Svona er dómskerfi íhaldsins

Traust almennings á íslenska dómskerfinu var nú ekki mikið fyrir. Eftir að hafa náð fram sakfellingu í broti af þeim ákærum sem gefnar voru út í Baugsmálinu bætist handvömm eins og þessi ofaná. Ætli það sé einhver von til þess að einhverjir aðrir en sjálfstæðismenn fái þetta ráðuneyti og taki til í þessu rotna bæli dugleysisins.
mbl.is Gleymdist að gera kröfu um refsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Já, væri ekki eina vitið að koma VG í stjórn, fá einhvern kommann í Dómsmálaráðuneytið og taka upp aðferðir systurflokksins í Kína.

Taka menn beint útá plan og skjóta þá !

Þá væri náttúrulega hægt í framhaldinu að fangelsa þá starfsmenn ríkissaksóknara sem ekki ná fram sakfellingu í dómsmálum.

Þá fyrst væri kerfið orðið þokkalega skilvirkt, og ekki nóg með það að afglöpum í starfi myndi fækka, heldur myndu glæpir "að sjálfsögðu" minnka til muna ! hehehe

Ingólfur Þór Guðmundsson, 21.5.2007 kl. 18:00

2 identicon

Er það dómstóli að kenna að ákæruvald gleymir að setja fram refsikröfu?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 19:04

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Varla er það dómstólnum að kenna enda var átt við dómskerfið en ekki dómstólinn.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.5.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband