Að ráða yfir lífi og dauða

Þetta er svolítið sérstök aðferð til að vekja athygli á skorti á líffæragjöfum ef það er hið raunverulega markmið. Ef þetta er ekki á gráu svæði þá er það fátt og eflaust finnst einhverjum þetta hreinlega vera komið yfir á svarta svæðið. Hér í Danmörku hafa nokkrar sjónvarpsstöðvar nú þegar hafnað því að taka þátt með sama sniði á dagskrá en amk. ein hefur lýst áhuga á því að skoða málið frekar. Eftir því sem að mér skilst þá eru þarna leiddir saman líffæragjafi og þrír væntanlegir líffæraþegar sem eiga framtíð sína undir því að fá umrætt líffæri. Líffæragjafinn með hjálp áhorfenda ákveður síðan hver fær líffærið og hinir þáttakendurnir halda áfram sinni bið á biðlistanum eftir nýju líffæri. Sú bið getur eflaust hæglega endað á versta veg og er meiningin eflaust sú að fleiri eigi að bjóða sig fram til að gefa líffæri.

Hvort að þetta sé síðan besta aðferðin til að auka tíðni líffæragjafa þó að á gráu svæði sé er síðan annar handleggur. 


mbl.is Hollenskir læknar fordæma raunveruleikaþátt um nýrnagjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband