25.2.2009 | 19:52
20% niðurfelling er raunhæf
Hugmyndir Framsóknar um 20% niðurfellingu íbúðalána eru ekki eins fjarstæðukenndar og margir halda. Hver málsmetandi maðurinn af öðrum viðurkennir þessa staðreynd og óskandi væri að ríkisstjórnin geri það líka. Vilhjálmur Þorsteinsson skýrir þetta vel á sínu bloggi sem ég hlekkja á hér að neðan.
http://www.vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/813094/
Hugmyndin snýst um að ÍLS taki lánin úr gömlu bönkunum yfir og borgi fyrir þau 50-60% af nafnverði. ÍLS rukki síðan skuldarana um 80% af nafnverði. Mismuninn sem að ÍLS tekur til sín notar hann til að færa eigin lán niður í 80% af nafnverði. Ergo ÍLS kemur út nánast á sléttu.
Nokkrir óvissuþættir eru í þessu:
Afskriftahlutfall kröfuhafa gömlu bankanna og hversu margir skuldarar munu ráða við 80% af kröfunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.