Margir vildu Lilju kveðið hafa

Það er gaman að sjá að Sjálfstæðisflokkur og Íslandshreyfingin eru að taka upp stefnu Framsóknarflokksins um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi aðferð var samþykkt á miðstjórnarfundi á fyrri hluta síðasta árs. Eins og áður eru Framsóknarmenn brautryðjendur í þjóðþrifamálum.
mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Aðildarviðræður og undirbúningur þeirra á að vera stjórnmálamanna að ákveða. Skýr markmið er líka þeirra að setja fram. Þjóðin hefur ekkert um að kjósa fyrr en þetta liggur allt fyrir að samningsniðurstöðum framsettum. Áður en það gerist verður þjóðin að hafa kosið um breytingar á stjórnarskránni sem veitir umboð til samningsgerðarinnar og lögmæti samþykktarinnar sé óvéfengjanlegt og hugsanleg höfnun skýr og afdráttarlaus. Allt er þetta pólitísk handavinna. Ég sé ekki að Geir Haarde sé að vinna þá vinnu sína. Þetta útspil sýnir gerla að Sjálfstæðisflokkurinn er að fara úr límingum sínum og hefur ekki jarðsamband. Pólitík er vinna en ekki bara yfilýsingar og pot.

Gísli Ingvarsson, 31.12.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband