Skattahækkanir eða skattalækkanir?

Eitthvað virðist þetta vera að velkjast fyrir Jóhönnu blessaðri hvort að það eigi að hækka eða lækka skatta. Samfylkingin hefur ekki mótmælt tillögum VG en það er greinilegt að það verða deilur um fleira en ESB aðild í stjórnarmyndunarviðræðum milli þeirra.
mbl.is Pólitísk afskipti hamla samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Ingólfsdóttir

Ég hef skilið hana ágætlega ég tala jú Íslensku og hef ágæta heyrn og kann að lesa.  Skattar hækka á hátekjufólk og komin tími til en þeir sem hafa lægstulaunin þeim verður hlíft, eitthvað órétttlátt við þetta það finnst mér ekki.

kv.

Sólveig

Sólveig Ingólfsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæl Sólveig

Í fréttinni talar Jóhanna um skattaívilnanir fyrir fyrirtæki. Ef ég skil VG rétt þá er ekki mikil von á slíku. Ég sakna þess nefnilega þegar að fólk er nánast búið að lýsa yfir samstarfi fyrir kosningar að það sé amk gengið í einhverjum takti.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.4.2009 kl. 23:50

3 identicon

Mér finnst það bara vera mjög augljóst, skattar verða hækkaðir, það verður niðurskurður, þannig verður það bara þó svo að VG séu þeir einu sem hafa sagt það, aðrir bara lofa útgjöldum en ekki niðurskurðum. Fólk verður bara að gera sér grein fyrir því að það verða erfiðir tímar framundan og einhver barnaleg loforð um 20.000 störf eða 20% niðurfellingu lána er nátturulega bara kjánalegt (sem kjósendur virðast vera að sjá í gegnum samkvæmt könnunum). En segi aftur það verða erfiðir tímar, hvað sem frambjóðendur vilja dansa framhjá því svona á meðan kosningar standa. Að mínu mati snúast þessar kosningar bara um það hverjum treysturi til þess að taka erfiðar ákvarðanir, hverjum treystiru til þess að skera niður, hverjum treystiru til þess að gera breytingar!!!

Tryggvi (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband