17.5.2007 | 22:21
Steingrímur hleypur með sáttahönd til Framsóknar
Það var kyndugt að sjá Steingrím J. í Kastljósi kvöldsins. Eftir að hafa haldið áfram að kosningabaráttu lokinni að berja á Framsóknarmönnum og að hafa fundið vinstri stjórn með þeim innanborðs flest til foráttu nema ef hægt væri að nota Framsóknarmenn sem hækju þá snýr hann nú við blaðinu og réttir fram ólífugreinina. Hvað ætli valdi þessu? Jú Steingrímur sá sitt tækifæri um að komast í stjórn með Sjálfstæðismönnum fjúka út um gluggann og til að bjarga andlitinu þá hleypur hann til með ólífugreinina til að reyna að láta líta út fyrir að það sé Ingibjörg sem eyðileggur vinstri stjórnina en ekki hann.
Það ætti svosem ekki að koma Steingrími á óvart að svona færi því Sjálfstæðismenn hafa alltaf gætt þess að halda frumkvæði í stjórnarmyndun til að tryggja sér að verða ekki skildir eftir á hliðarlínunni. Ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ræða við þig á bak við tjöldin eftir kosningar þá er hann að þykjast ræða við þig opinberlega eða hefur engan áhuga á að fara með þér í stjórn. Það er ljóst að vinstri flokkarnir eiga margt ólært í stjórnmálaklækjum og það er spurning hvort að Steingrímur Hermannsson þurfi að taka vinstri menn á námskeið í þessu.
En ekki er sopið kálið fyrr en í ausuna er komið og eftir að Steingrímur er mættur með ólífugreinina til Framsóknar er nú möguleiki fyrir ISG að næla sér í forsætisráðherrastólinn og því gæti hún nú dobbelblöffað sjálfstæðismenn og skotið þeim ref fyrir rass.
Sjáum hvað setur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón Baldin gæti nú líka kennt það námskeið. Hann hefur að minnsta kosti tvisvar sinnum myndað ríkisstjórn í skjóli nætur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.5.2007 kl. 22:30
Hann hefur líka látið taka sig í bólinu einu sinni
Guðmundur Ragnar Björnsson, 17.5.2007 kl. 22:32
Suss... þetta er eins og kosningakvöldið. Þarf maður að fara kaupa snakk og læti?
Sveinn Hjörtur , 17.5.2007 kl. 22:38
Það verður alltaf einhver að vera memm
Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 18.5.2007 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.