17.3.2007 | 16:09
The show must go on
Þrátt fyrir að á móti blási og meiðslalistinn sé orðinn langur er engin ástæða til að hætta að spila góðann fótbolta. Sá því miður aðeins hluta af fyrri hálfleik en það sem ég sá staðfesti grun minn, það er meistarabragur yfir liðinu ekki síður en meistaraheppni. Svo er bara að klára Middlesborough á mánudaginn.
Glory glory Man Utd.
![]() |
Man.Utd. lagði Bolton, 4:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2007 | 15:58
Moð á miðjunni. Af moðhausum og moldvörpum
Hugleiðing og hugarflug um litróf stjórnmálanna
Hér fyrir nokkrum árum gátu menn á nokkuð auðveldann hátt skilgreint litróf íslenskar stjórnmála. Til hægri voru Sjálfstæðismenn vanalega með áherslu á hin klassísku hægri málefni, frjálshyggju og fleira. Á miðjunni voru Framsóknarmenn sem hölluðu til hægri og vinstri eftir því hvað forystan taldi þörf fyrir á hverjum tíma. Áherslurnar gátu verið á félagshyggju eitt skiptið og jafnvægi í ríkisfjármálum í annað. Lítillega til vinstri var síðan Alþýðuflokkur með áherslu á félagsmál en þó fremur Evrópusinnaður. Lengst til vinstri var síðan Alþýðubandalagið með áherslur sem gátu verið allt frá norrænum til kúbansks sósíallisma.
Í dag hefur þetta breyst lítillega. Sjálfstæðismenn hafa í mörgum málum þokast lengra inná miðjuna sérstaklega forystusveitin á meðan flokkurinn hefur einnig innan sinna raða harða liberalista. Þetta gæti auðvitað endað með óróa og klofningi því eins og góður maður sagði þá líkist þetta stundum því þegar reynt er að smyrja lítilli smjörklípu yfir stórt samlokubrauð.
Á sama tíma hefur Framsóknarflokkurinn hallað sér verulega til hægri og hefur ekki komist vinstra megin við miðjuna síðan Steingrímur var og hét. Þessi hægri slagsíða hefur ekki verið sérstaklega vinsæl hjá öllum innan flokksins og það er eflaust ekki síst sú gremja sem hefur valdið fylgistapi flokksins.
Samfylkingin var að nafninu til samsuða Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Kvennalistans en Flokkurinn varð fljótlega að stærri Alþýðuflokki sem hefur reynst erfitt að gera samstilltan allavega þannig að það haldi til langframa. Flokkurinn hefur síðustu árin sótt inná miðjuna og eflaust hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum vinstri kratanum sem hefur þá hlaupið yfir til Steingríms J.
Vinstri Grænir eru einfaldlega Alþýðubandalagið undir nýju nafni með eitt nýtt stefnumál sem er orðið tískumál sem enginn getur verið á móti. Þeir eru eini flokkurinn sem ekki hefur hreyft sig á skalanum fyrir utan þann stutta tíma sem þeir voru hluti af Samfylkingunni.
Það er því orðið þröngt um Framsóknarmenn á miðjunni því margir telja greinilega að þar liggi fylgið. Spurningin er því hvernig Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu reiðir af við að teygja sig lengra og lengra útfyrir það sem kalla má kjarnasvæði flokksins. Einnig er spurningin hvort að Framsóknarmenn átti sig á því að flokkurinn var stofnaður til að stuðla að framförum, jafnrétti, félagshyggju og almennri velferð en ekki til að gerast einhver frjálshyggjuflokkur. Ef svo heldur fram sem horfir endar hann hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Það yrði nú saga til næsta bæjar.
17.3.2007 | 12:19
Móna og Ingibjörg
![]() |
Mona Sahlin kjörin leiðtogi sænskra sósíaldemókrata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2007 | 22:24
MR vs. VÍ
Þarna má reikna með að mætist stálin stinn. Líklegast tvö bestu liðin að MH og MK ólöstuðum og er því væntanlega von á hörkubaráttu. Þrátt fyrir að þjálfarar Verslinga séu gamlir og góðir félagar þá slær hjartað jú alltaf með gamla skólanum þannig að ég vonast til að MR vinni og taki síðan úrslitin.
Áfram MR
![]() |
MH lagði ME í Gettu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2007 | 20:18
Er kommúnisminn að syngja sitt síðasta?

