... ;) Mér finnst dómarinn bara ekkert ósanngjarn(sá ekki allan fyrri hálfleik), kannski fékk hann bara borgað fyrir fyrri hálfleikinn!!! En ég get ekki horft á leikinn á Sýn því Höddi Magg heldur of mikið með Man U, svona soldið eins og þú værir að lýsa honum ;)

Nauu þeir voru að bæta við.....  flottir :)

Gerða (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:20

2 identicon

sumt breytist bara aldrey,að kenna dómaranum um.Man U.voru búnir að hengja haus strax eftir fyrsta markið,og það veit ekki á gott.Þeir hefðu þurft að horfa THE FINAL 05.og semi final í gær í hálfleik til að fá smá spark i rassgatið,ekki satt.

P.S.miðinn á leikinn er á 208 000-.kr,enjoy.  

Þröstur Snær Þorbjörnsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 00:29

3 identicon

Því miður vorum við aldrei líklegir í þessum leik og að hluta til verð ég að vera sammála þessu með dómaran, ótrúlegt hvað Gattuso komst upp með. 208.000 kr fyrir að horfa á þessi tvö lið sem þangað eru kominn, nei takk ég myndi frekar borga 1,200 kr og horfa á leik í Landsbankadeildinni, skemmtanagildið er svipað. Ætli þeir keppi ekki um hvort liðið verði með betri varnaruppstillingu og keppast um að fara sem minnst fram fyrir miðju:)

Nú er bara að taka hinar tvær dollurnar sem eru í boði, það kemur annað tækifæri á næstu leiktíð til að taka Evrópumeistaratitilinn.

KV

Gummi B

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband