22.4.2009 | 19:07
Myndi Kolbrún beygja sig eftir gullstöng ef að hún fyndi hana á götunni?
Ég trúði varla mínum eigin eyrum þegar ég heyrði Kolbrúnu Halldórsdóttur leggjast gegn því að vinna olíu á Drekasvæðinu því að það væri andstætt stefnu VG. Hefur Kolbrún aldrei heyrt spakmælið "Sveltur sitjandi kráka á meðan fljúgandi fær." Ætlar VG virkilega að sitja á rassgatinu í stað þess að reyna að bjarga sér eins og hægt er. Það er hreinlega ótrúlegt að hún ætli að bera svona boðskap á borð fyrir þjóð sem er skuldum vafin og með 18 þúsund manns atvinnulaus.
Dregur saman með flokkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er með ólíkindum hvað Kolbrún er mikið úr takti við almenning í landinu.
Það er greinilegt að þarna fer manneskja sem aldrei hefur unnið ærlegt handtak, enda er hún víst leikhúsmanneskja og færi best á að hún héldi sig þar.
Zmago, 22.4.2009 kl. 19:20
Ég hef bent á það á bloggi mínu að Kolbrún er öfgamanneskja og í mínum huga eru allar öfgamanneskjur hættulegar hvaða nafni sem öfgarnir nefnast. Hún myndi t.d. bera eftirnafnið Bin Laden mjög vel.
Róbert Tómasson, 22.4.2009 kl. 19:31
Mér finnst hún einmitt táknræn fyrir fyrringuna sem er í gangi í þjóðfélaginu núna, það er allt glæpsamlegt sem tengist metnaði, framleiðslu, viðskiptum og ágóða. Allt er gott sem er hippalegt, róttækt, frumstætt og fátækt. Þvílíkt snobb niður á við. Þetta virðist þjóðin viilja! Listamannaspírur 101 Reykjavík eru að taka við stjórnartaumunum á Íslandi og við hin leyfum það.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 22.4.2009 kl. 19:50
Ég hélt að VG hefði þroskast aðeins við að komast í ríkisstjórn en það er víst lítil von með að það endist.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.4.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.