![]() |
Lög um einkaeignarrétt samþykkt á kínverska þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2007 | 18:28
Kominn kommahrollur í menn?
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2007 | 16:30
Lokar Alcan ef stækkunin verður felld?
Nú hafa margir tjáð sig um það að sú fullyrðing Alcan um að fyrirtækið hætti starfsemi sinni ef ekki verður stækkað eigi ekki við rök að styðjast. Fram hefur komið að núverandi raforkusamningur er til 7 ára og eftir það er möguleiki á að endursamið verði til 7 í viðbót. Móðurfyrirtækið Alcan Inc. stendur frammi fyrir eftirfarandi möguleikum ef stækkunin verður ekki samþykkt.
- Að keyra núverandi starfsemi áfram í 7 ár og selja þá starfsemina eða loka verksmiðjunni.
- Að keyra starfsemina áfram með dvínandi hagnaði í 7 ár og síðan áfram þar til fer að styttast í tap og loka þá.
Rekstrarkostnaður á álveri sem rekið er með 40 ára gamalli tækni er hár og ekki fer hann lækkandi. Segjum nú að Alcan fái tilboð um að byggja álver í Suður Afríku með nýjasta útbúnaði og raforku á sambærilegum kjörum og fást hér. Slíkt álver myndi etv. skila tvöföldum þeim hagnaði sem álverið á Íslandi gæti skilað og hversu lengi myndi stofnfjárfestingin vera að skila sér þá?
Fyrir hinn almenna borgara væri hægt að líkja þessu við að þú værir að greiða í lífeyrissjóð A. Hann skilar ágætis ávöxtun ca. 10% á ári. Nú færð þú tilboð frá lífeyrissjóð B sem býður 20% ávöxtun á ári. Þú hugsar málið þannig að það muni kosta þig hluta af þínum áunnu réttindum að flytja þig um set. Hinsvegar þegar þú horfir til langs tíma muntu græða á því að skipta um sjóð þrátt fyrir fórnarkostnaðinn sem þú lagðir út í byrjun.
Alcan hefur eflaust tugi viðskipta og hagfræðinga á sínum snærum sem fylgjast með þróun mála á heimsmarkaðinum. Ef þeir sjá færi á því að nýta fjármagn fyrirtækisins betur má búast við því að þeir geri það. Finnist fyrirtækinu að það því séu settar skorður við að ávaxta sitt pund kemur það með inn í reikninginn. Íslenskir fjárfestar í dag flytja fjármagn sitt hiklaust þangað þar sem það gefur hæsta ávöxtun og það má fastlega búast við því að Alcan geri slíkt hið sama. Hvað þeir síðan gera þegar þeir vilja losna við Ísal er spurning. Kemur einhver rússneskur fjárfestir sem er alveg sama hvernig staðið er að mengunarvörnum, umhverfismálum og öryggismálum og rekur fyrirtækið áfram í 10 til 20 ár með niðurníddum búnaði rétt undir hollustuverndarmörkum? Það verður fyrst þá sem Hafnfirðingar átta sig á hvað þeir hafa misst og hvað þeir hafa fengið í staðinn.
16.3.2007 | 10:53
Finnskur Clinton???

![]() |
Hneykslismál auka á vinsældir finnska forsætisráðherrans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2007 | 21:57
Skólaslit hjá 6 ára bekk????

![]() |
Gengur ekki að margir séu að reyna að stjórna þingfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2007 | 21:34
Hollinn skollinn við Austurvöll
Það getur verið alveg ferlega fyndið en samt sorglegt að fylgjast með blessuðum þingmönnunum okkar þegar styttast fer í kosningar. Troðandi hver öðrum um tær til að komast í viðtal hjá sjónvarps og útvarpsstöðvunum og reynandi hver um annan þverann að finna einhverja góða frasa til skjóta á andstæðingana. Umræðan einkennnist æ minna af málefnunum heldur fremur af því að menn reyna að vera fyndnir á kostnað andstæðinganna og keppast við að hafa hærra og bjóða betur en nágranninn.
Eru Íslendingar virkilega orðnir svona yfirborðskenndir að hægt sé að vinna kosningar á innistæðulausum slagorðum bara ef þau eru endurtekin nógu oft? Hér í Danaveldi vann Venstre og stjórnarflokkarnir sigur fyrir tveimur árum þar sem danski forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen keyrði á einu orði alla kosningabaráttunni, skattestop. Þetta orð barði hann inní þjóðina án afláts og þessu trúðu allir fyrir rest sem þýddi fína kosningu fyrir Venstre.
Því miður finnst mér að stjórnmálabaráttan á Íslandi sé að færast í sömu átt. Fínt ef flokkur finnur sér höfuðbaráttumál en það verður að vera meira kjöt á beinunum. Kjósendur eiga rétt á að vita hver stefna einstakra flokka er í öllum helstu málum og í guðanna bænum ekki meira af orðalaginum ,,stefna að". Frekar ættu menn að koma með fastmótaðar tillögur og fjárhagsáætlun til að sýna fram á hvernig fjármagna eigi framkvæmdina eða standa að henni. Aðeins þannig geta menn á trúverðugan hátt komið fram með sín baráttumál.