1.4.2007 | 17:58
Óskammfeilnari en Aetíus
Stjórn Vinstri grænna er fljót að hlaupa til og gera sigur Sólar í Straumi að sínum og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þrátt fyrir að líklegustu ástæður fólks til að hafna deiliskipulaginu séu að það hreinlega vilji ekki stærra álver í sínu nágrenni þá halda VG því fram að 50% Hafnfirðinga sé að ganga þeim og þeirra málstað á hönd. Þetta er jafn trúlegt og sú mýta að Flavíus Aetíus hafi unnið hinn mikla sigur yfir Húnum við Katalánsvelli. Síðar kom jú í ljós að það var Þiðrekur Gotakonunungur sem hafði í raun unnið sigurinn. Það er vonandi að almenningur beri gæfu til að sjá í gegnum svona málflutning eins mikill moðreykur og hann er.
Mikilvægur áfangi í náttúruverndarbaráttunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.