24.3.2007 | 10:47
Sól í andstreymi
Eitthvað virðist vera að draga af Sólarmönnum í andstöðu sinni sérstaklega eftir fundaröð Hafnarfjarðarbæjar þar sem flestum þeirra áherslupunktum var vísað til föðurhúsanna. Á fundunum var staðfest að tekjur Hafnarfjarðarbæjar verða 800 miljónir á ári en ekki 100 eins og Sólarmenn hafa ranglega haldið fram. Einnig kom það fram að það er nóg framboð af atvinnulóðum þannig að ávinningsútreikningur Hagfræðistofnunar er ekki réttur að því leyti að það þurfi að velja annaðhvort álver eða aðra atvinnustarfsemi heldur er hægt að velja bæði og fá því mun meiri ábata fyrir Hafnarfjörð. Á fundunum var líka sýnt klárlega fram á að loft eða hljóðmengun af álverinu verður áfram langt undir öllum mörkum og mun ekki aukast í hlutfalli við stækkun álversins. Það verður því engin rýrnun á loftgæðum í Hafnarfirði af völdum stækkunar. Hvað sjónmengun varðar þá verður ekki stórbreyting á að öðru leyti en því að nýjar raflínur verða lagðar að álverinu. Þær verða í svipuðum stíl og þær núverandi en í mun meiri fjarlægð frá íbúabyggðinni.
Í skýrslu Hagfræðistofnunar er bent á að sjálfar framkvæmdirnar gætu á þenslutímum ýtt undir þensluna vegna innflutnings á búnaði til verksmiðjunnar. Hér held ég að það ætti að skoða skilyrðið fyrir þessari fullyrðingu. Ef ekki eru þenslutímar þá ýtir stækkunin ss. ekki undir þenslu. Nú bendir flest til þess að hagkerfið sé að kólna og þenslan að minnka og því ekki þenslutímar. Álframleiðsla fer að hefjast á Reyðarfirði sem mun laga viðskiptahallann nokkuð auk þess sem innflutningur til framkvæmda fyrir Austan er nær lokið. Með minnkandi þenslu mun atvinnuleysi væntanlega aukast á ný og munu því eflaust vera starfsmenn fyrir stækkunina á lausu 2010-11 þegar stækkunin tekur til starfa.
Einhverjir hafa spáð í því afhverju Alcan greiðir ekki fasteignagjöld í Hafnarfirði í dag. Ástæðan fyrir því er einföld, Alcan hefur frá upphafi greitt svokallað framleiðslugjald sem hefur skipst milli Ríkis og Hafnarfjarðarbæjar og ekki önnur gjöld.
Það er því ljóst að Sólarmenn eru að verða uppiskroppa með rök gegn stækkuninni og bíðum við því spennt eftir hverju þeir halda fram næst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll, Guðmundur . Ég var
á fundi í Bæjarbíó 22. 03 2007 þar féllust Sólarmenn og VG á 800 milljónirnar við lok fundarins .
Eftir útskýringar, Dr. Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sveinn Bragason, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar og
Ingi B. Rútsson, formaður Hags Hafnarfjarðar og Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þessi ósigur Sólarmanna og VG er einn sá firsti af mörgum sem koma mun í þessari umræðu.
Sigurður P. Reyndi að mælda i móin en rök hans léttvæg með tilliti til skýrslu sem hann áður hafði mælt með svokallari Dysjarskýrslu um Álvef við Dysjar við Eyjarfjörð.
Pétur Óskarsson viðurkenndi með þögn sinni og vildi ekki ræða málið frekar.
Eina sem Kristín Pétursdóttir, viðskiptafræðingur hafði til málana að leggja var að starfsmenn Landsvirkjunar væru óðheiðaleikir og svindluðu á landsmönnum á raforkuverði þetta er alvarleg ásökun á hendur Landsvirkjun um að þeir færu ekki eftir landslögum, engan staðreyndir gat hún vitnað í máli sínu til stuðnings verður svo að líta á að hún hefði sagt ósatt.
Kv, SigurjónRauða Ljónið, 24.3.2007 kl. 11:39
Held að eina sem þeir gætu fundið upp gegn álverinu væri að "það er svo leiðinlegt".
Annars snérist þetta ekki um álverið, heldur að það er "hipp og cool" að vera á móti því og því komast þau í fjölmiðla.
Allt fyrir athyglina....
Júlíus Sigurþórsson, 24.3.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.