Færsluflokkur: Íþróttir
6.6.2007 | 20:15
Er ekki komið nóg Eyjólfur???
Eftir 50 mínútna leik gafst ég upp á að horfa á Svíþjóð-Ísland. 5-0 var þá staðan og ekki miklar líkur til að breyting yrði þar á nema þá ef vera skyldi til hins verra. Þrátt fyrir að annar bragur væri á leik liðsins en í síðasta leik enda allir leikmennirnir að berjast fyrir liðið virtist það ekki duga til. Hér þarf að grípa tilróttækra aðgerða ef við eigum ekki að falla niður á Andorra og Liechtenstein planið og eiga einhverja smá möguleika á að komast í lokakeppnir á einhverjum mótum. Það er greinilegt af leik liðsins að það er ekki um neina samæfingu að ræða sem er grundvöllur fyrir öguðum og skipulögðum varnarleik. Á laugardaginn vantaði alla baráttu í liðið en hún var þó til staðar að einhverju leyti í kvöld. Kannski hafði það eitthvað að gera með fjarveru Eiðs enda sá drengur enginn vinnuhestur í Íslenska landsliðsbúningnum ekki frekar en Veigar Páll. Þegar maður hugsar til baka til þess tíma þegar Guðjón Þórðar stýrði liðinu þá getur maður ekki annað en andvarpað. Þá var aldrei hætta á rasskellingum eða niðurlægingum eins og í kvöld. Leikstíllinn var kannski ekki áferðafallegur en við verðum bara að sætta okkur við að til þess að ná árangri verðum við að nýta okkar styrkleika og það er ekki Brasilískur sambabolti. Okkar styrkleiki er að við erum mestu harðnaglar sem spila fótbolta hérna megin Satúrnusar. Ef við höfum ekki leikmenn eða þjálfara sem eru tilbúnir til að spila þannig bolta er kominn tími til að breyta til. Guðjón á að koma aftur og það á að skapa landsliðinu almennilega umgjörð með tilheyrandi æfingaleikjum og undirbúningstíma sem gerir liðið að LIÐI ekki samansafni 11 einstaklinga sem hittast öðru hverju og spila fótbolta.
Hvað varðar Eið Smára þá tel ég að það sé rétt mat margra að hann eigi ekki að vera fyrirliði liðsins. Hann vantar einfaldlega karakterinn til þess. Hermann "The Herminator" Hreiðarsson er sá maður sem ég tel að eigi mest tilkall til stöðunnar ásamt Brynjari G. Hermann er maður sem hættir aldrei og sættir sig ekki við neitt annað en menn leggi sig 100% fram í 90 mínútur sem er nákvæmlega það sem við þurfum að gera. Ef Eiður Smári getur síðan sætt sig við að vinna undir þeim kringumstæðum þar sem hann vinnur til baka, pressar boltann og hjálpar liðinu þá ætti hann að vera hluti af liðinu. Ef hann hinsvegar ætlar að jogga stefnulaust fram og aftur og taka 1-2 spretti í leik þá hefur hann ekkert að gera í liðinu. Mórall liðsins með farþega af slíku tagi yrði slæmur og er það etv. nú þegar. Það þarf að taka til hendinni hjá landsliðinu og það er ekki bara við Eyjólf að sakast hvernig gengið hefur verið, KSÍ hefur ekki skapað liðinu þær aðstæður sem þarf til að ná árangri og því þarf að breyta.
Stuðningsmaður íslenska landsliðsins
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2007 | 19:33
Berlusconi og töskurnar
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2007 | 14:21
Ofurtrú á ellismellunum
Berlusconi vill ná fram hefndum gegn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.4.2007 | 11:04
Tær snilld
Ronaldo semur við Manchester United til fimm ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2007 | 13:18
Kraftaverk á páskum
John Terry: Getum náð Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 12:25
Rómarganga Rauðu djöflanna
Það er nú vel við hæfi að Fergussynir haldi til Rómar svona í lok páskaföstunnar. Í boði er möguleiki á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar en þangað hafa mínir menn ekki komið síðan 2002, ótrúlegt en satt. Gestgjafarnir eru svosem ekki árennilegir, á ágætis siglingu í Serie A og slógu Lyon út fremur auðveldlega í síðustu umferð. Hinsvegar er Ronaldo í fantaformi og restin af liðinu og það eina sem vantar er að Rooney finni skotskóna aftur. Nú er bara að vona að drengirnir þurfi syndaaflausn hjá Benedikt í fyrramálið eftir að hafa niðurlægt Rómverjana.
Glory glory Man Utd.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 09:24
Loksins loksins
Loksins uppskera Argentínumenn laun erfiðisins. Gamla stigakerfið virtist vera gert með þeim ósköpum að Brasilíumenn væru áskrifandi að efsta sætinu hvað sem á gengi. Gott mál að nýja kerfið er farið að virka eins og það átti að gera ss. endurspegla stöðuna á hverjum tíma.
Vamos Argentina
Argentínumenn í 1. sæti á stigalista FIFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)