Útstrikanagleði í Reykjavík suður

Mikið hefur verið rætt um útstrikanir í Reykjavík suður og þá helst í tengslum við Björn Bjarnason. Það sem vekur hinsvegar athygli mína er það hve fáar útstrikanir Jónína Bjartmarz fékk. 50 útstrikanir eða 2,36% af atkvæðum Framsóknar höfðu útstrikanir með nafni Jónínu. Eftir darraðardans undanfarinna vikna átti maður von á öllu meira af slíku. 

Í þessu samhengi er rétt að benda á að Kolbrún Halldórsdóttir var strikuð út á 3,56% atkvæða VG. Ekki sat hún nú undir neinum árásum eins og Björn og Jónína. Greinilegt að sumir þurfa lítið að hafa fyrir því að afla sér óvinsælda. 


mbl.is Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband