15.5.2007 | 20:08
Er Geir að draga seiminn á vinstri flokkunum?
Það er ekki laust við að manni finnist svolítil líkindi með stöðu mála nú og stöðunni árið 1995. Munurinn er þó sá að ef Sjálfstæðismenn ætla að slíta stjórninni eins og þá þá kemur það varla að ráðherrum Framsóknar að óvörum. Það læðist að mér sá grunur að Jón og Geir séu að láta vinstri flokkana engjast aðeins til að Sjálfstæðisflokkurinn eigi auðveldara með að semja við þá með afarkostum. Ekki síst eftir að möguleikanum á vinstri stjórn var sópað út af borðinu með tilboði VG um minnihlutastjórn. Ég hafði nú vonað að VG menn væru ekki alveg svona veruleikafirrtir eins og er að koma á daginn. Með þessu hafa þeir fleygt eina trompi vinstri flokkana fyrir borð því nú getur Sjálfstæðisflokkurinn deilt og drottnað að vild.
Ef Geir var með flest trompin á hendi á sunnudagsmorguninn þá hefur staða hans bara batnað við hina ótaktísku spilamennsku VG.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Facebook
Athugasemdir
Það væri skemmtileg tilbreyting að frá vinsti stjórn ... líka auðvelt að muna eitthvað nýtt þegar maður á að fara að læra um ríkistjórnir Íslandssögunnar;)
Árný heimasæta (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.