Flokksmiðillinn farinn að undirbúa jarðveginn fyrir Jóhönnu

Ef að kíkt er á á visi.is þá eru þar amk tvær fréttir um að Jóhanna njóti yfirburða trausts. Af þessu er greinilegt að reyna á að gera skiptin eins sársaukalaus og hægt er. Krónprinsinn Dagur B. Eggertsson mun greinilega þurfa að bíða síns tíma (eins og Jóhanna). Samfylkingin sér greinilega aðeins eina leið til að koma þokkalega út úr kosningunum það er að láta Jóhönnu vera í fararbroddi og láta helst líta út fyrir að hún sé eina manneskjan í framboði. Það er alveg ljóst að Ingibjörg myndi þurfa að svara endalausum spurningum um hversvegna hún og Geir brugðust ekki við þegar viðvaranir bárust og miðað við frammistöðu hennar í gær þá eru svörin ekki til þess fallin að draga að kjósendur. Það á því að nýta persónufylgi Jóhönnu því að það er það eina sem getur bjargað Samfylkingunni.
mbl.is Leiðtogaefni á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband