Et tu Brute

Það er ótrúlegt hvað sjálfstæðismenn eru snöggir að fara í varnarstöðu þegar Jón Sigurðsson sakar þá um óheilindi. Það er amk. erfitt að bera í bætifláka fyrir svona framkomu. Hefði átt að vera óþarfi að ljúka 12 ára samstarfi á þennan hátt. Það er samt alveg ljóst að hvort sem það var elska sjálfstæðismanna á kjötkötlunum eða rótgróinn ótti þeirra við vinstri stjórn þá eru það alltaf sömu skítabrögðin sem gripið er til.

Eftirfarandi er mín túlkun á atburðarrásinni frá sunndegi til fimmtudags

Aðfaranótt sunnudags: Framsóknarmenn lýsa því yfir að ólíklegt sé að þeir komi að stjórnarsamstarfi

Sunnudagur: Geir og sjálfstæðismenn láta í það skína að þeir séu tilkippilegir í að halda samstarfinu áfram

Sunnudagskvöld: VG gerir möguleika á vinstristjórn nánast að engu í beinni og með því leikinn auðveldari fyrir Geir.

Mánudagur: Viðræður milli Geirs og Jóns um áframhald ríkisstjórnar en á meðan eru sjálfstæðismenn í viðræðum við samfylkinguna

Þriðjudagur: Lítið virðist gerast á milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks en allt á fullu í bakherbergjunum hjá S&D

Miðvikudagur: Farnar að renna tvær grímur á Framsóknarmenn enda farið að leka út um viðræður S&D.

Fimmtudagur: Viðræðum slitið milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og 90 mínútum síðar hefjast viðræður formanna S&D.

Fimmtudagskvöld: VG réttir fram sáttahönd til Framsóknarmanna og hvetur til hefðbundinnar vinstri stjórnar en er það of seint?

 

Eins og flestir vita þá er það klassísk taktík að reyna að deila og drottna til að ná sínu fram. Spurning hversu rólegur Geir er núna þegar Solla er annan kost til vara ef hann býður ekki nógu vel. Þetta gætu orðið vikur hinna löngu hnífa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband