Eðlileg viðbrögð lögreglu

Eftir að hafa horft á myndbandið frá SaveIce þá sé ég engan vegin yfir hverju er verið að kvarta. Konan sýnir mótþróa við handtöku og lögreglumaðurinn stendur sig meira að segja bara vel í að yfirbuga hana á þann hátt að hún beri sem minnstan skaða af. Hvað heldur fólk að gerist þegar það hlýðir ekki fyrirmælum lögreglu? Að lögreglan biðji aftur og segi plíííís? Lögreglan er vinsamlegast beðin um að fjarlægja þenna skríl af götunum svo að hann láti almenning í friði.
mbl.is Saving Iceland: Rógburður lögreglu og lygar fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Ragnar !

Hygg; að þú fáir ekki þessum orðum þínum stað, til réttlætis framfylgni; hvar, hinn eiginlegi skríll, gengur enn laus, því miður.

Marktækari þættu; vaktara (lögreglu) aðgerðir, væri búið að handsama hina raunverulegu glæpa menn : Davíð Oddsson / Halldór Ásgrímsson og Jón Baldvin Hannibalsson, hverjir komu okkur, í þau miklu vandkvæði, með refjum sínum - sem persónulegri græðgi sinni, ásamt myrkraöflum þeim, sem eftir fylgdu, Guðmundur minn.

Því; er það ójafn leikur, sem ósanngjarn, að bera saman uppsteyt nokkurra ungra stjórnleysingja, í samtíma okkar - hvar; þjóðfélags upplausnin, er hverjum óbjöguðum manni sýnileg, eftir illyrmis hátt, hinna raunverulegu skemmdarverka manna, Guðmundur Ragnar.

Ætli; við báðir, hefðum ekki kosið fremur, hið kyrrláta Ísland - fremur en menguninni, af völdum NATÓ - EES og Schengen mont aðildinni, heldur en að þurfa að upplifa þau ósköp, hver yfir Ísafoldar grundir ganga, nú um stundir, Guðmundur minn ?   

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hvað hélt lögreglumaðurinn eiginlega að varnarlítil og vopnlaus stúlkan myndi gera, rífa stykki úr malbikinu og drepa alla? Maðurinn er greynilega búinn að missa dómgreyndina og þetta er klassísk dæmi um lögreglumann sem níðist á liggjandi stúlku, auðvitað reynir hún af veikum mætta að komast undan fautanum sem keyrði hana í götuna og pönkast þar á henni, þetta er bara aumkunavert að horfa upp á, hvar er meðalhófið? Að sletta skyri er góð og klassísk aðferð á íslandi til mótmæla og verður vonandi svo áfram meðan einhver dugur er í þessari þjóð til að standa´upp í hárinu á óréttlæti og spillingu. Skemmdarverk styð ég hins vegar ekki og þau gangast engum málstað, sama hversu góður hann er. Félagar stúlkunar gerðu vissulega illt verra með frekar hlægilegum björgunartilraunum sem hefðu ekki átt að gera nokkra löggu né aðra hrædda.

Georg P Sveinbjörnsson, 8.8.2009 kl. 17:33

3 identicon

Stúlkan reyndi að hlaupa burt, auðvitað er hún tækluð í jörðina, eftir að hún er tækluð sýnir hún mótþróa.

 
Georg hvað vilt þú að lögreglan geri þegar einhver flýr handtöku? Standi og geri ekkert? Öskri eins hátt og þeir geti?

Siggi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 19:02

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þú spyrð hvað meðalhófið sé Georg við handtökur. Ef að þetta er að verða stíllinn að fólk berjist um á hæl og hnakka þá er kannski kominn tími á að fá stuðbyssur fyrir lögregluna. Það er allavega hættuminni aðferð fyrir lögregluna.

Auðvitað á að hirða alla þá sem brotið hafa lög í kringum hrunið en við búum í réttarríki og þurfum að hlíta þeim lögum sem eru í gildi. Ef að við erum ekki sátt þá þurfum við að láta breyta lögunum. Spurningin er síðan hvort þurfi að setja á stofn sannleiksnefnd til að draga fólk til siðferðislegrar ábyrgðar.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 8.8.2009 kl. 19:10

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það sést ekki nægilega vel, af hverju lögreglumaðurinn taldi sig knúinn, til að snúa hana niður í jörðina. En, þ.s. sést, er að hún veitir öfluga mótspyrnu við handtöku, sem er lögum skv. óheimilt.

Ekki er hægt að álykta, að lögregla gangi harðar fram, en efni hafi staðið til, né að gengið hafi verið lengra, en lögreglu er heimilt.

Enda er lögreglu heimilt, að beita einstaklinga valdi er veita mótspyrnu gegn handtöku.

Hvort, að handtakan hafi verið sanngjörn, tja - engin leið er af þeim upplýsingum sem þarna koma fram, að draga neinar álýktanir af eða á um það.

Almennt séð, tel ég lögregluna, vinna störf sín vel. Menn, geta náttúrulega haft sínar skoðanir, um einstök tilvik. Enda eru lögreglumenn, ekkert fullkomnari en aðrir, þeir hafa það einfaldlega sem starf, að framfylgja lögunum.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.8.2009 kl. 19:13

6 identicon

Einar, stúlkan reyndi að flýa handtöku, þú hlýtur að vera sammála að það sé næg ástæða fyrir því að tækla hana.

Restin útskýrir sig sjálf.

Siggi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 19:18

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Siggi - flóttatilraun, telst einnig mótspyrna gegn handtöku.

Ekki sést, algerlega skýrt, enda vanta hljóð, hvers vegna lögreglumaður ákvað að handtaka viðkomandi.

En, lögregla hefur handtökuheimild, mótspyrna er bönnuð. Lögregla, má handtaka t.d. fyrir að vera með kjaft eða að fara ekki um leið að fyrirmælum. 

Þ.e. er almennt séð, mjög óskynsamlegt að deila við lögreglumenn. Þeir sem það gera, eru það heimskir, eiga sennilega handtöku fullkomlega skilið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.8.2009 kl. 19:46

8 identicon

Nú skil ég ekki, fer eitthvað á milli mála að það sé verið að handtaka stúlkuna fyrir skemmdarverk? Þær sletta þarna skyri á bílinn og húsið og hlaupa svo burt. Það lýtur einnig út fyrir að þær geri sér grein fyrir því að það sem þær eru að gera sé ólöglegt, enda taka þær á sprett um leið og þær sjá lögreglubílinn.

Siggi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 20:29

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég skil ekki hvernig menn geta borið blak af þeim ruddaskap sem myndbandið sýnir. Þegar kylfubúnir, þjálfðair menn eru að beita sér gegn fólki sem aðeins hefur tvær hendur sér til varnar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.8.2009 kl. 15:05

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Að skvetta jógurti á bíl er EKKI skemmdarverk. Það þvst auðveldlega af og skilur engin merki eftir sig.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.8.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband