20.3.2009 | 22:06
Hélt að viðskiptaráðherra væri hafinn yfir útúrsnúninga
Tökum aðra dæmisögu:
Í botnlangagötunni Gylfaflöt eru 5 hús. 1 fjölskyldan skuldar 5 miljónir næsta 10 þriðja 15 og svo koll af kolli. Fjölskyldurnar sem skulda 5 og 10 miljónir geta greitt af sínum skuldum þrátt fyrir að heimilisfaðirinn sem skuldar 5 miljónir sé atvinnulaus. Fjölskyldurnar sem skulda 15, 20 og 25 miljónir eru í greiðsluerfiðleikum. Við enda götunnar er síðan kjörbúð Simma þar sem að eru 2 starfsmenn og allar fjölskyldurnar versla.
Simmi er kominn í vandræði þar sem að verslunin hefur dregist saman og hann verður hugsanlega að reka einn starfsmann.
Íbúðalán allra 3 fjölskyldnanna (10, 15 og 25 miljóna skuldir) eru flutt úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju með 50% afslætti. Nýi bankinn fékk því kröfur upp á 50 miljónir á 25 miljónir. Þessi lán eru síðan flutt yfir í íbúðalánasjóð sem greiðir fyrir 25 miljónir.
Dæmið myndi ganga svona fyrir sig. Allir fá afskrifað 20% af höfuðstól.
Höfuðstóll | 5 | 10 | 15 | 20 | 25 |
20% | 4 | 8 | 12 | 16 | 20 |
Innheimt af íbúðalánasjóð | 60 | ||||
Upphafleg lán og verðmæti yfirtekinna lána | 50 | ||||
Afgangur | 10 |
Hugsanlega er þetta ekki nægilegt fyrir einhverja af þessum fjölskyldum sem þyrftu þá á sértækum aðgerðum að halda. Þetta gerir líka þeim fjölskyldum sem gátu borgað hvort eð var kleift að versla meira í Simmabúð sem getur þá sleppt því að segja upp starfsmanni.
Frumskilyrðið er að gera fólki kleift að borga. Hvað gerist ef að fjölskyldurnar sem að skulda 15, 20 og 25 miljónir gefast upp? Húsin fara á uppboð, fasteignaverð hrynur og Simmabúð fer á hausinn. Fjölskyldurnar sem geta enn borgað horfa upp á hrynjandi fasteignaverð. Hver græðir á því?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vildi bara benda þér á bloggið mitt; http://blogg.visir.is/bensi
- - á líka svargrein til þeirra Jóns S og Gauta B í handraðanum sem ég birti á morgun
Kveðja
Bensi
Benedikt Sigurðarson, 20.3.2009 kl. 22:14
Sæll. Það virðist vera það hvort tillaga komi frá Sigmundi Davíð, Tryggva Þór eða Lilju Mós það er ekki lítið á það sem marktækt, hefði það komið frá stjórninni liti málið öðruvísi við og hefði verið skoða ekki slegið út af borðinu það er ég nokkuð vissum fjármála snilli Vg og Loftbólufl. er ekki upp á marga fiskana þeir get ekki einu sinni rekið sitt flokkstarf nema með 37% og 44.0% tapi.
Þessi færsla er gerð í kaffitíma .
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 20.3.2009 kl. 22:36
Takk fyrir ábendinguna Bensi. Ekki veitir af góðum mönnum til að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina.
Rekstrarhæfileikar S og VG hafa ekki verið eftirtektarverðir. Það versta er að þau setjast ekki einu sinni niður með Sigmundi og Tryggva og fara yfir tillögurnar. Sigmundur er að vinna í því að fá hagfræðinginn Roubini hingað til lands til að hjálpa honum að koma vitinu fyrir þau. Þetta virkar kanski betur ef ráðin koma ekki frá pólitíkusum.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 21.3.2009 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.